Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Í byrjun mánaðarins var nýr Kia Rio kynntur blaðamönnum í Portúgal, nánar tiltekið í Lissabon og ná- grenni. Þessi vinsæli bíll hefur um margt verið uppfærður frá síðustu kynslóð og var almennt gerður góð- ur rómur að bílnum við prófanirnar. Rio er tromp Kia í B-flokki fólks- bíla og er meðal söluhæstu bíla þeirra á heimsvísu. Í hinum nýja Rio hefur hvers kyns snjalltækjateng- ingum verið bætt við svo nú geta bæði notendur Apple og Android- stýrikerfa tengst bílnum með auð- veldum hætti. Meira pláss, meira öryggi Öryggisbúnaður hefur verið bætt- ur umtalsvert og er nýr Kia Rio sá fyrsti í sínum flokki sem býður upp á AEB bremsukerfi (Autonomous Emergency Braking) sem ber kennsl á gangandi vegfarendur, geri öku- maður það ekki nógu skjótt. Að sama skapi leiðir Rio-inn sinn stærð- arflokk hvað varðar pláss fyrir far- þega sem og farangursrými en skottið rúmar 325 lítra. Þá er bíllinn meðal annars með hinni spræku 1.0 lítra T-GDI sem reyndist afar áhugaverð í akstri. Bíllinn kemur í sölu á fyrsta fjórðungi ársins í Evr- ópu og ítarleg reynsluakstursgrein verður birt í næsta Bílablaði Morg- unblaðsins. jonagnar@mbl.is Kynntur blaðamönnum í Portúgal Nýr Kia Rio senn á markaðinn Hinn nýi Kia Rio ber skyldleikann með sér en er þó nýstárlegur að sjá. Renault Group hefur keypt franska fyrirtækið PVI sem hefur langa reynslu af nýhönnun og breytingum á sendibílum þannig að þeir geti gengið á rafmagni eða jarðgasi í stað bensíns eða dísilolíu eingöngu. Markmið Renault er að flýta þróun og innleiðingu nýrra orku- gjafa í þeirri deild fyrirtækisins sem annast framleiðslu og markaðssetningu atvinnubíla, sér- staklega minni sendibíla á borð við Kangoo, Trafic og Master. Fyrir Renault felast helstu verð- mæti PVI í mikilli sérþekkingu starfsmanna fyrirtækisins á því hvernig hagkvæmast sé að breyta atvinnubílum í ofangreindu skyni á meðan PVI öðlast greiðari aðgang að fjármagni og þróuðum inn- viðum Renault til innkaupa á margvíslegum íhlutum vegna sam- setningar á rafknúnum atvinnubíl- um. Renault er nú þegar helsti framleiðandi rafknúinna léttra sendibíla í Evrópu og hyggst fyr- irtækið þróa stefnu sína í þeim málaflokki áfram með PVI og auka úrval slíkra atvinnubíla. Rafknúinn Master Sérfræðingar Renault og PVI þróuðu saman nýjustu kynslóð stóra sendibílsins Renault Master sem frumsýndur var á atvinnubíla- sýningunni í Brussel þann 13. jan- úar síðastliðinn. Í honum hafði dís- ilvélinni verið skipt út fyrir öflugan rafmótor. Bíllinn kemur á markað í Evrópu í árslok. Renault býður nú þegar fjórar gerðir rafknúinna atvinnubíla, þar á með- al Kangoo sem allnokkur reynsla er komin á hér á landi. agas@mbl.is Renault horfir til nýrra orkugjafa Aukið úrval raf- knúinna sendibíla Renault Master sést hér til sýnis sem raf-sendibíllinn á bílasýningunni í Brussel. Hann er væntanlegur á götuna síðar í ár. Franska bílaritið Auto Plus rekur eigin rannsóknarstofu sem meðal annars sinnir reynsluakstri bíla og hvers konar úttekt á þeim. Einnig sinnir hún flestu því sem akstri og rekstri bíla viðkemur og útskýrir í ritinu eitt og annað um tæknilega starfsemi bílanna og ein- stakra kerfa þeirra. Í nýjasta hefti sínu gerir stofan úttekt á stærð farangursgeymslna í þeim stærðarflokki bíla sem hún kallar borgarbíla. Kemur plássið sér vel, ekki síst þegar helgarinn- kaupin eru gerð. Aðeins þrír bílar í þessum stærð- arflokki reyndust með 360 lítra eða stærri farangursgeymslu. Í efsta sæti varð Dacia Sandero frá dótt- urfyrirtæki Renault með 366 lítra skott. Skammt á eftir í öðru sæti er Su- zuki Baleno með 362 lítra farang- ursgeymslu og í því þriðja Seat Ibiza með 360 lítra. Rafbíllinn Renault Zoe varð í fjórða sæti í úttektinni með 350 lítra geymslu, eða einum lítra meira en Hyundai i20. Skoda Fabia varð í sjötta sæti með 336 lítra skott, Peugeot 208 í því sjöunda með 332 lítra, Renault Clio og VW Polo urðu jafnir í áttunda með 330 lítra og tíundu stærstu farang- ursgeymslu borgarbíla er að finna í Fiat Punto eða 320 lítra. Aðrir bílar með yfir 300 lítra skott reyndust vera Ford Fiesta (315), DS 3 (312), Opel Corsa fimm dyra (312), Kia Rio (310) og Opel Corsa þriggja dyra (307). agas@mbl.is Þegar stærðin skiptir máli … Farangursgeymsla Dacia Sandero reyndist stærst meðal 30 borgarbíla sem teknir voru til skoðunar. Það reyndist rúma heila 366 lítra, takk. Dacia Sandero með stærsta skottið Sænski bílsmiðurinn Volvo seldi fleiri bíla á nýliðnu ári en nokkru sinni áður. Er það þriðja árið í röð sem Volvo setur sölumet. Alls seldi Volvo 534.332 bíla árið 2016 sem er 5,2% aukning frá árinu áður. Þykir þetta undir- strika breidd og dýpt umbreytinga í rekstri Volvo á heimsvísu. Á öll- um mörkuðum bætti fyrirtækið stöðu sína, þar af jókst salan um 11,5% í Kína og 18,1% í Bandaríkj- unum. Þá jók Volvo við sig um 4,1% í vesturhluta Evrópu. Það sem drífur vöxtinn er góð sala á nýrri 90-línu Volvo en kon- ungur hennar er stóri XC90 lúx- usjeppinn. Jókst sala hans um 125% milli ára. Þá seldust einnig fleiri meðalstórir XC60 jeppar en áður eða 161.092 eintök. Var 2016 níunda árið sem hann er á mark- aði en hann hefur bætt við sig hvert einasta ár frá því hann kom til skjalanna 2008. Stærsti markaður fyrir Volvo- bíla er í Kína en þar seldust 90.930 eintök í fyrra, langmest af mód- elunum XC60 og S60L sem smíðuð eru þar í landi. Í Bandaríkjunum seldi Volvo 82.726 bíla, langmest XC90 og XC60. Í V-Evrópu komu 206.144 bílar á götuna frá sænska bílsmiðnum sem er 4,1% aukning frá árinu 2015. Munaði mest um vöxt á lykilmörkuðum á borð við Þýskaland, Bretland, Frakkland og Ítalíu. agas@mbl.is Rífandi gangur hjá frændum vorum Svíum V90 Estate er meðal velheppnaðra bílnýjunga frá Volvo. Þriðja metárið hjá Volvo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.