Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Það lá jólapakki
á eldhúsborðinu
hjá mér frá því um
jólin og til enda janúar. Ég
fékk mig ekki til að opna hann
enda var hann ekki til mín. Á
merkimiðanum stóð skýrum
stöfum: „frá Kötu, til stjúpu“
og það var stjúpa mín sem átti
að fá hann. Ég vissi svo sem al-
veg að hún myndi aldrei fá
hann, hún hafði farið á spítala
mjög veik rétt fyrir jól og ég
gerði mér grein fyrir að enda-
lokin gætu verið nærri. En
pakkinn lá þarna og minnti mig
á hana stjúpu mína. Ég hugsaði
til þess þegar hún kom inn í líf
mitt. Ég var ellefu ára, að
verða tólf. Pabbi hafði kynnst
nýrri konu og ég fór með henni
í bæinn. Við röltum um og sett-
umst svo inn á kaffihús ofar-
lega á Laugaveginum. Ég
kunni vel við hana frá fyrstu
kynnum og skildi vel af hverju
pabbi minn sá ekki sólina fyrir
henni. Ég spurði hana hvað ég
gæti kallað hana og hún benti
mér á að hún héti náttúrlega
María og væri kölluð Lóló, en
sagði svo að ég mætti kalla
hana hvað sem ég vildi nema
bara ekki stjúpu, það minnti
hana á vondu stjúpurnar í æv-
intýrunum. Eftir þetta kallaði
ég hana stjúpu, fyrst í stríðni,
sem hún tók vel en síðan
breytti orðið um merkingu, í
augum okkar beggja, af því að
María Ingiríður
Jóhannsdóttir
✝ María Ingiríð-ur Jóhanns-
dóttir (Lóló) fædd-
ist 11. september
1923. Hún lést 28.
janúar 2017.
María var jarð-
sungin 14. febrúar
2017.
hún var „stjúpa
mín“ sem reyndist
mér vel til síðasta
dags. Á viðkvæm-
um unglings- og
menntaskólaárum
var hún mér alltaf
stoð þegar á
reyndi. Hún var
líka víðlesin og oft
á tíðum sátum við
heilu kvöldstund-
irnar og ræddum
fram og til baka um lífið og til-
veruna. En hún var ekki bara
stjúpa mín því að í augum
barna systur minnar var hún
sönn amma og reyndist þeim
alla tíð sem slík. Hún gerði ekki
upp á milli barnabarna sinna,
eins og hún sagði, og skipti þá
skyldleikinn engu máli heldur
var kærleikurinn í fyrirrúmi.
Pabba var hún sannur og góður
lífsförunautur í 16 ár, þar til
hann féll frá 1992 og stóð eins
og klettur við hlið hans í gegn-
um veikindi hans. Þegar ég
kvaddi hana á spítalanum þar
sem hún lá í janúar þá hélt hún
í höndina á mér og minnti mig
á hver sýn hennar á lífið og
dauðann hefði alltaf verið þegar
hún sagði ákveðin: „Kata mín,
við hittumst aftur, bara ekki í
þessum heimi, þú veist hvernig
ég trúi að hlutirnir séu.“ Þetta
er falleg sýn og ég trúi því að
hún hafi leitt þau saman aftur,
stjúpu og pabba, bara ekki í
þessum heimi.
Daginn eftir að stjúpa féll frá
opnaði ég pakkann. Í honum
var uppáhalds handáburðurinn
minn og handgerð sápa með
rósailmi frá Finnlandi sem
munu halda áfram að minna
mig á mýktina og fegurðina
sem fylgja þeim tengslum sem
byggjast á hlýju og kærleika.
Blessuð sé minning stjúpu
minnar.
Katrín Anna Lund.
Yndisleg frænka mín og vin-
kona lést 28. janúar. Frá því ég
man eftir mér var Lóló alltaf til
staðar í lífi mínu. Hún reyndist
mér ætíð sem góð móðir og mér
þótti afar vænt um hana.
Eiginkona Jóhanns Magnús-
sonar og fósturmóðir Lólóar,
Kristín Magnúsdóttir hjúkrun-
arkona, var föðursystir móður
minnar, Kristínar Friðbjörns-
dóttur. Báðar voru þær frá Dal-
vík. Mikill samgangur var á
milli þessara heimila skyld-
menna minna í Neskaupstað en
mamma var skírð eftir Kristínu
og var ætíð kölluð Nafna heima
hjá mér. Ég man vel eftir því
þegar Lóló og fjölskylda henn-
ar bjuggu í Stjörnunni og Jens
Pétur, fjórða barn Lólóar og
Jóhanns, fæddist. Þá var pabbi
á vertíð fyrir sunnan og við
mæðgur bjuggum hjá Lóló um
tíma og mamma létti undir með
henni. Þetta var ekki einungis
eftirminnilegur tími fyrir mig
að vera innan um barnmarga
fjölskyldu heldur gerðist það
líka að ég týndist. Um það leyti
sem leit var að fara af stað fann
Lóló frænka mig sofandi uppi á
háalofti í nýju stígvélunum mín-
um. Eftir þetta kallaði hún mig
ætíð „barnið mitt“ allt fram á
síðasta dag og oft fylgdi fyrr-
greind saga með.
Þegar ég hóf nám í Reykja-
vík leiddist mér óumræðilega í
höfuðborginni. Þá tóku mamma
og Lóló til sinna ráða. Lóló
breytti íbúðinni sinni og ég
flutti inn til hennar og sona
hennar. Ég var komin heim.
Lóló vann alltaf langan vinnu-
dag og hefur án efa oft verið
mjög þreytt. Lífið lagði henni
þungar byrðar á herðar en hún
kvartaði ekki en tók hverjum
degi með æðruleysi. Ég bauð
vinum heim og hélt partý, auð-
vitað með leyfi Lólóar, en það
sýnir hve hún var umburðar-
lynd. Hún tók svo eftir að einn
strákurinn var farinn að venja
komur sínar ansi oft til mín og
þá var ég tekin á eintal. Þar
urðum við sammála um að
bjóða umræddum heim til að
Lóló gæti kynnst honum. Allt
fór það vel og er sá eiginmaður
minn í dag.
Eftir lát foreldra minna var
hún strengurinn minn til okkar
sameiginlegu fortíðar og ætt-
menna okkar fyrir austan og
norðan og þreyttist hún ekki á
að fræða og segja mér frá. Hún
var stálminnug og eldklár. Hún
fór með ljóð utan að og las mik-
ið. Mikið af fallegri handavinnu
liggur eftir hana en dagarnir
urðu langir þegar hún var orðin
svo sjóndöpur að hún gat ekki
lesið eða gert neitt í höndunum.
Mörgum fannst við vera líkar í
útliti og var ég stolt af því.
Ég gat launað henni um-
hyggju hennar núna síðustu ár-
in og heimsótti hana reglulega.
Þá urðum við vinkonur þótt
hún færi stundum í móðurhlut-
verkið og reyndi að hafa vit
✝ Finnur Óskars-son fæddist á
Seyðisfirði 24.
mars 1944. Hann
lést á Landspítal-
anum í Fossvogi 14.
febrúar 2017.
Foreldrar Finns
voru Sigrún Guð-
jónsdóttir hús-
móðir, ættuð af
Jökuldalsheiði, f.
24.5. 1907, d. 12.10.
1997 og Óskar Finnsson verka-
maður, ættaður úr Eyjafirði, f.
22.5. 1902, d. 4.10. 1951. Systk-
ini Finns eru: 1) Þórdís Jóna, f.
1934, 2) Guðrún María, f. 1935,
3) Fanney Jórunn, f. 1938, 4)
Hrafnhildur, f. 1941, 5) Guðjón,
tvíburabróðir, f. 1944, d. 2009,
og 6) Elín, f. 1949.
Finnur kvæntist 26. ágúst
1967 Ingu S. Sigurðardóttur frá
Akureyri, f. 27. ágúst 1946.
Foreldrar hennar voru hjónin
Klara Jóhanna Ingibjörg Nil-
sen, húsfrú frá Akureyri, f. 5.6.
1905, d. 9.2. 1992, og Sigurður
Pétur Eiríksson, verkamaður
frá Vopnafirði, f. 16.11. 1907, d.
13.10. 1989. Inga lést 8. nóv-
ember 2007. Finnur og Inga
eignuðust þrjú börn: 1) Óskar,
f. 12. apríl 1967, kvæntur Maríu
Hjaltadóttur, f. 27. október
1963, búsett í Garðabæ. Þau
eiga 3 börn. 2) Sig-
urður, f. 2. október
1968, búsettur í
Kópavogi. Hann á
tvær dætur. 3) Rut,
f. 19. september
1977, sambýlis-
maður hennar er
Andrew Blackwo-
od, f. 30.janúar
1977, búsett í
Bandaríkjunum.
Þau eiga 3 börn.
Finnur var fæddur og uppal-
inn á Seyðisfirði. Sem ungling-
ur fór hann tvisvar á vertíð til
Vestmannaeyja og var þá til
sjós. Ungur keypti hann vörubíl
sem hann ók um það leyti er
hann og Inga tóku saman. Hann
gerði út vörubílinn til ársins
1966. Finnur og Inga bjuggu
fyrstu 32 hjúskaparárin á Seyð-
isfirði. Finnur vann í nokkur ár
hjá Rarik. Um tíma var hann
vörubílstjóri fyrir fiskvinnsl-
una. Finnur var verkstjóri hjá
Hafsíld í fjölda ára. Aftur lá
leið hans í fiskvinnsluna uns
Finnur og Inga fluttu til
Reykjavíkur árið 1999 þar sem
hann starfaði hjá Skeljungi út
starfsævina.
Útför Finns verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 22. febr-
úar 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku pabbi. Allt mikilvægt
sem ég hef lært í lífinu hef ég
lært af þér. Þú skilur eftir
sterka nærveru sem ég veit að
á eftir að leiðbeina mér áfram í
lífinu.
Takk fyrir allt og allt.
Rut.
Kæri bróðir.
Okkur setti hljóð þegar bár-
ust þær fréttir að þú værir far-
inn yfir móðuna miklu. Við töl-
uðum saman fyrir nokkrum
dögum og mér fannst þú ótrú-
lega frískur og líkur sjálfum
þér.
Þú hefur þurft að glíma við
vanheilsu um skeið. Þú, Finnur,
sem alltaf varst svo hraustur,
þú fékkst aldrei flensu, um-
gangspestir beygðu út í skurð
ef þær mættu þér, þú misstir
sko ekki marga daga úr vinnu
um ævina.
Átthagarnir, Seyðisfjörður,
voru þér alltaf ofarlega í huga.
Það var þér svo mikils virði að
fá fréttir af gangi mála að aust-
an. Þið Inga áttu líka góða
daga á ykkar fallega heimili á
Seyðisfirði. Þar settist maður
oft að glæsilegu matborði, Inga
var snillingur í matargerð.
Það var mikil breyting fyrir
ykkur að flytja suður, en þið
voru ótrúlega fljót að aðlagast.
Flutningurinn breytti líka
miklu fyrir ykkur bræður, þið
höfðuð aldrei verið lengra hver
frá öðrum en svo að þið gátuð
kallað hver í annan. Milli ykkar
voru sterkar taugar sem héldu
fast í lífsins ólgusjó. Þið tvíbur-
arnir voruð aðeins sjö ára þeg-
ar pabbi kvaddi þennan heim.
Það hefur verið mikils virði fyr-
Finnur Óskarsson
Bróðir okkar og mágur,
KRISTINN AUÐBERGUR PÁLSSON
bifreiðastjóri,
Silfurbraut 25,
Höfn, Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn,
þriðjudaginn 14. febrúar.
Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn, föstudaginn 24.
febrúar klukkan 11.
Svanhvít Pálsdóttir Ingiberg H. Jónsson
Jón Ingi Pálsson Erla G. Einarsdóttir
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Laugarásvegi 23,
lést á Landakotsspítala 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
24. febrúar klukkan 15.
Ingibjörg Ásta Pétursdóttir Þorsteinn Bergsson
Gróa Þóra Pétursdóttir Heimir Sigurðsson
Pjetur Nikulás Pjetursson Elsa Magnúsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÞÓRSSON,
Nesgötu 36, Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
miðvikudaginn 15. febrúar.
Útför fer fram í Norðfjarðarkirkju mánudaginn
27. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð.
Jóna Torfhildur Ingimarsdóttir
börn hins látna og fjölskyldur
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
REBEKKA MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR,
Bebba eða Magga,
lést á líknardeild Landspítalans síðastliðið
laugardagskvöld. Hún verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn
24. febrúar klukkan 15.
Dúddi, Hanna, Heddi og Nanna,
makar og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar hjartkærrar
móður okkar,
EDDU KRISTJÁNSDÓTTUR,
fyrrverandi framhaldsskólakennara,
Hvassaleiti 97.
Kristján, Helga, Anna, Jón, Friðrik, Einar
og fjölskyldur
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR ZOEGA,
lögg. endurskoðandi,
Þorragötu 7, Reykjavík,
lést 17. febrúar.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 24. febrúar klukkan 13.
Hebba Herbertsdóttir
Gylfi Zoega Marta Guðrún Skúladóttir
Gunnar Már Zoega Inga Sif Ólafsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HARALDAR VALSTEINSSONAR,
fv. útibússtjóra
hjá Landsbanka Íslands.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir einstaka umönnun
og hlýju í hans garð.
Halldóra Sveinbjörnsdóttir
Heimir V. Haraldsson Hrönn Hilmarsdóttir
Halla V. Haraldsdóttir Viðar Karlsson
Guðmundur P. Haraldsson Sara Fuxén
Valsteinn Haraldsson Berglind B. Hreinsdóttir
Ragna K. Haraldsdóttir Magnús Bjarklind
og aðrir aðstandendur
Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
fráfall og útför
MARÍU FINNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Furugerði 1, Reykjavík.
Málfríður Finnsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN HALLDÓRA
HALLDÓRSDÓTTIR,
áður til heimilis að Flókagötu 51,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi
18. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 3. mars
klukkan 13.
Ragnhildur Þórarinsdóttir Bergur Benediktsson
Guttormur B. Þórarinsson Ástríður V. Traustadóttir
Margrét H. Þórarinsdóttir Magnús Þ. Karlsson
ömmubörn og langömmubörn