Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump „er hættulegasti
Bandaríkjaforseti allra tíma“, að
mati Peters Englunds, virts sagn-
fræðings og rithöfundar í Svíþjóð.
Hann telur að valdatíð Trumps endi
illa, annaðhvort fyrir forsetann sjálf-
an eða allan heiminn.
Englund segir það vafasamt að
Trump geti orðið jafnhættulegur og
Adolf Hitler vegna þess að Banda-
ríkin séu mjög ólík Þýskalandi árið
1933 og vegna þess að „Dónaldur-
inn“ hafi ekki „tortímingargreind“
nasistaleiðtogans. Trump eigi það þó
sameiginlegt með Hitler að vera
árásargjarn og hafa lítinn áhuga á
praktískum þáttum stjórnmálanna.
„Hann er gæddur sjálfstjórn Muss-
olinis, sannsögli Stalíns, hógværð
Gaddafis, skeytingarleysi Mugabe
um peninga,“ skrifar Englund í
grein á fréttavef Dagens Nyheter.
Sagnfræðingurinn telur m.a.
hugsanlegt að Trump notfæri sér
einhvern atburð, t.a.m. mannskæð
hryðjuverk, til að auka völd sín, líkt
og Hitler þegar kveikt var í ríkis-
þinghúsinu í Berlín árið 1933. Hitler
og flokksbræður hans notfærðu sér
íkveikjuna til að handtaka og of-
sækja andstæðinga sína og sett voru
neyðarlög til að fella mannréttinda-
ákvæði stjórnarskrárinnar úr gildi.
Peter Englund segir að margir
stuðningsmenn Trumps líti á leið-
toga sinn sem þjóðarbjargvætti, líkt
og fylgismenn Hitlers gerðu á valda-
tíma hans. Ólíkt Hitler geti þó
Trump aðeins veitt stuðnings-
mönnum sínum lítið brot af því sem
þeir vonist eftir.
Óttast stríð
Sagnfræðingurinn telur mikla
hættu á að stríð blossi upp á næstu
fjórum árum og að Trump notfæri
sér það til að auka völd sín og ýta
undir dýrkun á sér sem þjóðar-
bjargvætti.
Englund óttast m.a. að Trump
geri samning við stjórn Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta, líkan
griðasáttmála Hitlers og Stalíns
sumarið 1939. Trump gæti leyft Pút-
ín að hefja hernað með það að mark-
miði að tryggja Rússum yfirráð yfir
svæðum sem tilheyrðu Sovétríkj-
unum.
Sagnfræðingurinn telur einnig
hættu á að stríð blossi upp milli
Bandaríkjanna og Kína, t.a.m. vegna
aukinna hernaðarumsvifa Kínverja á
umdeildu svæði í Suður-Kínahafi.
Trump hefur hótað að leggja 45%
refsitolla á kínverskan varning og
Englund telur að verndartollastefna
forsetans geti leitt til viðskiptastríðs
milli ríkjanna tveggja. Það myndi
hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir
heimsviðskipti almennt og gæti leitt
til nýrrar heimskreppu.
Að sögn Englunds er ógjörningur
að segja fyrir um hvað gerist í valda-
tíð Trumps. „Við vitum þó að hún
endar illa, á einhvern hátt. Annað-
hvort fyrir hann sjálfan: ef vil vill
verða einhverjir af mörgum göllum
nýja forsetans okkur til bjargar og
leiða til þess að valdatíð hans verði
stutt … Eða fyrir allan heiminn: ein-
stakt sambland nýju stjórnarinnar
af vanhæfi, hvatvísi, árásargirni og
hugmyndafræðilegri blindu bendir í
þá átt.“
Vill vernda frelsið
Þótt kannanir bendi til þess að
Trump sé óvinsælasti forseti Banda-
ríkjanna síðustu áratugi nýtur hann
enn mikils stuðnings meðal repú-
blikana. Samkvæmt könnun Pew-
rannsóknastofnunarinnar styðja um
84% repúblikana Trump. Þetta er
álíka mikill stuðningur og síðustu
forsetar hafa notið meðal stuðnings-
manna flokks síns mánuði eftir að
þeir tóku við embættinu.
Margir þing-
menn Repú-
blikanaflokksins
voru andvígir Do-
nald Trump í for-
kosningum
flokksins og sum-
ir þeirra voru
mjög harðorðir
um hann. Flestir
þeirra drógu úr
gagnrýninni á
Trump eftir að hann var kjörinn for-
seti þótt sumir þeirra hafi fundið að
stefnu hans, þeirra á meðal öldunga-
deildaþingmennirnir Lindsey Gra-
ham og John McCain. Paul Ryan,
forseti fulltrúadeildarinnar, og fleiri
leiðtogar flokksins hafa hins vegar
tekið að sér það erfiða verkefni að
umorða sumar af umdeildustu yfir-
lýsingum forsetans þannig að það
samrýmist betur þeirri stefnu sem
Repúblikanaflokkurinn hefur fylgt
síðustu áratugi.
Á meðal þeirra fáu repúblikana
sem hafa haldið áfram að bjóða
Trump birginn í fulltrúadeildinni er
frjálshyggjumaðurinn Justin Amash
sem hefur verið sérlega hreinskilinn
í gagnrýni sinni á forsetann, m.a. á
Twitter. Hann hefur t.a.m. sagt að
„stöðugur hræðsluáróður“ forsetans
um hryðjuverkaógnina sé
„ábyrgðarlaus og hættulegur“.
Hann hefur einnig hvatt Trump til
að hætta árásum sínum á banda-
ríska dómstóla og gagnrýnt hann
fyrir að tilnefna dómsmálaráðherra
sem vill auka eftirlit með borgur-
unum og rýmka heimild lögregl-
unnar til að gera eignir þeirra upp-
tækar.
Amash segir að gagnrýnin sé reist
á frjálshyggjuhugsjónum. „Í mínum
huga skiptir ekki öllu máli hvort
repúblikani eða demókrati gegnir
forsetaembættinu. Mér ber skylda
til að vernda frelsið, réttarríkið og
réttindi allra kjósenda minna,“ hefur
The Wall Street Journal eftir þess-
um staðfasta stjórnmálamanni.
„Trump er hættulegasti
Bandaríkjaforseti allra tíma“
Sagnfræðingurinn Peter Englund spáir því að valdatíð Trumps endi illa
0
40
80
0
40
80
Forsetinn nýtur minni stuðnings en forverar hans í embættinu en fylgi
hans er þó enn mjög mikið meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins
Stuðningur við forseta Bandaríkjanna í febrúar á fyrsta kjörtímabilinu (í %)
Hlutfall þeirra sem eru ánægð eða óánægð með störf Trumps
í fjórummálaflokkum (í %)
84
Reagan G.H.W. Bush Clinton G.W. Bush Obama Trump
39
47 43
53
42
62
36
59
35
64
Meðal demókrata* Alls Meðal repúblikana*
5356
6355
8
Stuðningurinn við Trump í febrúar
Heimild: Pew Research Center *Félagar í flokkunum eða stuðningsmenn þeirra
Efnahagsmál Hryðjuverkaógnin Innflytjendamál Utanríkismál
Óánægð Ánægð
Justin
Amash
Donald Trump hefur valið virtan
undirhershöfðingja, H.R.
McMaster, í embætti þjóðarör-
yggisráðgjafa. McMaster á að
taka við af Michael Flynn sem
sagði af sér tæpum fjórum vik-
um eftir að hann varð þjóðarör-
yggisráðgjafi eftir að í ljós kom
að hann veitti Mike Pence vara-
forseta og alríkislögreglunni FBI
rangar upplýsingar um sam-
skipti sín við Rússa áður en
Trump varð forseti. Flynn var
sakaður um að hafa rætt við Ser-
gej Kisljak, sendiherra Rúss-
lands í Bandaríkjunum, um refsi-
aðgerðirnar gegn Rússum vegna
Úkraínudeilunnar áður en hann
tók við embætti. Landslög í
Bandaríkjunum meina óbreytt-
um borgurum að hafa afskipti af
utanríkisstefnu landsins.
Trump valdi síðan Robert
Harward, fyrrverandi flotafor-
ingja, í embætti ráðgjafaemb-
ættið en hann hafnaði því. Harw-
ard kvaðst hafa gert það vegna
fjölskyldu sinnar og fjárhags-
legra skuldbindinga en banda-
rískir fjölmiðlar sögðu að ástæð-
an hefði í raun verið ágreiningur
við forsetann um hvort þjóðarör-
yggisráðgjafinn ætti að velja
undirmenn sína sjálfur.
McMaster er 54 ára og þekkt-
ur fyrir gagnrýni sína á fram-
göngu Bandaríkjahers í Víetnam-
stríðinu í bók sem hann skrifaði.
Hann var yfirmaður bandarískra
hersveita í norðurhluta Íraks árið
2005 og líklegt er að reynsla
hans þar verði gagnleg í barátt-
unni gegn Ríki íslams, sam-
tökum íslamista.
McMaster í
stað Flynns
NÝR ÖRYGGISRÁÐGJAFI
AFP
Nýr þjóðaröryggisráðgjafi H.R.
McMaster og Trump takast í hendur.
Robert Mugabe, forseti Simbabve,
hélt upp á 93 ára afmæli sitt í gær og
sagði í viðtali sem var sjónvarpað af
því tilefni að hann hygðist ekki láta
af embætti. Forsetinn er orðinn
mjög hrumur og þreyttist fljótt í við-
talinu sem stóð í klukkustund. Hann
þagði lengi á milli setninga og augun
voru hálflokuð.
Mugabe er elsti þjóðarleiðtoginn í
heiminum. Hann hefur verið við völd
frá því að Simbabve fékk sjálfstæði
frá Bretlandi árið 1980, eða í tæp 37
ár. Hann kvaðst ekki ætla að láta af
embætti nema flokksbræður hans
bæðu hann um það. „Þeir vilja að ég
verði í framboði í kosningunum [á
næsta ári] … Ef ég tel mig ekki geta
haldið áfram lengur segi ég flokkn-
um frá því svo að hann losi mig und-
an embættinu. En ég get ekki sagt
það núna,“ sagði hann og bætti við
að þorri landsmanna teldi að enginn
annar gæti gegnt forsetaembættinu.
AFP
93 ára Þjónn heldur á tertu með mynd af Robert Mugabe í afmælisveislu
sem haldin var í embættisbústað hans í höfuðborginni Harare í gær.
Er ellimóður en vill
halda völdunum
Robert Mugabe orðinn 93 ára gamall