Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Óeirðir brutust út í Rinkeby-hverf- inu í Stokkhólmi á mánudagskvöld þegar lögreglan gerði tilraun til að handsama eftirlýstan mann. Sam- kvæmt Politiken er Rinkeby-hverfið staðsett um 15 kílómetra norðvest- ur af miðborginni og er hlutfall inn- flytjenda í hverfinu hátt. Hópur ungmenna gerði þar aðsúg að lögreglunni, kveikti í bílum, braut rúður á veitingastöðum og verslunum og gekk um rænandi og ruplandi. Kom til átaka milli lög- reglunnar og óeirðaseggja, sem köstuðu grjóti og öðru lauslegu að lögreglunni. „Lögreglan þurfti að grípa til skotvopna en um tíma skapaðist ástand þar sem lögreglumaður taldi sig knúinn til að beita skotvopni sínu,“ sagði Lars Bystrom, talsmað- ur lögreglunnar í Stokkhólmi. „Enginn hefur enn fundist slas- aður sökum þess að beita þurfti skotvopni en lögreglan hefur sent fyrirspurn til spítala á svæðinu hvort einstaklingur með skotsár hafi leitað til þeirra.“ Eignatjón er töluvert en kveikt var í átta bílum og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Daginn eftir ummæli Trumps Óeirðirnar í Stokkhólmi brutust út aðeins einum degi eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vís- aði til Svíþjóðar sem dæmis um land í vanda vegna straums innflytj- enda og vísaði þar til innflytjenda- stefnu Svíþjóðar. Sagði forsetinn tengsl vera milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda innflytjenda og eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína um helgina. Ummælum Trumps var svarað á opinberum Twitter-reikningi sænskra stjórnvalda á mánudaginn þar sem Donald Trump var þakkað fyrir hugulsemina. Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur því Svíþjóð væri í góðu lagi. Nokkrum klukkutímum síðar hófust óeirðir í úthverfi Stokkhólms. Azita Raji, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Svíþjóð, sagði í samtali við CNN um málið að ekki væri að sjá að samhengi væri milli glæpa og aukins fjölda innflytjenda í Svíþjóð. Raji var fyrsta konan og fyrsti Bandaríkja- maðurinn af írönskum ættum til að gegna stöðu sendiherra fyrir hönd Bandaríkjanna í Svíþjóð. Ráðist á blaðaljósmyndara Ástandið í Rinkeby stóð ekki lengi yfir en lögreglunni tókst að ná tökum á ástandinu á rúmum fjórum klukkutímum. Mörgum var þó brugðið og skapaðist um tíma veru- leg hætta á svæðinu. „Fólk hefði getað dáið,“ segir Chaima Hakam, búðareigandi í Rin- keby. Hann ákvað að grípa sjálfur til aðgerða og reyndi að stöðva hóp- inn sem veittist að honum og lét höggin dynja á honum þar sem hann lá í götunni. „Ég hringdi strax í 112 og lét lög- regluna vita. Hún kom ekki. Seinna frétti ég að lögreglumennirnir hefðu setið inni í bílunum sínum og horft á aðgerðalausir. Það er ótrú- legt að þeir hafi ekki gert neitt á meðan stríðsástand ríkti á torginu,“ segir Cahima Hakam. Ljósmyndari frá Dagens Nyheter varð einnig fyrir óeirðarseggjum en hann segir að fimmtán manns hafi ráðist á hann við störf sín þar sem hann var mættur á vettvang til að skrásetja óeirðirnar í myndum. „Ég var kýldur í andlitið og það var sparkaði í mig. Áverkarni voru slíkir að ég þurfti að eyða nóttinni á spítala,“ sagði ljósmyndarinn sem ekki vildi koma fram undir nafni. Ekki í fyrsta sinn í Rinkeby Rinkeby er eitt nokkurra svæða þar sem óeirðir brutust út árið 2013 en þá var kveikt í meira en 30 bílum hverja einustu nótt meðan á óeirð- unum stóð og slösuðust bæði lög- reglumenn og óeirðarseggir. Svæð- ið er eitt af 15 sem sænska lögreglan hefur skilgreint sem varasamt svæði í skýrslu sem kom út árið 2015. Lögreglan hefur þó neitað öllum ásökunum um að svæðið sé skilgreint sem sérstakt hættusvæði. Óeirðir í úthverfi Stokkhólms  Lögreglan í Stokkhólmi greip til skotvopna þegar aðsúgur var gerður að henni við skyldustörf  Kveikt var í bílum, rúður á verslunum og veitingastöðum brotnar og ráðist á ljósmyndara Óeirðir Lögreglan í Stokkhólmi þurfti að kalla til varalið þegar til átaka kom á milli lögreglu og óeirðaseggja í úthverfi borgarinnar Rinkeby á mánudag. asdf asdf asdf asdf Eldur Kveikt var í bílum og rúður brotnar í verslunum og veitingastöðum. Norðmenn vilja eiga sæti við samn- ingsborðið þegar Bretar og Evrópu- sambandið setjast niður til að semja um útgöngu Bretlands úr samband- inu. Þetta kemur fram á vef indep- endent þar sem haft er eftir Frank Bakke-Jensen, ráðherra Noregs í Evrópumálum. Frank hélt ræðu á opnum fundi fyrir sendiherra Evr- ópusambandsins í Oslo. Þar nefndi hann vilja Norðmanna til að hafa möguleikann á því að vera hluti af ákvörðunum Evrópusambandsins og Bretlands, þá sérstaklega hvað varð- aði innri markaðinn. „Það hefur legið fyrir að við ætl- um að hafa gott samstarf bæði við Evrópusambandið, Norðmenn og Breta. Það liggur fyrir að við viljum gæta hagsmuna okkar í öllu þessu. Það eru mjög margar hliðar á þessu, en ef EES-ríkin sitja við borðið þá verðum við að sjálfsögðu þar líka, “ segir Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið. AFP Útganga Norðmenn vilja koma að viðræðum Breta og Evrópusambandsins. Norðmenn vilja sæti við samningsborðið  Vilja gæta hagsmuna Noregs í Brexit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.