Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Goodyear er virtasti
dekkjaframleiðandi heims
fimmta árið í röð*
*samkvæmt tímaritinu Fortune
Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi klettur.is
Blæjubíll (e. convertible, cabriolet, speeder, roadster): Hér vandast
málið, því íslenskan gerir ekki skýran greinarmun á ólíkum útfærslum bíla
með opnanlegt þak. „Convertible“ og „cabriolet“ lýsir bíl með niðurfellanlegt
eða fjarlægjanlegt þak, en „speeder“ (og „spider“), sem og „roadster“ vísar
aðallega til tveggja sæta sportlegra blæjubíla á borð við Fiat 124 Spider. Skutbíll (e. station wagon, estate car): Farþegar og farangur eru í sama
rýminu, en rýmra um bæði farþega og farangur en í hlaðbak og bíllinn álíka
langur og stallbakur. Dæmi: Mercedes-Benz E-class Wagon.
Stallbakur (e. sedan, saloon): Margir velja frekar að kalla þessa bíla
„fernra dyra“ og finnst stallbakur ekki nógu þjált orð. Þetta er hinn dæmi-
gerði fólksbíll. Farþegarýmið er aðskilið frá farangursrýminu sem er með lá-
réttu loki, nánast eins og koffort aftan á bílnum. Lincoln Town Car er lýsandi
fyrir þennan hóp bifreiða.
Kúpubakur (e. coupé): Tveggja dyra skutbíll með aflíðandi þaki, yfirleitt
styttri en stallbakur. Sumir framleiðendur víkja þó frá þessari skilgreiningu
og hefur t.d. fjögurra dyra Mercedes-Benz CLS verið lýst sem kúpubak, þótt
hann sé fernra dyra, og BMW X6 sömuleiðis þótt hann sé skyldari jeppafjöl-
skyldunni. Audi A5 coupé er prýðilegt dæmi.Þeir sem hafa verslað við bíla-
leigur vita að stundum getur
verið erfitt að átta sig á stærð-
arflokkuninni sem leigurnar
nota. Til að flækja málin enn
frekar þá getur flokkunin verið
breytileg á milli landa og jafnvel
á milli bílaleiga.
Yfirleitt er ódýrast að leigja
örbílana (e. subcompact). Í Evr-
ópu vísar þetta orð til agnar-
smárra bíla, jafnvel bara með
sætum fyrir tvo og farangurs-
rými sem varla rúmar mikið
meira en bakpoka. Smart for
two fellur í þennan flokk og
stundum eru bílar af þessari
stærð kallaðir borgarbílar (e.
city car) enda hentugir til notk-
unar í kraðaki og á þröngum
götum stórborganna.
Bandaríkjamegin eru örbíl-
arnir hins vegar töluvert stærri
og sumir jafnvel fernra dyra.
Bandaríska bílablaðið Car and
Driver setur t.d. Kia Rio og Hy-
undai Accent í þennan stærð-
arflokk.
Næsti stærðarflokkur fyrir
ofan eru smábílar (e. compact). Í
Evrópu myndi VW Golf rata í
þennan flokk á meðan Banda-
ríkjamenn setja minni stallbaka
á borð við Dodge Dart í smábíla-
flokkinn.
Er síðan ekki hlaupið að því
að þýða „mid-size“ og „full-size“
stærðarflokkana yfir á íslensku
með góðu móti. Ford Mondeo
myndi rata í fyrri flokkinn en
Dodge Charger í þann síðari.
Misstórir bílaleigubílar
Óljósar stærð-
arflokkanir
Fyrir sumar útfærslur á bílum virðist íslenskan ekki
eiga til nein góð orð. Endrum og sinnum lítur t.d. nýr
„landaulet“-bíll dagsins ljós, en þó ekki nógu oft til að
aðkallandi þörf hafi verið á að íslenska þetta heiti.
Landaulet-bílar eru alla jafna lúxusbílar þar sem öku-
mannsrýmið er yfirbyggt en blæja eða niðurfellanlegt
tjald yfir aftursætunum. Hefðarfólk og rapparar eru
hrifin af svona bílum enda eru þeir leið til að láta á sér
bera, hvort heldur er í skrúðgöngum eða úti á djamm-
inu. Þegar Kanye West reyndi að heilla spúsu sína Kim
Kardashian sótti hann hana iðulega á Maybach 62
Landaulet þegar farið var á stefnumót.
Einnig skjóta reglulega upp kollinum bílar sem lýst
er sem „shooting brake“. Er yfirleitt um að ræða bíla
sem eru í meira lagi sportlegir en með afturhluta sem
minnir á hlaðbak og rúmar meira af farangri (og far-
þegum) en venjulegur sportbíll. BMW Z3 Coupe fellur í
þennan flokk, og einnig Ferrari GTC4 Lusso.
Ekki er heldur til nein viðurkennd þýðing á „Grand
Tourer“. Kalla mætti þennan úrvalshóp bíla langferða-
glæsivagna. Þeir eru jafnan hraðskreiðir og sportlegir
en einnig íburðarmiklir og þægilegir. Eins og nafnið
vísar til eiga þessir bílar að henta vel til langra ferða-
laga; komast hratt á milli staða en þó með nóg pláss
fyrir nokkrar töskur og með fjöðrun og sæti sem fara
vel með farþega og ökumann, og jafnan með tvö minni
farþegasæti aftur í. Bentley Continental GT er bíll sem
ber af í þessum flokki.
Landaulet, shooting brake og Grand Tourer
Nýr Maybach G650 Landaulet, með tjaldi að aftan.Ferrari GTC4Lusso má flokka sem Shooting Brake.
Lúxus, hraði og íburður með óvenjulegt form
Hlaðbakur (e. hatchback): Þetta rammíslenska orð nýtur mismikilla vin-
sælda og oft er bílum í þessum flokki frekar lýst sem „þrennra dyra“ eða
„fimm dyra“. Farþegar og farangur eru í sama rými og skottið opnað með
stórri lóðréttri hurð aftan á bílnum, en farangursrýmið þó minna en í skutbíl.
Volkswagen Golf er klassískur hlaðbakur.
Tengiltvinnbíll (e. plug-in hybrid): Tvinnbílar (e. hybrid) eru knúnir áfram
bæði af rafmótor og bensínvél. Tengiltvinnbílinn má tengja við innstungu til
að hlaða rafhlöðurnar en tvinnbíllinn safnar umframorku aðeins frá vélinni
og bremsunum.