Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR
AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING
Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til
meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur
þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki
eru fáanleg á vélina.
Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið.
Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.
Enn og aftur hafa
nokkrir „framsýnir“
þingmenn á hinu háa
Alþingi talið tíma sín-
um og atorku best var-
ið til að fá afnuminn
einkarétt ríkisins á
sölu áfengra drykkja
og heimila áfeng-
isauglýsingar. Sam-
kvæmt frumvarpi
þessa efnis verður
heimilt að selja áfengi í matvöruversl-
unum með brauði og lauk og öðrum
lífsnauðsynjum. Áfengi á ávallt að
vera innan seilingar, a.m.k. í göngu-
færi.
Þráhyggjumennirnir á þingi, kyn-
slóð hins alfrjálsa markaðar, hafa lýst
þeirri skoðun sinni, að ef ríkið geti
ekki tryggt að áfengi sé ávallt í
göngufæri íbúa, þá eigi einka-
framtakið að tryggja þessa mik-
ilvægu hagsmuni þjóðarinnar.
Ríkið selur nú áfengi í 49 versl-
unum um land allt (svo má fá það sent
í pósti, tekur 2-3 daga). Þar að auki
má kaupa áfengi á hundruðum hótela,
veitingahúsa, bjórstofa og jafnvel í
kaffihúsum. Þá fara tugir þúsunda Ís-
lendinga um flugstöðina á Keflavík-
urflugvelli og geta keypt talsvert
magn áfengis á lágu verði við brottför
og heimkomu. Það er ekki skortur á
áfengi á Íslandi.
Ef fyrrnefnt frumvarp verður sam-
þykkt og unnt verður að kaupa áfengi
í matvöruverslunum, þá eru margar
þeirra opnar allan sólarhringinn. Það
tryggir að engin vínþurrð verður all-
an sólarhringinn 365 daga á ári.
Fulltrúar hins frjálsa áfengismark-
aðar á þingi hvorki hlusta á né hirða
um staðreyndir, sem eru málstað
þeirra andstæðar. Þannig hefur Al-
þjóðheilbrigðismálastofnunin bent á
að um 6% dauðsfalla í heiminum eru
rakin til ofneyslu áfengis. Þeir virðast
ekki taka mark á rannsóknum, sem
sýna, að þar sem áfengissala hefur
verið gefin frjáls, hefur sala á áfengi
aukist um 40%. Í Finnlandi jókst hún
um 46% og í tveimur sveitarfélögum í
Svíþjóð, þar sem gerð var tilraun með
fullt frelsi í sölu áfengis, fór neyslan
upp fyrir öll þekkt mörk.
Þeirri tilraun var snar-
lega hætt.
Lýðheilsumarkmið
koma þeim heldur ekki
við, né viðvaranir heil-
brigðisyfirvalda og fag-
fólks í stéttinni. Með
frumvarpinu ganga þeir
þvert á stefnu í áfeng-
ismálum, sem samþykkt
var í desember 2013 og á
að gilda til ársins 2020.
Það skiptir þá engu máli
að sjúkdómar vegna of-
neyslu áfengis kosta ríkissjóð millj-
arða króna á hverju ári.
Með nýjum áherslum og áróðri for-
eldrasamtaka gegn áfengi og áfeng-
isauglýsingum, hefur tekist að draga
umtalsvert úr unglingadrykkju. Með
auknu framboði á áfengi er ekki ólík-
legt að þessi árangur fari fyrir bí.
Áhugamennirnir á þingi halda því
fram að það sé á valdi hvers manns
hvort hann eða hún drekki áfengi í
hófi eða ekki. Í þeim efnum sé hver
sjálfum sér næstur. Þeir ættu að
bregða sér í heimsókn á Vog, ræða
við forystumenn SÁÁ og ná sér í
nokkrar staðreyndir hjá áfeng-
issjúklingum og starfsmönnum.
Á sama tíma og frumvarpið um af-
nám einkaréttar ríkisins á áfeng-
issölu er lagt fram, þá er annað frum-
varp á leiðinni, sem snýst um
aðgerðir til að draga úr tóbaks-
notkun. Þversögnin er ekki einu sinni
fyndin. – Nú verða menn að svara
þeirri spurningu hvers vegna þetta
áfengisfrumvarp er lagt fram og til
hvers. Ástæðan liggur ekki í augum
uppi, nema ef þetta kynni að vera
hluti einkavæðingaráforma stjórn-
valda.
Hvers vegna
og til hvers?
Eftir Árna
Gunnarsson
» Lýðheilsumarkmið
koma þeim heldur
ekki við, né viðvaranir
heilbrigðisyfirvalda.
Áfengi skal alltaf vera
innan seilingar, í göngu-
færi.
Árni Gunnarsson
Höfundur er fv. alþingismaður.
Ég er sammála því
að allir eigi að hafa
sömu lífeyrisréttindi
og opinberir starfs-
menn.
En það verður þá að
leiðrétta um leið að op-
inberum starfs-
mönnum verði fengin
launahækkun í sam-
ræmi við það að op-
inberir starfsmenn
áttu ávallt að hafa 10% lægri laun en
á almennum vinnumarkaði, af því við
höfðum svo góð lífeyrisréttindi. Þá
gætu það verið nokkrar milljónir
sem við hjónin ættum inni hjá ríki og
sveitarfélögum vegna starfa okkar.
Hún sem starfandi hjúkrunarfræð-
ingur í 30 ár, þar af 12 ár sem hjúkr-
unardeildarstjóri. Ég sem starfandi
hjá Landssíma Íslands, loft-
skeytamaður/símritari/varðstjóri/
tæknifræðingur í 40 ár. Þetta sagði
ávallt formaður samninganefndar
ríkisins, en ég var í samningarnefnd
míns stéttarfélags, er var Félag ís-
lenskra símamanna.
Framkvæmdasjóður aldraðra hef-
ur verið stórlega misnotaðir, í stað
bygginga fyrir eldri borgara, hefur
hann verið notaður í rekstur hjúkr-
unarheimila, eftir sem ég best veit.
Eins skal þess getið að
Hafnfirðingar hafa
greitt í þennan sjóð um
milljarð síðastliðin tíu
ár. En á sama tíma hafa
farið um 70-80 milljónir
í framkvæmdir í Hafn-
arfirði. Það vantar grát-
lega mikinn fjölda af
hjúkrunarheimilum
fyrir eldri borgara.
Enn hafa greiðslur til
eldri borgara, er var
lofað 2009, ekki verið
greiddar nema að hluta.
Virðisaukaskattur af lyfseð-
ilsskyldum lyfjum hér á landi er um
25%, en t.d. Malta, England og Sví-
þjóð hafa engan virðisaukaskatt á
samskonar lyfjum.
Hvað með tannlækningar eldri
borgara? Lækniskostnaður, hvernig
er hann hér, miðað við önnur Evr-
ópuríki?
Nóg að sinni.
Helstu baráttumál
eldri borgara
Eftir Jón Kr.
Óskarsson
Jón Kr. Óskarsson
» Allir eiga að hafa
sömu lífeyrisréttindi
og opinberir starfs-
menn.
Höfundur er á eftirlaunum
Eftir að Par-
ísarsamkomulagið
varð að veruleika í
árslok 2015 höfðu
menn áhyggjur af að
ríki heims myndu
hunsa það af því að
það var ekki bindandi
en hins vegar hefur
komið ánægjulega á
óvart hve stjórnvöld
hinna ýmsu ríkja hafa
keppst við að semja metnaðarfullar
áætlanir um að minnka losun gróð-
urhúsalofttegunda. Nýlega tók Sví-
þjóð forustuna, landið stefnir á að
verða kolefnishlutlaust fyrir 2045.
Slík viðbrögð skipta máli því lofts-
lagsbreytingar gerast mun hraðar
en vísindamenn spáðu. Í nóvember
síðastliðnum sáust ískyggilegar
hitatölur á norðurskauti, þar var
20° hlýrra en vant er, og einnig
hefur hlýnað mikið á Suðurskauts-
landinu vestanverðu. James Han-
sen, NASA-sérfræðingurinn sem
fyrstur vakti athygli umheimsins á
að gróðurhúsalofttegundir yllu
hlýnun jarðar, varar við því að ef
bráðnun jökla heldur áfram að
aukast jafn hratt og á síðustu ára-
tugum þá geti yfirborð sjávar
hækkað um marga metra á þessari
öld. Bráðnun jökla, súrnun hafsins,
magn CO2 og metans í andrúms-
loftinu og hitastig jarðar, allt eykst
þetta hraðar en spár gerðu ráð
fyrir. Hærra hitastig þýðir að
vegna meiri vatnsgufu í andrúms-
loftinu verða fellibyljir kraftmeiri
og steypiflóð algengari. Vegna
breytinga á veðrakerfum lendir
mikið af þessari auknu úrkomu í
sjónum á meðan þurrkar hrjá
svæði á landi sem áður fengu
næga vætu, sem eykur líkur á
skógareldum. Allar þessar breyt-
ingar eru þegar komnar fram og
eiga aðeins eftir að versna.
Nú er talið að upptök ástandsins
í Sýrlandi megi rekja til þurrka á
svæðinu – árið 2006 voru þar
mestu þurrkar í 900 ár og 1,5
milljónir Sýrlendinga streymdu til
borganna, sem jók á
spennu milli fylkinga
innanlands. Nýlega
hafa ofsóknir gegn
Rohingjum, sem eru
múslimar og minni-
hlutahópur í Mjan-
mar, verið í fréttum.
Alþjóðasamfélagið ótt-
ast að þjóðern-
ishreinsanir séu að
fara þar af stað.
Mjanmar varð fyrir
gríðarlegri eyðilegg-
ingu er 4. stigs felli-
bylurinn Nargis fór þar yfir 2008,
og árið 2015 og aftur á síðasta ári
flæddu ár í landinu yfir bakka
sína. Það er því ekki skrýtið að
órói sé í landinu. Margir Rohingjar
hafa flúið til Bangladess en það
land er líka plagað af loftslags-
breytingum; hækkun sjávarborðs
og aukinn fjöldi fellibylja valda
saltmengun jarðvegs og drykkjar-
vatns langt inn í land. Bangladess-
ar hafa því ekki tekið flóttamönn-
unum fagnandi og hyggjast flytja
fólkið á óbyggða eyju sem er
óbyggð af því hún verður óbyggi-
leg á monsúntímanum sakir vætu.
Framtíðin er ekki björt fyrir Roh-
ingja frekar en margar aðrar þjóð-
ir. Mörgum finnst nóg um flótta-
menn nú þegar en þegar áhrif
hlýnunar jarðar fara að skila sér af
fullum þunga og íbúar m.a.
Banglasess, Jemens og landa á Sa-
hel-svæðinu í Afríku flosna upp í
tugmilljóna tali og stríð blossa upp
í kjölfarið þá verður orðið hart í
heimi og lítið um skipulagða að-
stoð.
Við þurfum því að bregðast við
núna og gera allt sem við getum til
að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Síðustu CO2 tölur frá
Mauna Loa (nóv. 2016) hljóða upp
á 405.6 ppm (parts per million).
Helst þyrfti að koma CO2 magni í
andrúmsloftinu niður í það sem var
á árunum fyrir 1990, sem var um
350 ppm, eins og Bill McKibben,
stofnandi 350.org, hefur lagt til en
það verður tæpast á þessari öld.
Jafnvel þótt menn hættu strax allri
notkun jarðefnaeldsneytis þá tæki
það koldíoxíðið langan tíma að
hverfa úr andrúmsloftinu. Það er
hægt að vinna CO2 úr loftinu og
geyma það í föstu formi en slíkt
krefst meiri orku en heimurinn má
missa nú. Til að lækka CO2 magnið
um 1ppm þarf að fanga 2.12 gíga-
tonn kolefnis úr andrúmsloftinu –
ekki einfalt verk. Ef til verður
slíkt möguleiki síðar á öldinni þeg-
ar Kínverjar verða búnir að þróa
fjórðu kynslóðar kjarnorkuver sín
(byggist á hugmyndum Enrico
Fermi) en eldsneyti fyrir þau er
meiningin að sækja í gamlan
kjarnorkuúrgang. Hugmyndir hafa
verið uppi um að lækka hitastig á
jörðinni með því að líkja eftir eld-
gosi svipuðu því og varð í Lakagíg-
um 1783-5 og dæla gríðarlegu
magni af brennisteini upp í heið-
hvolfið. Slíkt myndi að vísu kæla
jörðina en valda illfyrirsjáanlegum
breytingum á veðrakerfum og ekki
koma í veg fyrir súrnun heimshaf-
anna og áframhaldandi eyðingu á
lífríki hafsins.
Við Íslendingar höfum hingað til
verið frekar áhugalausir um lofts-
lagsmál og hegðað okkur eins og
hlýnun jarðar kæmi okkur ekki við
en stöðug hækkun sjávarborðs,
eyðing jökla, tíðari steypiflóð,
kraftmeiri stormar, breytingar á
fiskgengd og ekki síst ótryggt
ástand heimsmálanna ætti að
nægja til að við förum að hugsa
um það í alvöru hvort neyslu-
mynstur okkar og orkunotkun
þurfi ekki endurskoðunar við og
hvað við getum gert hvert og eitt
til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda því valt er að leggja
allt traust á stjórnvöld í þeim efn-
um.
Hlýnun jarðar –
líka okkar mál
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur » Við þurfum því að
bregðast við núna og
gera allt sem við getum
til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda.
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar hjá HSA Egils-
stöðum.