Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 4

Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Ó hætt er að segja að mikil tímamót hafi orðið í formúlu-1 hinn 23. janúar síðastliðinn er Bernie Ecclestone var velt af valdastóli. Lauk þar með áratuga valdatíma alráðs íþróttarinnar sem hann öðr- um fremur byggði upp og gerði að gríðarlegu viðskiptaveldi. Vænan skerf að gróðanum nýtti hann jafnan í eigin þágu og er einn auðugasti maður Bretlands fyrir vikið. Hann ólst upp við fátækt, sonur togarasjómanns á heimili án renn- andi vatns. Á æskuárum sínum varð hann vitni að loftbardögum breskra Spitfire-orrustuflugvéla og þýskra árásarflugvéla í stríðinu um Bret- land. Í skóla sætti hann einelti og var hæddur fyrir smæð sína en hann er einungis 1,59 sentímetrar á hæð. Mótlætið herti manninn sem virkjaði reynslu sína sem kraft til að byggja upp veldi sitt. „Hann er erfiður við- ureignar, harður í horn að taka og með öllu tilfinningasnauður,“ lýsir samtíðarmaður í formúlunni honum. Bernard Charles „Bernie“ Eccle- stone fæddist 28. október 1930 í St. Peter í South Elmham, smáþorpi skammt suður af Bungay í Suffolk í Englandi. Hann var því 85 ára er honum var ýtt til hliðar sem að- alstjórnanda formúlu-1. Því hlut- verki hafði hann gegnt í fjóra ára- tugi. Hann er að sönnu auðkýfingur því í fyrra var persónulegur auður hans metinn á jafnvirði 3,1 milljarðs dollara eða sem svarar rúmlega 350 milljörðum íslenskra króna. Með því er hann einn allra ríkasti maður Bretlandseyja. Hann var þríkvænt- ur og jafnan með sér miklu yngri konu upp á arminn. Nú síðast hina brasilísku Fabiana Flosi sem hann kvæntist 2012 og er yngri en elsta dóttir hans og litlu eldri en þær tvær yngri. Á þeim Ecclestone er 47 ára aldursmunur. Byrjaði að afla sér tekna 9 ára Ecclestone fékk snemma við- skiptavit og lagði einkar hart að sér. Níu ára gamall bar hann út tvöfald- an skammt af dagblöðum til kaup- enda eldsnemma dags áður en skól- inn hófst. Á leið í skólann keypti hann svo brauðsnúða í bakaríi og seldi bekkjarfélögum með 25% álagningu. Í skólafríum tók hann upp kartöflur og seldi lindarpenna á götumarkaði. Hann var aðeins tán- ingur að aldri er hann hafði keypt hlut í fyrirtæki, sem stundaði við- skipti með varahluti í mótorhjól. Má segja að hann hafi komist til bjarg- álna og gott betur af eigin rammleik og hjálparlaust. Er ævisöguritari hans spurði hvers vegna hann hefði ekki beðið foreldra sína um fjárhagslega aðstoð við að koma fyrirtæki á koppinn sagðist hann hafa viljað treysta á sjálfan sig. „Ég vildi ekki biðja for- eldrana um ölmusu. Ég vildi vinna inn peninga fyrir hlutunum sjálfur. Þau áttu hvort eð er ekki neina pen- inga aflögu. Vildi ég eignast eitthvað þá stússaði ég við eitt og annað og braskaði, ég var sjálfstætt kvikindi,“ svaraði hann. Og Bernie hefur lagt hart að sér frá morgni til kvölds. „Önnum köfn- um líður mér best. Biðu mín ekki einhver óleyst vandamál þegar ég vakna á morgnana, myndi ég ekki fara á fætur. Vinnan er það besta við lífið,“ sagði hann nýlega í blaða- viðtali. Allt frá barnsaldri hefur hann fengist við að tengja saman kaupendur og seljendur, fást við og sinna viðskiptavinum og skapa auð. Og hefur ekkert slakað á þótt vel á níunda áratuginn væri kominn, fyrr en nú. Aðal hans var að koma málum í framkvæmd, láta verkin tala. Ecclestone hætti í skóla 16 ára gamall og fékk vinnu í efnarann- sóknarstofu hjá gasfélagi skammt frá heimili sínu. Fólst starfið í að mæla hreinleika gass. Í frístundum helgaði hann sig mótorhjólum. Strax eftir seinna stríðið hóf hann að versla með varahluti í slík farartæki og stofnaði fyrirtæki um það, Comp- ton & Ecclestone, með félaga sínum. Hann lagði fyrir sig kappakstur á nítjánda ári, 1949, með keppni í formúlu-3, aðallega í Brands Hatch- brautinni. Náði hann ágætis árangri og vann einn og einn sigur á fyrstu árum. Eftir nokkur akstursóhöpp hætti hann kappakstri og einbeitti sér að viðskiptum. Efnaðist hann á fjárfestingum í fasteignum og lána- starfsemi og með því að standa fyrir bílauppboðum á sunnudögum. Hann sneri sér aftur að kappakstri 1957 sem umboðsmaður ökumannsins Stuart Lewis-Evans og keypti tvo bíla Connaught-liðsins sem farið hafði í þrot. Sjálfur varð hann ekki farsæll keppandi því í formúlu-1 mótunum tveimur sem hann tók þátt í 1958 komst hann ekki í gegnum tímatökuna. Hið fyrra var í Mónakó og hið seinna í Silverstone. Byltingarkenndir samningar Árið 1972 lét Bernie Ecclestone til sín taka á vettvangi formúlu-1 er hann keypti Brabham-liðið og stýrði því til keppni í fimmtán ár. Eccle- stone sá fljótt möguleika á að gera formúluna að viðskiptavöru, ekki bara með sölu sjónvarpsréttinda. Sá hann veikleika í gildandi viðskipta- módeli íþróttarinnar sem fólst í því að einstakir liðsstjórar sömdu hver í sínu lagi við brautareigendur um greiðslur fyrir þátttöku og verð- launafé. Litlar tekjur höfðu braut- irnar af útsendingum sjónvarps- stöðva á þeim tíma. Með tilliti til þess að milljónir manna fylgdust með íþróttinni taldi alráðurinn að betur mætti gera og dreif í því; seldi m.a. útsendingarrétt frá mótum sem pakka. Tekjur íþróttarinnar jukust stórlega. Samhliða störfum sem liðsstjóri og liðseigandi stofnaði Ecclestone hagsmunasamtök bílsmiða í form- úlu-1 (FOCA) árið 1974 með nokkr- um liðseigendum. Sem leiðtogi þeirra jók hann ítök sín í íþróttinni og notaði hann stöðu sína þar til enn frekari áhrifa. Störf í þágu samtak- anna urðu tímafrek, aðallega við að semja um útsendingar frá form- úlu-1. Reyndust það tímamótasamn- ingar en með þeim var lagður grunn- ur að fullri atvinnumennsku í íþróttinni. Fór Ecclestone með fjár- hagsvöld íþróttarinnar upp frá því. Á grundvelli svonefnds Concorde- samnings stjórnaði hann og fyr- irtæki hans einnig öllu öðru sem fylgdi keppninni. Svo sem fram- kvæmd, fyrirkomulagi og flutn- ingum vegna allra móta í formúlu-1. Á þessu hagnaðist Ecclestone mjög persónulega. Auð sinn hefur hann ávaxtað með ýmiss konar fjárfest- ingum en meðal annars áttu hann og viðskiptafélagi hans, Flavio Bria- tore, enska knattspyrnuliðið Queens Park Rangers á árunum 2007 til 2011. Fjórðungur í eigin þágu Á endanum tryggði Ecclestone FOCA öll viðskiptaréttindi form- úlunnar 1978 og stofnaði enn eitt fyrirtækið um það, FOPA. Af tekj- unum af sjónvarpsréttindunum lét hann 47% renna til liðanna, 30% til Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) og 23% til FOPA, þ.e. sjálfs sín. Í skiptum fyrir það lagði hann fram verðlaunaféð. Sjónvarpsrétt- indin fluttust milli fyrirtækja Eccle- stone, liðanna og FIA seint á tíunda áratugnum en Ecclestone náði þeim undir sig aftur 1997 er hann fékk lið- in til að fallast á nýtt Concorde- samkomulag. Í skiptum fyrir árlegar greiðslur hélt hann réttindunum fyr- ir sig. Á vettvangi formúlunnar hafa að- ferðir Ecclestone löngum þótt um- deildar og ekki alltaf í samræmi við heilbrigt viðskiptasiðferði. Þótti sú þráhyggja hans að ná samningum hvað sem það kostaði bitna á tíðum á siðferðinu. Hann var gagnrýndur fyrir að flýta sér um of í samningum við spilltar ríkisstjórnir og þiggja háa þóknun frá þeim fyrir mótshald sem hafði fyrst og fremst þann til- gang að styðja við bakið á viðkom- andi stjórnvöldum og auka á veg- semd þeirra. Sömuleiðis hefur Ecclestone sætt ámæli fyrir miklar og íþyngjandi kröfur á hendur móts- höldurum, fyrir að halda litlausum mótum á keppnisskránni og byggja upp kerfi verðlaunafjár sem hyglaði Ferrari stórum á kostnað smærri liða. Veifaði tékkheftinu og slapp við fangelsi Má segja að Ecclestone hafi rofið múra á fleiri sviðum. Mörgum fannst það kaldhæðnislegt að hann skyldi sleppa við fangelsi er hann var dreg- inn fyrir rétt í Þýskalandi fyrir mútustarfsemi. Veifaði hann tékk- heftinu í dómsalnum og bjargaði sér með því frá fangelsisvist. Bauðst hann til að borga rúmlega 100 millj- ónir dollara til þýska ríkisins fyrir brot sitt gegn því að fara ekki í stein- inn og þrátt fyrir sakfellingu gekk það eftir. Þess ber að geta í þessu sambandi að Ecclestone var ekki embætt- ismaður formúlunnar eins og til dæmis átti við um Sepp Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins (FIFA). Sá var blóðsuga er streymdi fé og trúverð- ugleika frá knattspyrnunni og gróf undan virðingu hennar. Kom hann upp neti virktavina sem kýldu vömb- ina af fjörgjöf fótboltans. Ecclestone var aftur á móti sjálfstæður atvinnu- rekandi sem bylti formúlu-1, færði starfsemi hennar nær nútímanum og skóp þúsundir starfa þó að vera megi að hann hafi á tímum farið út af sporinu og ekki gert allt rétt. Er hann gengur inn í sólarlagið er til lít- ils að afskræma persónu hans með upphrópunum eins og hetja eða skúrkur, spámaður eða skemmd- arverkamaður. Raunveruleikinn er ævinlega blæbrigðameiri. Hann virt- ist gera sér grein fyrir því að starfs- lok nálguðust eftir 40 ár á valdastóli. Þykir það lýsa bæði óhaminni ein- lægni hans og djúpstæðir ást á starf- inu sem hann hverfur nú frá er hann fjallaði um lífið og tilveruna í viðtali. „Ég veit að ég mun deyja, það er óumflýjanlegt. Og ég óttast það ekki. Vonandi dey ég bara úr hjarta- slagi. Helst við skrifborðið mitt.“ Hjartaaðgerð hægði ekki á honum Þrátt fyrir hjartaaðgerð og þre- falda kransæðahjáveitu árið 1999 dró ekkert úr starfskrafti Eccle- stone. Um það leyti minnkaði hann hlut sinn í SLEC-eignarhaldsfélag- inu niður í 25% en það var móð- urfélag ýmissa undirfélaga sem áttu og stýrðu afmörkuðum þáttum formúluviðskiptanna. Kom hann því þó þannig fyrir að þrátt fyrir minni- hluta hlutafjárins hélt hann algjör- um yfirráðum fyrirtækjanna allra. Á síðustu árum stýrði Ecclestone Formula One Group, fyrirtæki sem hafði umsjón með keppni í form- úlu-1 og sýslaði með viðskiptarétt- indi íþróttarinnar. Átti það hluta af félaginu Delta Topco, móðurfélagi Formula One Group. Í þeirri stöðu hafði hann gríðarleg áhrif og völd innan íþróttarinnar og því oft nefndur „alráður“ formúlunnar. Eftir nokkurra mánaða aðdraganda var tilkynnt hinn 23. janúar sl. að Bernie viki úr starfi fyrir Chase Ca- rey, aðaleiganda fjarskipta- og fjöl- miðlasamsteypunnar Liberty Media, sem keypt hafði formúlu-1. Var öldungurinn skipaður heið- ursstjórnarformaður og mun sem slíkur verða ráðgjafi nýrra stjórn- enda greinarinnar. Hann gengur ekki snautlegur frá borði því við yf- irtökuna fékk hann ögn í sinn vasa, eða 29 milljónir dollara, jafnvirði 3,3 milljarða króna. Var það þó ekki nema eins og dropi í hafið í sölu formúlunnar til Liberty Media upp á átta milljarða dollara. agas@mbl.is Tímamót af stærri gerðinni urðu í formúlu-1 hinn 23. janúar síðastliðinn er Bernie Ecclestone var velt af valdastóli. „Dey vonandi úr hjartaáfalli, við skrifborðið AFP Bernie Ecclestone (t.v.) leikur sér með formúlukappanum Niki Lauda. Í fjóra áratugi hefur Ecclestone verið eitt allrastærsta nafnið í akstursíþróttum og auðgaðist hann vel á að smita heimsbyggðina af kappakstursáhuga. Bernie Ecclestone Chase Carey BAJA STZ JEPPADEKK Icetrack ehf. · Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is Hljóðlátt heilsársdekk, með ótrúlega endingu Sérhannað mynstur tryggir betra grip við allar aðstæður Vörunr. Stærð Listaverð Afsl. Afsl. verð 1461 MT 31X10.50R15LT STZ 38.990 50% 19.495 1484 MT 245/75R16 STZ 40.890 50% 20.445 1485 MT 245/70R17 STZ 42.690 30% 29.883 50731 MT 265/70R17 (32”) STZ 40.390 30% 28.273 50740 MT LT275/70R17 (32”) STZ 47.590 50% 23.795 50760 MT LT285/70R17 (33”) STZ 51.990 30% 36.393 50780 MT LT315/70R17 (35”) STZ 54.490 30% 38.143 50831 MT LT265/60R18 STZ 43.190 30% 30.233 50840 MT LT275/70R18 STZ 54.490 30% 38.143 50251 MT 275/60R20 (33”) STZ 48.290 50% 24.145 LAGERSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.