Morgunblaðið - 22.03.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Niðurstöður fyrstu skipulögðu leitar-
innar að skógarmítlum hér á landi
verða kynntar á Hrafnaþingi Náttúru-
fræðistofnunar Íslands (NÍ) í dag. Þar
mun Matthías Alfreðsson, líffræð-
ingur hjá NÍ, flytja erindi sem heitir
„Hefur skógarmítill numið land á Ís-
landi?“
Náttúrufræðistofnun barst beiðni
sumarið 2015 um að taka þátt í evr-
ópska verkefninu VectorNet. Það
snýst um að rannsaka útbreiðslu
sýklabera í Evrópu. Skógarmítillinn er
í þeim hópi. Tveir sérfræðingar komu
frá Bretlandi til að hefja rannsókn á
skógarmítlum í samvinnu við NÍ og
Tilraunastöð Há-
skóla Íslands í
meinafræði að
Keldum.
Skógarmítlar
hafa fundist víða
um land á hund-
um, köttum og
mönnum. Leitað
var skipulega að
skógarmítlum á
111 stöðum víða
um landið með aðferð sem nefnist
flöggun. Einnig var leitað á farfuglum,
hagamúsum og refahræjum. Matthías
sagði að skógarmítlar hefðu fundist á
þremur stöðum. Leitað var í öllum
helstu skógum landsins, trjálundum,
útivistarsvæðum, görðum o.fl.
Sýklar ekki fundist
Skógarmítlar hafa verið sendir héð-
an til útlanda þar sem leitað er að sýkl-
um í þeim. Eftir því sem Matthías veit
best hefur ekkert fundist í íslensku
sýnunum. Hann stefnir að því að gera
slíka rannsókn á næstunni. Engin
dæmi eru um að fólk hafi smitast af
Lyme-sjúkdómi eftir bit hér á landi.
Þó hefur fólk greinst með sjúkdóminn
hér og hefur verið hægt að tengja þau
tilfelli við ferðalög erlendis.
Fyrsti skógarmítillinn sem fannst
hér á landi var á þúfutittlingi sem náð-
ist í Surtsey í maí 1967. Öll innsend til-
felli skógarmítla hafa verið skráð og
varðveitt hjá NÍ og Tilraunastöð HÍ á
Keldum frá árinu 1976.
Fundu skógarmítla á þremur stöðum
Niðurstöður skipulagðrar leitar kynntar Leitað var
á 111 líklegum stöðum Stefnt að rannsókn á sýklum
Matthías
Alfreðsson
Skógarmítill er áttfætla og blóð-
suga á spendýrum og fuglum.
Hann heldur sig í gróðri, einkum
skógarbotnum. Skógarmítlum hefur
fjölgað í Evrópu. Útbreiðslusvæði
þeirra hefur stækkað til norðurs og
þeir finnast í meiri hæð yfir sjó en
áður.
Dreifingu skógarmítla fylgir ógn.
Þeir geta borið með sér ýmsa
sýkla, til dæmis Borreliu burgdor-
ferii, sem veldur Lyme-sjúkdómi,
og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu.
Lundalús, eða lundamítill, og skógarmítill eru af sömu ætt. Lífsferill
lundamítils er að mestu bundinn við sjófugla en hýslar skógarmítla eru
bæði spendýr og fuglar.
Frændi lundalúsar
BLÓÐSUGA Á SPENDÝRUM OG FUGLUM
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Samþykktar voru á borgarstjórn-
arfundi í gær þrjár tillögur Sjálf-
stæðismanna um umferðarmál. Þá
fyrstu lagði fram Marta Guðjóns-
dóttir borgarfulltrúi en hún fjallaði
um að hafnar yrðu viðræður við inn-
anríkisráðuneytið um Sundabraut.
Lendi ekki „ofan í skúffu“
Marta segir að mikilvægt sé að
halda áfram með undirbúning að
lagningu brautarinnar. Hún segist
vona að málið lendi ekki „ofan í
skúffu,“ líkt og gerst hafi þegar
sambærileg tillaga var samþykkt
árið 2013.
„Ljúka verður að fullu því um-
hverfismati sem byrjað var á, gera
umferðarlíkan miðað við breyttar
forsendur, arðsemismat og velja
bestu staðsetningu brautarinnar
með tilliti til slíkra forsendna. Þessi
undirbúningsvinna tekur sinn tíma.
Við megum ekki sofna á verðinum
og vakna upp við þann vonda draum
að hafa ekki unnið heimavinnuna
þegar ekki verður lengur slegið á
frest að hefjast handa við þessa
samgöngubót,“ segir hún.
Nýtt umferðarlíkan
og mislæg gatnamót
Kjartan Magnússon, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram
tillögu um að viðræður yrðu hafnar
við Vegagerðina um gerð mislægra
gatnamóta við gatnamót Reykjanes-
brautar og Bústaðavegar.
Tillagan var samþykkt með þeirri
breytingartillögu borgarstjóra að
orðin „gerð mislægra“ voru felld út
og orðinu „útfærslu“ bætt inn.
Kjartan segir Sjálfstæðismenn
ítreka afstöðu sína um mislæg
gatnamót enda hafi sérfræðingar
Vegagerðarinnar komist að þeirri
niðurstöðu. Lögðu Sjálfstæðismenn
fram bókun um þessa skoðun sína.
Halldór Halldórsson, oddviti
Sjálfstæðismanna, lagði fram tillögu
um að innleitt yrði nýtt umferð-
armódel fyrir Reykjavík og aðliggj-
andi svæði. Módelið felur í sér að
mældir verði og tekið tillit til allra
samgöngumáta, m.a. almennings-
samgangna, hjólreiða, gangandi
umferðar og fyrirhugaðrar borgar-
línu.
Þessi tillaga Sjálfstæðismanna
var einnig samþykkt af borgar-
stjórn í gær.
Viðræður um Sundabraut
Tillaga Sjálfstæðismanna um Sundabraut samþykkt af borgarstjórn Einnig
tillaga um umferðarmódel Útfærsla gatnamóta við Bústaðaveg til Vegagerðar
Marta
Guðjónsdóttir
Kjartan
Magnússon
Það var rólegt yfir þessum mönnum, sem unnu í
grunninum þar sem Exeter-húsið stóð einu sinni,
enda nauðsynlegt að spá í spilin. Miklar fram-
kvæmdir standa yfir í Tryggvaötu, Hafnarstræti
og á Hörpureitnum, m.a. við hótelbyggingar.
Sums staðar í miðborginni eru skilrúm á milli
vinnusvæða og gangandi og akandi umferðar eins
og sjá má til vinstri á myndinni. Aðstæður í vetur
hafa yfirleitt verið óvenjugóðar til útivinnu.
Miklar framkvæmdir í miðborginni
Morgunblaðið/Eggert
Spáð í spilin við Tryggvagötu
Mislingar hafa verið staðfestir í níu
mánaða gömlu barni hér á landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef
landlæknis. Barnið hafði dvalist með
fjölskyldu sinni í Taílandi en leitað
var til bráðamóttöku Barnaspítala
Hringsins 19. mars og sýni tekin í
kjölfarið sem staðfestu mislinga.
Barnið er óbólusett vegna ungs
aldurs og þurfti ekki að leggjast inn
á Barnaspítalann. Landspítali og
heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
munu hafa samband við foreldra
óbólusettra barna sem hugsanlega
gætu hafa smitast af viðkomandi
barni og bjóða þeim nauðsynlega
þjónustu og ráðleggingar. Barnið er
ekki í dagvistun.
Faraldur síðast um 1977
Síðasti mislingafaraldur á Íslandi
var um 1977 en skipulagðar bólu-
setningar gegn sjúkdómnum hófust
við tveggja ára aldur árið 1976. Síð-
ast greindust mislingar hér á landi í
barni árið 2014 en fullorðnum ein-
staklingi í fyrra. Allt að 95% barna á
Íslandi eru bólusett gegn mislingum
ásamt rauðum hundum og hettusótt,
sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra
barna í Evrópu.
Mislingar geta reynst hættulegir
einkum óbólusettum ungum börnum
og ónæmisbældum einstaklingum.
Veiran er mjög smitandi og berst
milli manna með úða frá öndunar-
færum.
Níu mánaða
barn með
mislinga
95% barna á
Íslandi bólusett
Jón Gunnarsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt
fram frumvarp um breytingu á um-
ferðarlögum. Í breytingunum felst
að heimilt verði fyrir ráðherra og
sveitarstjórnir að setja reglur um og
innheimta gjald fyrir notkun bíla-
stæða og þjónustu sem henni teng-
ist, svo sem viðveru bílastæðavarða
og salernisaðstöðu utan kaupstaða
og kauptúna.
Tilefni frumvarpsins er mikil
fjölgun ferðamanna á undanförnum
árum og mikilvægi þess að huga að
aðstöðu við ferðamannastaði, bíla-
stæðum og þjónustu sem henni
tengist. Gjaldtakan á að standa
straum af kostnaði við slíka upp-
byggingu og þjónustu.
Frumvarp
um gjaldskyld
bílastæði