Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Reggísveitin Amabadama og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, oft kölluð Sinfó Nord, stilla saman raddbönd sín og strengi á tónleikum sem haldnir verða á laugardaginn, 4. febrúar, kl. 20 í Hamraborg í Hofi og endurteknir 25. febrúar í Eld- borg í Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin hefur komið að fjölbreyttum verkum á undan- förnum misserum, leikið tónlist fyrir kvikmyndir og hljómplötur og með tónlistarmönnum úr ólíkum geirum tónlistar, m.a. poppi og rokki, auk þess að halda klassíska sínfóníu- tónleika. Hún ætti því að eiga auð- velt með að leika útsetningar Þor- valds Bjarna Þorvaldssonar og Grétu Salóme á „Hossa hossa“ og fleiri smellum Amabadama af fyrstu og einu plötu hennar, Heyrðu mig nú, sem kom út 2014. Þrír liðsmenn reggísveitarinnar koma fram á tónleikunum, þau Gnúsi Yones, réttu nafni Magnús Jónsson, Salka Sól Eyfeld og Stein- unn Jónsdóttir. Magnaðar útsetningar „Við erum búin að taka tvær æf- ingar í bænum, eina sem var bara með Þorvaldi, Grétu, okkur og kór- stjóranum og svo var lestraræfing í gær, þá komu nokkrir meðlimir Sinfó Nord. Við vorum að lesa yfir og kórinn kom, kammerkórinn Au- rora sem syngur með okkur,“ segir Salka Sól, nýkomin á hótel fyrir norðan þegar blaðamaður nær tali af henni á þriðjudegi. „Svo er fyrsta stóra æfingin í kvöld,“ bætir hún við. –Reggíhljómsveit og sinfóníu- hljómsveit – það fyrsta sem kemur upp í hugann er einhvers konar tón- listarlegur árekstur! Salka hlær. „Nei, alls ekki. Eins og ég hef talað um þá eru þarna tvær ástríður sem tengjast. Reggí er svo mikil ástríðutónlist, lífsstíll og hugsjónir og það á líka við sinfón- íuna. Þar er fólk sem hefur spilað á hljóðfæri í fleiri tugi ára og ég held að þetta séu því tvær ástríður að mætast en svo passar þetta líka ótrúlega vel. Þorvaldur og Gréta eru búin að gera ótrúlega hluti með út- setningarnar og það er magnað að heyra lögin sem maður er búinn að semja og spila margoft í svona út- setningum, að heyra möguleikana sem þau bjóða upp á. Svo er þetta bara algjört „feelgood“,“ segir Salka kímin. Þorvaldur og Gréta heyri oft eitthvað í lögunum sem Amabadama sé orðin ónæm fyrir. „Þau eru að pikka upp línur, ýkja þær og þess háttar,“ útskýrir hún, segir taktinn í lögunum halda sér en sumir kaflar í lögunum séu opnaðir, gerðir stærri þannig að sinfóníuhljómsveitin fái notið sín. Rosaleg orka –Það þarf auðvitað að gæta þess að báðar sveitir fái sína athygli? „Já, ætli það ekki. Við erum bara þrjú á sviðinu úr Amabadama og Maggi á döbbinu, hann er döbb- masterinn okkar og svo heil sinfón- íuhljómsveit. Það kemur auðvitað rosaleg orka frá svona sinfóníu- hljómsveit sem skilar sér til okkar,“ svarar Salka. Þorvaldur Bjarni, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, átti hugmyndina að því að leiða saman hljómsveitirnar og segist Salkla ekki vita til þess að reggísveit hafi áður leikið með sinfóníuhljómsveit hér á landi. Hins vegar hafa báðar sinfóníuhljómsveitir tekist á við popp og rokk, Sinfóníuhljómsveit Ís- lands m.a. leikið með Dimmu, Skálmöld, Quarashi og Páli Óskari, svo nokkur dæmi séu nefnd. „Sinfóníuhljómsveit getur spilað allt, eða a.m.k. mjög margt og svo bætum við okkar kryddi ofan á. Eft- ir æfinguna í gær var ég eiginlega svolítið meyr, það var svo magnað að heyra þetta,“ segir Salka um þá blöndu sem gestir fá að njóta í Hofi á laugardaginn og síðar í Eldborg. Gestarappari verður í einu lagi á tónleikunum, Arnar Freyr Frosta- son úr rapptvíeykinu Úlfur úlfur. Salka segir Amabadama hafa daðr- að þónokkuð við rapp, þær Steinunn hafi rappað á fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar og Magnús líka, enda rappari í grunninn. Meira döbb Önnur plata Amabadama er í vinnslu og segir Salka að nokkur lög af henni muni heyrast á tónleik- unum í bland við eldri. „Við erum að gera svolítið meira döbb og lögin eru meira unnin í tölvu en á fyrstu plötunni - svona eins og rappararnir vinna - með góða takta og þannig. En ég held að það sé svipaður fílingur í textagerð- inni. Reggítextagerð er svolítið „naive“ og falleg, finnst mér, hún segir svolítið beint út hvað maður er að hugsa,“ segir Salka, beðin um að bera saman plöturnar tvær. Amaba- dama syngi um náungakærleik, ást og frið. „Það er sama hvað maður semur um í reggíi, það er ekki mikið undir rós.“ Frekari upplýsingar um tónleik- ana má finna á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is. Sameiginleg ástríða í tónlistinni  Þrír liðsmenn reggísveitarinnar Amabadama halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kammerkórnum Aurora í Hofi á laugardaginn  „Magnað að heyra þetta,“ segir Salka Sól Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í stuði Steinunn, Salka og Gnúsi Yones á æfingu í Hofi með nokkra meðlimi Sinfó Nord í bakgrunni. Beygja Amabadama-liðar hossa bossa undir stjórn Þorvalds Bjarna. Vetrarhátíð hefst í dag og er nú haldin í 16. sinn. Hátíðin fer fram í öllum öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og stendur til og með 5. febrúar. Fjórar meg- instoðir hátíðarinnar eru Safna- nótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og ljósalist auk um 150 viðburða þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni, eins og segir í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu sem hefur yfirumsjón með hátíðinni. Hátíðin verður sett kl. 19.40 við Hallgrímskirkju af Degi B. Egg- ertssyni borgarstjóra og verður um leið afhjúpað ljósalistaverkið „Sköpun lands“ eftir listamanninn Ingvar Björn. Í því er myndbrotum frá ýmsum eldgosum varpað á kirkjuna og á sama tíma verða um 30 byggingar á höfuðborgarsvæð- inu upplýstar í litum hátíðarinnar, grænum og fjólubláum. Samhliða afhjúpun verksins verður frumflutt hljóðverk eftir Magnús Leif Sveins- son þar sem m.a. eru lesin upp öll stærstu eldgos Íslandssögunnar, eins og segir í tilkynningu en verk- ið er unnið í samstarfi við Profilm. Eftir setninguna fer af stað ljós- hestareið hesta og ungmenna í Hestamannafélaginu Fáki frá Hall- grímskirkju niður að Arnarhóli. Ingvar Björn hefur tekið þátt í sýningum víða um lönd, m.a. í Po- pup-listahátíð í Berlín á síðasta ári þar sem hann gerði náttúrulista- verkið „Geysi“ í miðborginni og hann gerði einnig verk sem kallast „Largest Artwork in the World“ og var sýnt í Listasafni Reykjavíkur. Dagskrá Vetrarhátíðar má finna á vetrarhatid.is. Ljósmynd/Ragnar Th. Hátíð Ljóslistaverk Marcos Zotes á Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð 2015. Vetrarhátíð sett

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.