Morgunblaðið - 22.02.2017, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Árið 1976 hrifsaði herinn íArgentínu völdin í land-inu og hélt þeim til 1983.Meðan herinn var við
völd hratt hann af stað herferð
gegn andstæðingum sínum. Settar
voru upp leynilegar fangabúðir fyr-
ir grunaða andófsmenn. Þúsundir
hurfu sporlaust og talið er að á
milli tíu og þrjátíu þúsund almenn-
ir borgarar hafi verið drepnir. And-
rúmsloft þessara ára kúgunar og
ógnarstjórnar er viðfangsefni
Eugeniu Almeida í fyrstu skáld-
sögu hennar,
Rútunni, sem í
upphafi árs kom
út í íslenskri
þýðingu Katrínar
Harðardóttur.
Sagan gerist í
litlu þorpi á
landsbyggðinni.
Dag einn er rút-
unni, sem dag-
lega kemur til
bæjarins, ekið í gegn án þess að
stoppa. Þetta veldur furðu bæjar-
búa. Þegar sagan endurtekur sig
safnast bæjarbúar saman til að
fylgjast með þegar von er á rút-
unni. Þeir vilja sjá hana blússa
gegnum bæinn án þess að nema
staðar. Þeim sem vilja komast í
burtu stendur ekki á sama, sér-
staklega ferðalangi og vinkonu
hans sem búa á hótelinu í bænum.
Í þokkabót hefur tálmi við lest-
arteinana verið bundinn niður að
fyrirmælum hersins og má ekki
lyfta honum þótt lestin sé farin hjá.
Það er ekki hægt að fara.
Fólk veit samt ekki hvað það á
að halda og veigrar sér við því að
forvitnast um of. Þegar líður á
flækjast málin. Í ljós kemur að
yfirvöld leita konu. Þorpsbúar velta
fyrir sér hvort um sé að ræða parið
á hótelinu, sem ákvað að ganga í
burtu eftir járnbrautarteinunum
fyrst rútan stoppaði ekki. Ekki er
ljóst hvers vegna sé verið að leita,
en fólk segir við sjálft sig að eitt-
hvað hljóti hún að hafa gert. Eins
og segir í neðanmálsgrein er þar
„vísað í orðtak sem notað var sem
afsökun fyrir að hjálpa ekki þeim
sem herinn nam á brott“ á tímum
herforingjastjórnarinnar.
„Þögnin er holl,“ segir lögreglu-
stjórinn síðar þegar gengið er á
hann og notar þar eins og aftur er
bent á í neðanmálsgrein kjörorð
herforingjastjórnarinnar til að
„þagga niður í þegnum landsins svo
óhæfuverk ríkisstjórnarinnar yrðu
ekki opinber“.
Herforingjastjórnin byggði völd
sín á lygum. Hún hélt því fram að
borgarastyrjöld geisaði í landinu og
réttlætti þannig herferðina gegn
andófsmönnum. Heimspekingurinn
Hannah Arendt lýsti því í viðtali
1974 hvernig lygar væru notaðar í
alræðisríkjum: „Um leið og fjöl-
miðlar eru ekki lengur frjálsir get-
ur allt gerst. Það sem gerir
alræðisríkjum eða einræðisríkjum
af öðrum toga kleift að stjórna er
að fólk er ekki upplýst. Hvernig er
hægt að hafa skoðun án þess að
vera upplýstur? Ef allir ljúga að
þér án afláts er afleiðingin ekki sú
að þú trúir lygunum, heldur að
enginn trúir neinu lengur. Þetta er
vegna þess að lygum þarf eðli
þeirra vegna að breyta og stjórn
sem lýgur þarf stöðugt að endur-
skrifa sögu sína. Viðtakandinn fær
ekki bara eina lygi – lygi sem hægt
er að styðjast við það sem eftir lifir
– heldur fjölda lyga, eftir því
hvernig hinn pólitíski vindur blæs.
Og þjóð sem ekki getur lengur trú-
að getur ekki gert upp hug sinn.
Hún er ekki bara svipt getu sinni
til aðgerða heldur líka til að hugsa
og dæma. Og við slíka þjóð er
hægt að gera það sem manni sýn-
ist.“
Argentínumenn létu herforingja-
stjórnina reyndar ekki fara með sig
að vild. Þegar sigið var á seinni
hluta áttunda áratugarins fóru
samtök kvenna, sem misst höfðu
börn sín og barnabörn, að halda
vikuleg mótmæli til að vekja at-
hygli á mannréttindabrotum í land-
inu og þegar kom fram á níunda
áratuginn jókst andstaðan.
En það er annað mál. Í raun má
segja að Almeida lýsi í skáldsögu
sinni ástandi í ætt við það, sem
Arendt talar um í viðtalinu. Hlið-
stæður má finna víða um þessar
mundir. Í Rússlandi Vladimírs Pút-
íns hefur frjáls fjölmiðlun verið
kveðin í kútinn. Í Bandaríkjunum
er sannleikurinn orðinn að bitbeini
Donalds Trumps forseta og fjöl-
miðla.
Þýðing bókarinnar er á heildina
litið góð, en þó eru á henni hnökrar
og hefði mátt lesa hana betur yfir.
Á einum stað er búin til fleirtala af
orðinu mylsnu. „ … snúa þau við á
staðnum og snúa við,“ stendur ann-
ars staðar. Ambögur eru fleiri og
hefði verið hægðarleikur að koma í
veg fyrir þær. Að því sögðu er
fengur að því að þessi áhrifaríka
bók skuli hafa verið þýdd á ís-
lensku.
Kúgun „Andrúmsloft þessara ára kúgunar og ógnarstjórnar er viðfangsefni
Eugeniu Almeida í fyrstu skáldsögu hennar, Rútunni,“ segir í rýni.
Eitthvað hlýtur
hún að hafa gert
Skáldsaga
Rútan bbbmn
Eftir Eugeniu Almeida.
Þýðing Katrín Harðardóttir.
Salka, 2017. Kilja 130 bls.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR
Forsvarsmenn bókaútgáfunnar
Simon & Schuster hafa rift útgáfu-
samningi við Milos Yiannopoulos,
ritstjóra hjá Breitbart-fréttaveit-
unni, vegna ummæla hans um
barnaníð. Yiannopoulos hafði feng-
ið greidda 250 þúsund dollara (tæp-
lega 28 milljónir króna) í fyrirfram-
greiðslu fyrir sjálfsævisöguna
Dangerous sem væntanleg var 13.
júní nk., skv. The Guardian.
Ákveðið var að rifta útgáfusamn-
ingnum eftir að ummæli Yianno-
poulos, þar sem hann virtist hvetja
til samræðis eldri manna og ungra
drengja allt niður í 13 ára, komust í
hámæli og vöktu hörð viðbrögð.
Ummælin lét hann falla í netútsend-
ingu og rötuðu þau í framhaldinu
sem vídeó á samfélagsmiðla. Þar
sagði Yiannopoulos að samræðis-
aldur væri ekki „svart/hvítt fyrir-
bæri“ og að sambönd „milli yngri
pilta og eldri karlmanna … gætu
verið stórkostlega jákvæð upp-
lifun“. Í netviðtalinu hafnar hann
því að um barnaníð sé að ræða hafi
13 ára unglingurinn tekið út kyn-
ferðislegan þroska. „Barnaníð felst
í því að dragast að börnum sem
ekki hafa náð kynþroska,“ er haft
eftir Yiannopoulos í netútsending-
unni. Þar gantast hann með að kaþ-
ólskur prestur hafi kennt sér ból-
fimi á yngri árum.
Yiannopoulos er þekktur fyrir
umdeild og hatursfull ummæli sín,
en hann hefur í gegnum tíðina ráð-
ist að múslímum, innflytjendum,
transfólki og konum. Ummæli hans
um barnaníð hafa fallið í grýttan
jarðveg og samkvæmt frétt The
New York Times hafa samstarfs-
félagar Yiannopoulos hjá Breitbart
hótað að segja upp verði honum
ekki vikið úr ritstjórnarstarfi.
Útgáfusamningi sagt upp
AFP
Umdeildur Samstarfsmenn hjá
Breitbart vilja að Yiannopoulos víki.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s
Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Fös 12/5 kl. 20:00 164. s
Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Fös 19/5 kl. 20:00 165. s
Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Lau 20/5 kl. 20:00 166. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Úti að aka (Stóra svið)
Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn
Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn.
Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s
Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s
Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Sun 30/4 kl. 13:00 42. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Lau 25/2 kl. 13:00 7. sýn Lau 4/3 kl. 13:00 9. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls.
Sun 26/2 kl. 13:00 8. sýn Sun 5/3 kl. 13:00 10. sýn
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Illska (Litla sviðið)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar
Fórn (Allt húsið)
Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn
Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn
Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið
Salka Valka (Stóra svið)
Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar. Síðasta sýning.
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00
Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00
Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30
Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Fös 24/2 kl. 19:30 Lau 4/3 kl. 19:30
Síðustu sýningar!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fim 23/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Lau 25/2 kl. 19:30 Fös 3/3 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30
Sýningum lýkur í mars!
Gott fólk (Kassinn)
Lau 25/2 kl. 19:30
Síðustu sýningar!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00
Sun 26/2 kl. 16:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00
Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 13:00
Sun 5/3 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 16:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 23/2 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 22:30 Lau 11/3 kl. 22:30
Fös 24/2 kl. 20:00 Lau 4/3 kl. 20:00 Fim 16/3 kl. 20:00
Fös 24/2 kl. 22:30 Lau 4/3 kl. 22:30 Fös 17/3 kl. 20:30
Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 9/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 23:00
Lau 25/2 kl. 22:30 Fös 10/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30 Lau 18/3 kl. 22:30
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Fim 23/3 kl. 20:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Húsið (Stóra sviðið)
Fös 10/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn
Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn
Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn
Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn
Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/4 kl. 19:30
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00
Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS