Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Loksins kom hann snjórinn, segja sumir sem
hafa saknað þessa hvíta vinar sem lýsir upp
skammdegið með birtunni sem af honum stafar.
Þeir sem leggja í vana sinn að renna sér á skíð-
um fagna meira en aðrir, því skortur hefur verið
á snjó í skíðabrekkum víða um land. Þessi hópur
kaus í gær að skella sér á hestbak og ekki ama-
legt að njóta náttúrfegurðarinnar sem fólgin er í
fjöllum sem hefur snjóað í og snæviþakinni jörð.
Útivist er hægt að stunda í öllum veðrum
Morgunblaðið/Ómar
Vetrarlegt um að litast í útreiðartúr í borginni
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ekki er hægt að fá svokallaðan
UTH-meðhöndlaðan rjóma frá
Mjólkursamsölunni en hann er að
sögn Hafliða Ragnarssonar, súkku-
laðimeistara Mosfellsbakarís, hita-
meðhöndlaður rjómi sem tryggir
aukið öryggi rjómans.
„Þetta er staðallinn í matvæla-
framleiðslu í dag, hvort sem um er að
ræða egg, rjóma eða aðra vöru. Um
er að ræða dauðhreinsun eða UTH-
meðhöndlun sem kemur m.a. í veg
fyrir salmonellusmit. Þennan rjóma
þurfum við að panta frá útlöndum
því Mjólkursamsalan býður ekki upp
á slíkan rjóma hér á landi,“ segir
Hafliði og bendir á að þó að rjóminn
sé töluvert ódýrari erlendis en hér á
landi bætist við tollar og hvers konar
opinber gjöld sem á endanum geri
innflutninginn dýrari.
Hreinleiki og gæði númer eitt
Þrátt fyrir að þurfa að flytja inn
rjóma í bollurnar segir Hafliði verð á
rjómabollum Mosfellsbakarís vera
samkeppnishæft við aðra. Mestu
skiptir samt að bollan sé góð og gætt
sé fyllsta öryggis og hreinlætis við
baksturinn.
„Ég botna ekkert í þessu landbún-
aðarkerfi. Íslenskur rjómi er góður
en við þurfum að leita annað vegna
skorts á vöruúrvali og okkur er þá
refsað með tollum. Smjörið er annað
dæmi. Ég vil nota vatnshreinsað
smjör í sumt sem ég er að gera en
það fæst ekki hjá Mjólkursamsöl-
unni og þar með ekki á Íslandi. Ís-
lenska smjörið er mjög gott en ef ég
vil það unnið með öðrum hætti þarf
að leita út fyrir landsteinana.“
Myllan blandar íslenskan rjóma
Björn Jónsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Myllunnar, segir að í
bollum frá Myllunni sé notaður
blandaður íslenskur rjómi.
„Við kaupum okkar rjóma frá
Mjólkursamsölunni en blöndum
hann með þeytirjóma, sem er í raun
bara jurtarjómi. Hlutfallið er um 70
prósent venjulegur rjómi á móti 30
prósent jurtarjóma.“
Spurður um hreinlæti og gæði
vörunnar segir hann sérstaklega
gætt að því að það svæði sem fer
undur bollubakstur og gerð hjá
fyrirtækinu sé ekki nýtt í neitt ann-
að.
Steinþór Jónsson, eigandi og
framkvæmdastjóri Björnsbakarís,
segir að bakaríið noti eingöngu ís-
lenskan rjóma.
„Þetta er auðvitað smekksatriði
en við notum bara óblandaðan ís-
lenskan rjóma.“
Eitt voru allir sammála um.
Vatnsdeigsbollurnar seljast best.
Flytja inn rjómann í bollurnar
Ekki hægt að fá UTH-meðhöndlaðan rjóma á Íslandi Ódýrari og öruggari rjómi frá útlöndum
er dýrari vegna tolla segir bakarameistari Farið er að blanda hreinum rjóma við jurtarjóma
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rjómabollur Fólk er sólgið í þær.
Pilturinn sem lést í Suður-Afríku
um helgina hét Bjarni Salvar Ey-
vindsson. Hann var 19 ára gamall,
fæddur árið 1998, og var búsettur í
Hafnarfirði. Bjarni var lögblindur
en hann var við sjálfboðaliðastörf í
Suður-Afríku. Hann var með fé-
lögum sínum á ferð í fjallinu Tafel-
berg við Höfðaborg þegar hann lést
af slysförum á leið sinni niður fjall-
ið.
Styrktarreikningur hefur verið
sofnaður fyrir fjölskyldu Bjarna:
Kennitala: 100477-3439
Reikn-ingsnr.: 0140-05-071968.
Nafn piltsins
sem lést í
Suður-Afríku
Tafelberg Fjallið er í Suður-Afríku.
Mikil samkeppni er í sölu á boll-
um til einstaklinga og fyrirtækja
en Steinþór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi
Björnsbakarís, segir líkt og koll-
egar hans hjá Mosfellsbakaríi
og Myllunni að ekki sé um verð-
stríð að ræða.
„Verðið er svipað og í fyrra.
Það er hins vegar meira um aug-
lýsingar og facebook í ár. Þetta
er bara heilbrigð samkeppni.“
Samkeppni
ekki verðstríð
BOLLA BOLLA BOLLA
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun
forsætisráðuneytis, dagsetta 16. september 2016, um að
synja beiðni um aðgang að samantekt um síma og tölv-
ur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, lét taka saman fyrir síðustu ríkis-
stjórn.
Deilt var um það hvort veita ætti aðgang að saman-
tektinni á grundvelli upplýsingaréttar almennings sem
fjallað er um í 5. gr. upplýsingalaga eða hvort upplýs-
ingarnar lúti takmörkunum sem meðal annars er kveðið
á um í 1. tölulið 6. gr. laganna, en forsætisráðuneytið
synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt
því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að
gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar,
minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin
hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í skýringum forsæt-
isráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi
verið tekið saman fyrir slíkan fund.
Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki
væru efni til að draga þær skýringar ráðuneytisins í efa
að umbeðið gagn hefði verið tekið saman fyrir ráðherra-
fund og var því á grundvelli undanþágu br. 1. tl. 6. gr.
upplýsingalaga staðfest synjun forsætisráðuneytisins.
Synjað um aðgang að gögnum
Samantekt Sigmundar Davíðs verður ekki gerð opinber
Morgunblaðið/Jim Smart
Stjórnarráðshús Réttur almennings til aðgangs að
gögnum er takmarkaður samkvæmt lögum.