Morgunblaðið - 22.02.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 22.02.2017, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Við stefnum á að gefa út hátt í 30 bækur á árinu þannig að það er ínægu að snúast,“ segir Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóri bóka-útgáfunnar Sölku, sem hún á ásamt Önnu Leu Friðriksdóttur. Þegar er komin út argentínska skáldsagan Rútan en hún fjallar um þorp sem enginn getur yfirgefið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Bókin kom út á sömu dögum og Donald Trump reyndi að loka Bandaríkjunum fyrir ákveðnum hópi fólks þannig að bókin minnir óþægilega á stöðuna í dag. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók um fjallvegahlaup sem segir frá 50 spennandi leiðum um íslenska fjallvegi. Ég stefni á að fara a.m.k. tvo eða þrjá fjallvegi í sumar en svo kemur það í ljós hvort ég hlaupi þá eða gangi.“ Þótt Dögg reki eigin bókaútgáfu þá hefur hún í nógu öðru að snúast. Hún er formaður stjórnar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og var að byrja með vikulegan sjónvarpsþátt á Hringbraut um viðskipta- mál og fór fyrsti þátturinn í loftið sl. mánudagskvöld. „Ég er einnig með Gæruna ehf. sem hannar og selur íslenska lamba- pelsa. Ég var búin að hugsa mikið um hvers vegna enginn væri að fram- leiða íslenska lambapelsa svo ég ákvað að gera það bara sjálf. Við byrj- uðum að selja pelsana fyrir rúmu ári í Epal og Kraum og við erum mjög ánægðar með viðtökurnar. Ég kem til með að fagna afmælinu mínu um helgina en ég kem nú til með að skála eitthvað fyrir afmælinu mínu í dag. Það er nauðsynlegt að gera vel við sig í tilefni dagsins.“ Eiginmaður Daggar er Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg. Börn þeirra eru Agnes 18 ára, Freyja 7 ára og Rán 10 mánaða. Í Bráðræðisholti Dögg er með fjórar hænur í garðinum hjá sér. „Þær eru ánægðar með veturinn og hafa nóg að éta í grænum garðinum.“ Með marga bolta á lofti auk Sölku Dögg Hjaltalín er fertug í dag Morgunblaðið/Ófeigur B Bernhard Örn Pálsson fæddist í Reykjavík 22.2. 1957 og ólst upp í Safamýrinni og síðan í Garðabænum. Hann var í Æfingadeild Kennaraskólans, Garðaskóla í Garðabæ, lauk stúdents- prófi af tveimur brautum frá MH 1975 og stundaði jafnframt gítarnám hjá Eyþóri Þorlákssyni: „Ég fékk skákdellu á unglingsárum og spilaði töluvert brids á menntaskólaárunum en þessi áhugamál komu og fóru – nema ég tek stundum í spil á Íslandi. Í Kaliforníu spilar enginn brids. Hins vegar spila ég enn á gítar í partíum og fyrir sjálfan mig. Ég á líka góðan 35 tonna bát sem ég þvælist á um San Diego-flóann og kem í laxveiði á Íslandi á hverju sumri.“ Bernhard lauk fyrrihlutaprófi í efnaverkfræði við HÍ 1977, BSc.ChemE.-prófi frá University of Kansas í Lawrence í Bandaríkjunum 1979, með hæstu einkunn, og lauk doktorsprófi í efnaverkfræði við Uni- versity of Wisconsin-Madison, árið 1984. Bernhard var stundakennari í efnafræði við Vélskóla Íslands 1976 og 1977 og við MT og vann á sumrin við Rannsóknastofnun Háskóla Ís- lands. Hann var aðstoðarprófessor við University of Michigan í Ann Ar- bor 1984-89, George Granger Brown- prófessor þar 1990-95 og hefur verið Galletti-prófessor í lífefnaverkfræði við University of California í San Diego frá 1995 og auk þess prófessor við læknadeild sama skóla frá 2013. Bernhard var einn af stofnendum Aastrom Biosciences Inc. en starf- semin hefur einkum snúist um að rækta upp beinmerg úr fólki. Bernhard var aðstoðarforstjóri þróunarsviðs Aastrom Biosciences 1994-95. Fyrirtækið var skráð á Nas- daq 1997 og Bernhard er því fyrsti Ís- lendingurinn sem er stofnandi fyrir- tækis sem er skráð á Nasdaq. Hann var jafnframt ráðinn við Keio Uni- versity í Tókýó árin 2005 til 2010, KA- IST í Kóreu árin 2008 til 2011 og hef- ur verið gestaprófessor við Háskóla Íslands þar sem hann hefur veitt for- stöðu Kerfislíffræðisetri háskólans, samstarfsverkefni heilbrigðisvís- indasviðs og verkfræði- og náttúru- vísindasviðs HÍ. Árið 2008 veitti Evr- ópska rannsóknarráðið verkefninu stærsta rannsóknarstyrk til ein- staklings sem Háskóla Íslands hafði hlotnast. Bernhard var valinn til að veita forstöðu nýrri rannsóknarmiðstöð við Dr. Bernhard Örn Pálsson, prófessor og forstöðumaður – 60 ára Í Austurstræti Bernhard með börnunum, Shireen Maríu framkvæmdastjóra og Sirus Bernhard verkfræðingi. Frumkvöðull við rann- sóknir í lífefnaverkfræði Tveir þekktir Bernhard sýnir Jóa- kim Danaprins ný húsakynni hjá Rannsóknarstöð DTU. Reykjavík Anton Máni Mar- geirsson fæddist í Reykjavík 26. febrúar 2016. Hann vó 3.620 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Dagbjört Helga Daníelsdóttir og Mar- geir Guðbjartsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.