Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Enn snjallara heyrnartæki
Beltone Legend
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hljómsveitin Amiina flytur tónlist
sína við kvikmyndina Fantômas,
þögla spennumynd frá árinu 1913
eftir franska kvikmyndaleikstjórann
Louis Feuillade, á tvennum tón-
leikum á Húrra í kvöld, miðvikudag,
og annað kvöld og hefjast tónleik-
arnir klukkan 21 bæði kvöldin.
Tónlistina sömdu meðlimir Ami-
inu að ósk franska tónskáldsins og
tónlistarmannsins Yann Tiersen,
sem skipulagði hrekkjavökuviðburð
í tengslum við aldarafmæli Fan-
tômas-kvikmyndanna fyrir rúmum
þremur árum og frumflutti hljóm-
sveitin tónlistina á hrekkjavöku
2013 í Théâtre du Châtelet í París.
Platan með tónlistinni, fjórða plata
Amiinu, kom síðan út nú fyrr í vetur
og eftir tónleikana á Húrra mun
sveitin flytja verkið víða um lönd.
Fyrri plötum sveitarinnar hefur ver-
ið dreift víða við frábærar viðtökur.
„Við verðum með nokkuð aðra
uppsetningu en fólk á að venjast á
Húrra. Það verður setið og komast
líklega ekki nema um níutíu manns
að hvort kvöld,“ segir Sólrún Sum-
arliðadóttir, einn hljómsveitarmeð-
limanna. „Kvikmyndinni verður
varpað á sýningartjald en við flytj-
um tónlistina ekki nema kvikmyndin
sé sýnd um leið.“
Sólrún segir að Amiina hafi byrj-
að að semja tónlist við eða út frá
kvikmyndum árið 2009, en það var
út frá hreyfimyndum þýska leik-
stjórans Lotte Reiniger sem var
frumkvöðull á því sviði. „Við sömd-
um tónlist við fjórar af stuttum
myndum Reiniger, sem eru líka um
hundrað ára gamlar. Það er erfitt að
útskýra hvað það er nákvæmlega
sem heillar okkur við þennan tíma,
hennar myndir eru klassísk ævintýri
og ákveðið tímaleysi í þeim, en það
er ekkert tal í þeim frekar en í Fan-
tômas en myndefnið stendur fyrir
sínu og gefur ákveðið pláss fyrir
tónlistina.“
Samspil við kvikmynd hlýtur að
skapa hljómsveitinni ákveðinn
ramma að vinna innan, leita þau
meðvitað í það?
„Nei, það get ég ekki sagt. Rétt
eins og með tónlistina við kvikmynd-
ir Reiniger þá vorum við upphaflega
beðin um að semja við Fantômas.
Yann Tiersen bað fimm listamenn
eða hljómsveitir að semja við fimm
Fantômas-kvikmyndir og það var
allt flutt á einu kvöldi 2013, sjö
klukkustunda viðburður. Verkið
fylgdi okkur síðan um tíma áður en
við ákváðum að gefa tónefninu
meira pláss og gefa það út á plötu. “
Sólrún segir ýmislegt hafa komið
uppá og teygst á verkefninu. „Ári
eftir að við frumfluttum tónlistina þá
tókum við hana upp og svo leið aftur
ár þar til við mixuðum og svo enn
eitt ár þar til við gáfum út! Og allt
gerðist það í kringum hrekkjavöku,
ár hvert. Það er einhver draugur í
þessu verki,“ segir hún og hlær.
Næsta plata allt öðruvísi
Amiina var upphaflega strengja-
kvartett sem þær Sólrún, Edda Rún
Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir og
María Huld Markan stofnuðu í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og
spiluðu þær um tíma sem strengja-
sveit Sigur Rósar. „Nú erum við
hins vegar fimm manna hljómsveit,“
segir Sólrún. „Edda Rún hefur ekki
verið með okkur um tíma en Magn-
ús Tryggvason Elíassen og
Guðmundur Vignir Karlsson komu
inn fyrir þó nokkuð mörgum árum. Í
Fantômas-verkefninu er Hildur þó
ekki með okkur. Þetta er nokkuð
sveigjanleg hljómsveit. Það hentar
vel, sérstaklega síðustu ár þegar við
höfum öll verið að hlaða niður börn-
um en það er helsta ástæðan fyrir
nauðsynlegum sveigjanleika,“ segir
hún og brosir. „Svo leggst Amiina í
dvala á milli enda erum við öll upp-
tekin í allrahanda öðrum verk-
efnum. En þetta var ekki síðasta
platan – og ég held að næsta plata
verði allt öðruvísi … Við höfum allt-
af forðast að hugsa um hvað við
gerðum síðast, við hlustum bara á
það sem kallar á okkur og fylgjum
því.“
Sólrún segir tónlist Amiinu mikið
verða til í spuna. Fantômas-verkinu
megi reyndar skipta í tvennt, akúst-
ískari lögin, sem verða til í sameig-
inlegu flæði, og svo önnur sem eru
með sterkari taktfókus en þar hafi
Vignir oft komið með rafrænan
grunn sem unnið sé ofan á.
Framundan eru tónleikar víða.
„Við fórum til Danmerkur í haust,
héldum tvenna tónleika í Berlín og
aðra í Belfast. Um næstu mánaða-
mót leikum við í Belgíu, í apríl tök-
um við þátt í stóru Íslandshátíðinni í
Los Angeles og svo tekur við
tveggja vikna tónleikaferð um Hong
Kong og Kína, þar leikum við í sex
borgum og það verður spennandi.“
„Einhver draugur í þessu verki“
Ljósmynd/Ísleifur Elí Vignisson
Amiina „Þetta er nokkuð sveigjanleg hljómsveit,“ segri Sólrún Sumarliðadóttir. Þessi útgáfa leikur Fantômas-
verkið en það eru þau Guðmundur Vignir Karlsson, Magnús Tryggvason Elíassen, Sólrún og María Huld Markan.
Hljómsveitin Amiina flytur tónlistina
við kvikmyndina Fantômas í Húrra
Flytja tónlistina víða um lönd
Þegar greint var á dögunum frá til-
nefningum til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna kom í ljós að með-
limir Amiinu voru tilnefndir til sjö
verðlauna. Fantomas Amiinu fékk
tilnefningu sem plata ársins,
Magnús Trygvason Elíassen er til-
nefndur til þrennra verðlauna með
hljómsveitinni AdHd, sem hann er
líka í, María Huld er tilnefnd fyrir
tónverk ársins og Vignir er félagi í
kammerkórnum Scola Cantorum
sem tilnefndur er til tvennra verð-
launa. Sýna tilnefningarnar ekki
glögglega
fjölbreyti-
legan bak-
grunn með-
limanna?
„Jú. Við
fengum til-
nefningar í
öllum flokk-
um nema poppi og rokki, þetta er
fjölhæfur hópur með breiðan bak-
grunn, enda getum við leyft okkur
að fara í allar mögulegar áttir,“
segir Sólrún Sumarliðadóttir.
Sjö tilnefningar til verðlauna
FJÖLHÆFIR MEÐLIMIR Í HLJÓMSVEITINNI AMIINA
Umslag Fantômas.
Ungverska kvikmyndin A Teströl
és Lélekröl í leikstjórn Ildikó
Enyedi hlaut Gullbjörninn á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín sem lauk
um liðna helgi. Kvikmyndin er fal-
leg ástarsaga sem gerist í slátur-
húsi þar sem tvær manneskjur
dreymir ítrekað sama drauminn.
Fyrirfram var talið að gaman-
myndin Toivon tuolla puolen í
leikstjórn finnska leikstjórans Aki
Kaurismäki myndi hljóta verð-
launin, en Kaurismäki fékk Silfur-
björninn fyrir leikstjórn sína.
Við verðlaunaafhendinguna
sagði Paul Verhoeven, formaður
dómnefndar, að dómnefndin hefði
„gjörsamlega heillast af“ A Test-
röl és Lélekröl og bætti við að
myndin fjallaði um „tvær mann-
eskjur sem á ótrúlegan hátt ná
saman“.
Ildikó Enyedi þakkaði hátíðinni
fyrir að taka opnum örmum fyrstu
kvikmyndinni í fullri lengd sem
hún gerir í 18 ár. Hún sagði
starfsskilyrði kvikmyndagerðar-
fólks í Ungverjalandi sífellt fara
versnandi undir stjórn Viktors Or-
ban forsætisráðherra. „Við lifum í
landi sem verður sífellt fáránlegra
og ógnvænlegra,“ sagði Enyedi í
samtali við blaðamenn að verð-
launaafhendingu lokinni.
AFP
Þakklát Ildikó Enyedi með Gullbjörninn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðar-
innar í Berlín, sem hún hlaut fyrir kvikmyndina A Teströl és Lélekröl.
Ástarsaga úr sláturhúsi
hlaut Gullbjörninn