Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt landÁratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Á síðustu árum hef- ur orðið mikil alþjóð- leg vakning um það að við verðum að virða, vernda og hlú að líf- ríkinu í kringum okk- ur: Dýrum hvers kon- ar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flór- unni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það, að við berum tilhlýðilega virð- ingu fyrir því stórkostlega lífríki, sem góður Guð hefur lagt okkur til, annað er það, að án þessa líf- ríkis værum við sjálf ekki til; Það verður engin varanleg velferð manna, án þess, að velferð lífrík- isins sé jafnframt tryggð. Við bætist, að stór hluti lífver- anna í kringum okkur og með okk- ur, eru í grundvallaratriðum skap- aður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform, en við. Menn leyfa sér að gera til- raunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurn- ingum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota nið- urstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mann- fólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um tengsl okkar við þessi blessuðu dýr? Nánast búið að útrýma risum úthafanna Upp úr 1920 voru um 400- 500.000 hvalir í úthöfum heims. Á næstu 20 árum var þeim fækkað með veiðum og drápi niður í 300.000. Eftir stríðið tók við stór- sókn á hendur þessum blessuðu og stórkostlegu en varnarlausu ver- um, þannig, að um 1970 var heild- arstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. 90% voru fall- in í árásum grimmra, miskunn- arlausra og gráðugra veiðimanna. Voru menn orðnir óðir! Á síðustu stundu greip þó Al- þjóðahvalveiðiráðið, Guði sé lof, í taumana og bannaði allar hval- veiðar í atvinnuskyni. Létti dýra-, náttúru- og umhverfisvernd- arsinnum, í þeirri trú, að menn og ríki myndu virða bannið, en því miður reyndust þrjár þjóðir skiln- ingslausar á ástandið og tilfinn- ingalausar gagnvart þeirri óbæt- anlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna, sem hér var að eiga sér stað; Japanir, Norðmenn og Ís- lendingar. Hefur því hvölum ekki fjölgað nema upp í 60-80.000 á síð- ustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hörmungarsaga! Fyr- ir 100 árum vori þeir um 500.000! Háþróaðar verur Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vinar- og fjöl- skylduböndum, gleðj- ast og hryggjast, kvíða fyrir og hræð- ast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungurinn, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – hann virðist jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vit- undar- og tilfinningastigi. Auk þess, eru þessi dýr full af friðsemi, jafnvel elsku á mönnum og öðrum dýrum. Hversu tilfinningalausir mega þeir menn vera eða gráðugir, sem ganga í að drepa þessi dýr, svo heiftarlega, að við útrýmingu liggur!? Höfrungurinn er eitt ástsælasta dýr jarðarinnar. Vegna vitsmuna, gleði og leikaraskapar, snilldar í flóknum þrautum og elsku á öðrum lífverðum. Börn og unglingar um allan heim elska höfrunginn. Reyndar fólk á öllum aldri líka. Ég fékk það staðfest í vikunni, að ár hvert er verið að drepa töluverðan fjölda höfrunga fyrir Norðaust- urlandi „skv. gamalli hefð“. Eru þeir menn, sem þetta stunda og þetta leyfa ekki með öllum mjalla!? Ef þetta kæmist í heimsfréttirnar, gæti þetta leitt yfir okkur slíka reiði- og mótmælaholskeflu, að hún hálfdrekkti okkur. Þúsundir Ís- lendinga hafa starf og góðar tekjur af friðsamlegri hvalaskoðun ferða- manna. Er það gott mál. Ef þessir ferðamenn vissu, að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu ris- um úthafanna, meira að segja á al- gjörlega brostnum og glórulausum efnahagslegum forsendum, er hætt við, að þel manna mundi snúast. Í raun eru þessar hvalveiðar tíma- sprengja, sem getur sprungið í andlitið á okkur, hvenær sem er!! Þorgerður Katrín, bættu úr misgjörðum forvera þinna Ég – og að ég hygg – allir góðir menn og hvala- og jarðarvinir setj- um nú allt traust okkar á þig, Þor- gerðu Katrín, vaska, unga en reynda og klára konu, með það, að sá glórulausi ófögnuður, sem hvaladrápið er og lánlausir for- verar þínir í þessu máli settu af stað – verði stöðvaður. Áður en sprengjan springur. Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skar- ið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga í íslenzkri fiskveiði- lögsögu, myndi það vekja jákvæða athygli um allan heim, og hvetja og örva aðra í umhverfisvernd. Í stað andúðar og óvildar, myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa út- hafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Íslendinga. Betri aug- lýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá! Við getum glatt milljónir manna um allan heim Eftir Óla Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt » 1920 voru 400- 500.000 hvalir í út- höfunum en um 1970 voru 90% fallin og eftir voru um 40-50.000! Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Hjá Vegagerðinni eru menn góðir í að brúa ár og læki, en þegar kemur að umferðarbrúm, þá nær vitið skammt. Einhver ætti að segja þeim, að þess konar brýr eiga að greiða fyrir umferð, bæði undir og yfir. Í stað þess að setja umferð- arlykkjur að og frá fyrir þann umferðarþunga sem minni er, setja þeir umferðar- ljós eða hringtorg. Þannig eru öll mislæg gatnamót á leiðinni til Keflavíkur. Kannski er öll vitleysan eins! Kristján Hall. Er rekstrarumhverfið byggt á veikum grunni? Margir hafa áhyggjur af því að hér sé að myndast ótraust rekstr- arumhverfi, þ.e. svipað og var fyr- ir hrun með mikilli skuldsetningu og ýmsum rekstrarsnúningum. Ef svo er og glansmyndin rofn- ar, þá verður væntanlega hlaupið frá öllu saman sem fyrr og við- komandi rekstrareiningar síðan endurreistar með afskriftum og nýrri kennitölu. Að þessum þáttum þurfa stjórnvöld og eftirlitsstofnanir að huga. Uppblásið rekstrarumhverfi án traustra innviða bitnar einna helst á almenningi með hækkun á vöru og verðtryggðum lánum sem og uppsprengdu íbúðarverði varð- andi kaup sem leigu. Það er hagvöxtur í landinu en lítil framleiðniaukning, hvað veld- ur ? Á árinu 2016 voru 2.666 einka- félög stofnuð hér á landi og 1.027 skráð í gjaldþrot. Sterkir innviðir í rekstrar- umhverfinu eru okkur nauðsyn- legir, ekki lausung út og suður eins og svo oft áður, sem hefur keyrt okkur ítrekað um koll með djúpum hagsveiflum sem við meg- um ekki við með nokkru móti. Áhyggjufullur borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Umferðarbrú við Hafnarfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.