Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
F
rá því bílaframleiðandinn
Skoda reis úr öskustónni
um síðustu aldamót hefur
merkinu farið jafnt og þétt
fram. Bílarnir verða sífellt betri og
um leið hefur útlitsþróunin verið
einkar jákvæð. Nú er svo komið að
Skoda Octavia og stóri bróðirinn
Superb eru báðir virkilega laglegir
bílar, með útlitið í takt við gæðin.
Þetta er landinn fullvel meðvitaður
um enda seljast bílarnir hörkuvel
og Octavian er með vinsælli bílum
hér á landi. Það er því ekki lítil eft-
irvænting sem ríkt hefur meðal
bílaáhugamanna, ekki síst hér á
landi, síðan út spurðist að loks væri
væntanlegur jeppi frá Skoda, sá
fyrsti í sögu framleiðandans. Jepp-
inn heitir Kodiaq og skemmst er
frá því að segja að hann er frábær-
lega vel heppnaður.
Augljós ættarsvipur
Þeir vita sem til þekkja að
Skoda-bílarnir hafa sterkan ætt-
arsvip sem hefur tekist að heim-
færa með miklum ágætum á mis-
munandi gerðir bíla innan
fjölskyldunnar. Það getur verið
snúið að taka svip og útlitseinkenni
fólksbíla og færa með góðu móti yf-
ir á jeppa, en Skoda hefur tekist
þessi yfirfærsla með miklum ágæt-
um. Framsvipurinn allur, framljós
og grill, er náskyldur Octaviu og
Superb, og afturljósin eru nánast
eins og á hinum síðarnefnda. Hvort
tveggja gengur firnavel upp í yf-
irbyggingu jeppa og Kodiaq ber
þess ekki merki að vera frumraun
heldur skín í gegn að hér er á ferð-
inni hönnun sem þegar stendur á
nokkurra ára merg. Í útliti stenst
Kodiaq ekki bara prófið heldur rúll-
ar því upp með láði.
Drekkhlaðinn búnaði
Það sem kemur einna helst á
óvart þegar bíllinn er skoðaður
nánar er hversu vel hann er búinn.
Tengimöguleikarnir eru slíkir að
réttilega mætti tala um „snjallbíl“
því hægt er að para öll helstu upp-
lýsinga- og afþreyingarkerfin við
snjallsíma farþega í gegnum
Bluetooth eða SmartLink. Öll stýr-
ing á þessu fer fram gegnum þægi-
legan snertiskjá. Í Kodiaq er að
finna Columbus-upplýsinga- og af-
þreyingarkerfi sem býður upp á 64
GB gagnapláss, DVD og LTE-
einingu sem valbúnað fyrir háhraða
nettengingu. Wi-Fi heitur reitur
gerir svo farþegum jeppans kleift
að vafra um veraldarvefinn,
streyma tónlist að eigin vali eða
skoða tölvupóstinn sinn.
Efnisvalið er gott og bíllinn hefur
talsvert „dýra“ tilfinningu innan-
dyra. Plássið er gríðarlega gott,
eins og lenska er orðin hjá Skoda,
að því marki að farangursrými
Kodiaq er það mesta í sínum flokki.
Hægt er að fá bílinn í 7 sæta út-
gáfu og merkilegt nokk þá fer bara
alveg ágætlega um mann þar aft-
ast. Þó er ekki hægt að mæla með
mjög viðmikilli langkeyrslu með tvö
fullvaxna og fíleflda karlmenn þar
aftur í. En börnin hafa þar feikinóg
pláss.
Í raun er búnaðurinn allur svo
vel útilátinn að helst væri hans að
vænta í jeppa sem tilheyrði talsvert
hærri verðflokki. Of langt mál er að
telja þar allt upp en sem dæmi um
hugvitsamlega nýjung eru nettar
hurðarhlífar sem smeygjast á auga-
bragði út þegar hurðirnar eru opn-
aðar og þekja þar með hinn lóð-
rétta kant hurðarflekans sem
einmitt er hættast við hnjaski þeg-
ar bíllinn er opnaður í þröngu
stæði. Bæði getur málning kvarnast
upp úr hurðarkantinum og eins get-
ur bíll sem opnaður er hæglega
skemmst. Það mun ekki gerast með
Skoda Kodiaq og téðar hurðarhlífar
smeygjast leiftursnöggt til baka
þegar hurðunum er lokað. Þessi
einfaldi og hugvitssamlegi snilld-
arbúnaður verður að líkindum orð-
inn staðalbúnaður víðast hvar áður
en á mjög löngu líður enda getur
Kodiaq er klár smellur
Að vera í sambandi er ekki vandamál í Kodiaq enda bíllinn búinn allra
handa nútíma snjalltengingum fyrir þá sem það kjósa.
Frágangur er allur hinn fínasti í farþegarými og hönnunin hefur tekist
með ágætum, þar sem annars staðar. Útlit og efnisval til fyrirmyndar.
+
aksturseiginleikar,
búnaður, pláss,
útlit, hljóðlátur
–
Engir gallar,
en þéttara vélarhljóð
hefði óneitanlega
kitlað
Skoda Kodiaq
Reynsluakstur
2,0 lítra dísilvél
150–190 hestöfl/320 Nm
7 gíra sjálfskipting
0-100 km/klst: 11,5 sek
Hámarkshr.: 183 km/klst
Fjórhjóladrif
17“ álfelgur í Ambition,
18“ álfelgur í Style
Eigin þyngd kg: 1.625
Farangursrými: 720 lítrar
Mengunargildi: 129 g/km
Verð frá: 5.460.000 kr.
5,4 L í blönduðum akstri
Umboð: Hekla
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Skoda Kodiaq er að öllum líkindum
bíll sem mun marka ákveðin þáttaskil
hjá framleiðandanum því hann verður
klárlega einn af smellum ársins þegar
2017 verður gert upp.
Hér sést umgjörð og aðstaða ökumanns og farþega í framsæti. Hér er
vart yfir nokkrum hlut að kvarta enda bíllinn feikivel útbúinn.
Ekki nóg með að borðplötur séu fyrir farþega í aftursæti, heldur einnig
drykkjarhaldarar. Mikil blessun fyrir fjölskyldufólk þarna á ferð.