Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Bílastofan Funahöfða 6 í Reykjavík - Sími 562 1351 | Bílastofan Njarðarbraut 11 Reykjanesbæ - Sími 421 1251 FRÍ umfelgun Tökum einnig að okkur allar almennar bílaviðgerðir. Komdu til okkar og borgaðu minna fyrir meira! með keyptum dekkjaumgang! Þýski bílaframleiðandinn BMW gerði það gott á nýliðnu ári þegar viðurkenningar eru annars vegar. Hlaut hann alls 55 mismunandi inn- lend og alþjóðleg verðlaun fyrir gæði, nýsköpun á tæknisviðinu, hönnun, nettengingu og gagnvirkni svo og sjálfbærni. Í öllum dómnefndum sitja sér- fræðingar hver á sínu sviði auk bíla- blaðamanna. Eftirtektarverðust eru verðlaunin „World Car Awards“, „World Luxury Car“ og „Best Car Awards“ sem féllu í skaut flaggskip- inu BMW 7 Series, ásamt svo Gullna stýrinu (Golden Lenkrad) fyrir rafmagnsbílinn BMW i3. Í þeim flokki komu BMW M2 Coupé og hinn nýi BMW 5-series stall- bakur einnig til greina enda þótt sá síðastnefndi sé ekki enn kominn á markað. Dómnefnd og lesendur vikuritsins Auto Motor und Sport sæmdu BMW þrennum verðlaunum á árinu. Flaggskipið 7-series í flokki lúx- usbíla, BMW 5-series stallbakinn í flokki meðalstórra bíla og BMW X1 í flokki smájeppa voru allir kjörnir bestu bílarnir í viðkomandi flokkum. Þeir sem greiddu 5-seríu stall- baknum atkvæði sitt voru greinilega sannfærðir um ágæti hans því hann er ekki enn kominn í sölu. Hið sama er að segja um sameig- inlega dómnefnd Auto Bild og Computer Bild því hún kaus BMW 5 stallbakinn best tengda bílinn 2016. Þá kusu lesendur tímaritsins Handelsblatt BMW X5 fyr- irtækjabíl ársins í flokki jeppa. Tímaritið kallaði til um 250 stjórn- endur í fyrirtækjum og bað þá að gera samanburðarrannsókn til að finna eftirlætisbílinn og varð 730d langefstur á þeim lista. Auk þessara verðlauna hlaut BMW X1 hönnunarverðlaun hjá German Design Counsil fyrir ytra útlit og hönnun farþegarýmisins, Chicago Museum og Design út- nefndi bæði X4 og X6 bestu ferða- bílana og í Ástralíu var BMW 1 Ser- ies kjörinn besti bíll Ástralíu hjá Royal Auto National. Loks má nefna að í samantekt BMW yfir viðurkenningar á árinu voru þrjár BMW-gerðir kjörnar bestu bílakaupin á árinu, hver í sín- um flokki, aðrir voru kjörnir bestu bílarnir í sportbílaflokki, enn aðrir bestu akstursbílarnir í flokki fjór- hjóladrifinna bíla og svona mætti áfram lengi telja. agas@mbl.is Með fangið fullt af verðlaunum BMW hlaut að jafnaði rúmlega eina viðurkenningu í viku hverri ár- ið 2016. Hér er BMW 530e á ferð. Volvo hefur verið í mikilli sókn með nýjum bílum síðustu misserin. Flagg- skip hinnar nýju sóknar hefur verið jeppinn XC90 en nú staðfestir sænski bílsmiðurinn að nýtt módel sé að bæt- ast við, jepplingurinn XC40. Í fyrra sendi Volvo frá sér tvö ný módel, S90 og V90, og fyrir utan hinn boðaða XC40 er Volvo þessa dagana að hleypa af stokkum V90 Cross Co- untry, sem kemur á götuna síðar á árinu. Við þann bíl eru bundnar mikl- ar vonir í Noregi því þegar hafa rúm- lega 800 manns skráð sig fyrir slíkum bíl þar í landi. Ekki hafði staðið til að koma með XC40 fyrr en á næsta ári, 2018, en þróunarstjóri Volvo, Henrik Green, segir prófunum nær lokið og því tak- ist að koma honum á götuna með komandi hausti. XC40 fer inn í þann geira bíla- framleiðslunnar sem vex hvað hrað- ast um þessar mundir. Meðal keppi- nauta hans verða Audi Q2/Q3, BMW X1 og Mercedes GLA, svo einhverjir séu nefndir. Hann verður fyrsti bíll- inn sem byggður er á nýjum und- irvagni fyrir smærri bíla, CMA, sem Volvo hefur þróað í samvinnu við kín- verska bílrisann Geely. Útlit er fyrir að XC40 verði smíðaður í bílsmiðjum sænska bílaframleiðandans í Kína. agas@mbl.is Volvo flýtir komu jepplingsins XC40 Þróun XC40 jepplingsins er svo gott sem lokið hjá Volvo. Nýtt tromp á leiðinni Hjá Parísarborg er nú verið að skoða að slökkva á og uppræta umferðarljós í þeirri viðleitni að minnka um- ferðarteppu og fækka slysum. Verður í fyrstu prófað að fjölga gatnamótum þar sem götuljós verða látin víkja fyrir biðskyldumerkjum. Enn- fremur verður fjölgað þeim svæðum þar sem hámarks ökuhraði verður takmarkaður við 30 km/klst. Þá eiga ný hringtorg víða um borg að slá á vandann og sömuleiðis er reglunni um að víkja fyrir umferð frá hægri ætlað að leysa af hólmi mörg umferðarljós. Takmarkið með þessu öllu er að gera ökumenn með- vitaðri um göturnar og aðra notendur þeirra, fremur en að njörva umferðina niður með umferðarljósum. Ljósastýrð gatnamót í Frakklandi munu vera um 30.000 talsins. Við þau eiga sér stað um 10.000 slys ár hvert, eða 14% allra umferðarslysa. Hafa 150 manns far- ist og um 1.200 til viðbótar slasast í þeim árlega. Hrað- akstur hefur verið helsta orsök þessara óhappa – og þriðjungurinn vegna þess að ekið var gegn rauðu ljósi. Margar franskar borgir hafa nú þegar fetað þær leiðir sem ráðgerðar eru í París og hefur árangurinn verið sá, að dregið hefur verið úr umferðarteppum og slysum hef- ur fækkað eftir að umferðarljós voru tekin niður. Meðal þessara bæja og borga eru Abbeville, Bordeaux, Nantes, Niort, Rouen og Toulouse. Í Bordeaux er nú verið að endurhanna götur með það fyrir augum að losna þaðan við umferðarljósin. Borg- arfulltrúar samþykktu það er í ljós kom, að 27 af 28 hættulegustu gatnamótum borgarinnar voru ljósastýrð. Yfirmaður innviðadeildar borgarinnar segir að búið sé að taka niður ljós á 40 gatnamótum í Bordeaux og þeim myndi fjölga í um 200 fyrir árslok 2018. Mörg hundruð metra umferðarteppur eru daglegt brauð á fjölda gatnamóta í París. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að á vissum gatnamótum hefur biðtími ökumanna helmingast og banaslysum fækkað við að uppræta götu- ljósin því ökumenn hefðu tilhneigingu til að hægja ferð- ina fyrr en áður. Þá hefði sýnt sig að ökumenn gættu í engu að gangandi vegfarendum, hjólreiðamönnum og jafnvel öðrum bílum við ljósastýrð gatnamót, einblíndu einungis á ljósin sjálf og hvenær þau skiptu um lit. Fulltrúar Parísar segja það væri sparnaður að því að taka umferðarljósin niður. Við hver gatnamót væru um sjö til átta ljós og kostaði rekstur hvers og eins þeirra og umhirða um 500 evrur á ári, jafnvirði um 60.000 krónur. agas@mbl.is Ætla að slökkva á umferðarljósunum Yfirvöld í París vonast til að umferðarteppur minnki og slysum fækki með því að fjarlægja umferðarljós. Hvaða stallbakur þarf minnst svig- rúm til að snúa við? Með öðrum orðum, hver er með minnsta beygjuþver- málið? Þessum spurn- ingum hafa rannsóknarmenn franska bílarits- ins Auto Plus svarað með ít- arlegum mæl- ingum á beygju- fimi tuga bílamódela. Svörin yfir 30 bestu útkomurnar er að finna í vikublaði þessu sem út kom 17. febrúar sl. Liprastur allra reyndist Lexus IS með 10,9 metra snúningsrými og mælist því meðfærilegastur. Á hæla hans komu tveir ólíkir bílar; stall- bróðirinn Lexus GS og Skoda Oc- tavia með 11,0 metra beygjuhaf. Með fjórða minnsta snúnings- rýmið reyndist Mercedes Classe C eða 11,2 metra. Alfa Romeo Giulia og Hyundai i40 gáfu honum lítt eft- ir með sína 11,3 metra. Þar á eftir reyndust fjórir bílar með 11,4 metra beygjuhaf eða Opel Insignia, Renault Talsiman (4Control), Toyota Avensis og Volkswagen Passat CC. Að öðru leyti varð niðurstaða mælingarinnar sem hér segir: 11,5 Kia Optima 11,6 Mercedes Benz Classe E 11,7 Audi A4 11,7 Jaguar XE 11,7 Skoda Superb 11,7 VW Passat 11,8 BMW 3-serían 11,8 DS 5 11,8 Subaru Legacy 11,9 BMW 5-serían 11,9 Ford Mondeo 12,0 Audi A6 12,0 Jaguar XF 12,0 Mazda 6 12,1 Mercedes Classe C 12,3 Maserati Ghibli 12,3 Peugeot 508 12,3 Renault Talisman 12,3 Volvo S90 12,4 Citroën C5 agas@mbl.is Lexus IS beygir krappast Lexus IS er meðfæri- legasti stallbakurinn samkvæmt mælingum Auto Plus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.