Morgunblaðið - 22.03.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Viðskiptablaðið skrifar:
Lánshæfis-matsfyrir-
tækið Standard
& Poor’s hefur
lækkað láns-
hæfiseinkunn
Och-Ziff Capital
Management
Group niður í
ruslflokk.“
Þá segir: Och-Ziff er einn af nýj-um eigendum Arion banka, en
Sculptor Investments s.a.r.l., sem er
félag tengt Och-Ziff Capital Man-
agement Group, á 6,6% í bankanum
eftir lokað útboð á bankanum.
Í frétt MarketWatch kemur framað S&P hefur fært lánshæfis-
einkunn sjóðsins úr BB+ niður í BB
flokk, og að framtíðarhorfur sjóðs-
ins séu neikvæðar, vegna þess að
rekstur sjóðsins hafi versnað á síð-
ustu misserum.
Á hálfu ári hefur gengi hluta-bréfa Och-Ziff lækkað úr 4,49
dollurum niður í 2,56 dollara á hlut.
Í tilkynningu frá Arion banka
vegna sölunnar á bankanum kemur
eftirfarandi fram um sjóðinn: „Och-
Ziff Capital Management Group er
eitt af stærstu fyrirtækjum heims á
sviði sérhæfðrar eignastýringar og
er virði eigna í stýringu þess um 34
milljarðar dollara. Aðalstöðvar
Och-Ziff eru í New York en fyrir-
tækið er einnig með skrifstofur í
London, Hong Kong, Mumbai, Beij-
ing, Shanghai og Houston. Meðal
fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir,
sjóðasjóðir, stofnanir og styrktar-
sjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir,
einkabankar og fjársterkir einstak-
lingar.“
Þarna er hvergi minnst á Lúxem-borg eða Cayman-eyjar. Af
hverju ekki?
Púslin tínast til
STAKSTEINAR
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Alþingi ályktar að fela ráðherra
mennta- og menningarmála að kveða
á um framtíðarhúsnæði Listaháskóla
Íslands og leysa þannig til frambúðar
þann húsnæðisvanda sem skólinn hef-
ur búið við um langa hríð.“
Þannig hljóðar þingsályktunartil-
laga sem Einar Brynjólfsson, þing-
maður Pírata, er fyrsti flutningsmað-
ur að, en 12 aðrir stjórnarandstöðu-
þingmenn eru meðflutningsmenn
hans að tillögunni.
Alls höfðu í gær borist 20 umsagnir
um frumvarpið til nefndasviðs Al-
þingis, en umsagnirnar fara til alls-
herjar- og menntamálanefndar Al-
þingis.
Umsagnirnar eru frá 14 einstak-
lingum og Íslensku óperunni, Nem-
endaráði Listaháskólans, Listahá-
skólanum, Hönnunar- og arkítekt-
úrdeild Listaháskólans, Hollnema-
félagi Listaháskólans og forseta sviðs
listadeildar Listaháskólans. Einstak-
lingarnir sem veita umsagnir eru
flestir nemendur Listaháskólans og
umsagnirnar eru mjög keimlíkar, þar
sem kvartað er yfir heilsuspillandi
húsnæði og ófullnægjandi aðstöðu til
þess að stunda nám og lýst yfir stuðn-
ingi við þingsályktunartillöguna.
Á ábyrgð stjórnvalda
Við sama tón kveður í umsögnum
mismunandi starfsmanna og deilda
Listaháskólans. Þannig segir forseti
sviðslistadeildar m.a. í umsögn sinni:
„Listir og hönnun eru ein af grunn-
stoðum í samfélaginu og er það
ábyrgð stjórnvalda að hlúa að upp-
byggingu fagsviðsins með því að
tryggja listmenntun á háskólastigi
viðeigandi aðbúnað.
Ég hvet stjórnvöld að leysa sem
fyrst þann brýna húsnæðisvanda sem
steðjar að Listaháskólanum með var-
anlegum lausnum sem hafa reisn lista
og menningar að leiðarljósi og end-
urspegla þau gildi sem þjóðin hefur.“
Allar umsagnir styðja tillöguna
Vilja að húsnæðisvandi Listaháskóla Íslands verði leystur til frambúðar
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
innanríkisráðherra og úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur, um að
fallast beri á framsalskröfu pólskra
yfirvalda vegna Pólverja, sem
grunaður er um að hafa framið rán
í Póllandi fyrir 14 árum.
Maðurinn, sem hefur dvalið hér á
landi frá árinu 2007, er sakaður um
að hafa í desember árið 2003 verið
þátttakandi í skipulögðum glæpa-
samtökum. Hann hafi framið vopn-
að rán með því að dulbúa sig sem
lögreglumann og stöðva flutninga-
bifreið, beita bílstjórann ofbeldi,
hóta honum, binda hann á höndum
og fyrir augu hans með límbandi og
aka svo á brott í hinni stolnu bifreið
með þann varning sem í henni var.
Verðmæti bílsins og varningsins
voru á gengi dagsins í dag talin
rúmlega 5,2 milljónir króna.
Maðurinn neitaði sök og sagðist
hafa komið hingað til lands til að
vinna en ekki til að leynast fyrir
pólskum yfirvöldum. Skilyrði fyrir
framsali voru hins vegar talin fyrir
hendi.
Framseldur vegna
vopnaðs ráns
Hæstiréttur Fallist var á framsalskröfu.
RECAST SVEFNSÓFI
LÆKKAĐ
VERĐ
119.900 kr.
sófi sem breytist í rúm á
augabragði - góð springdýna
svefnflötur 140x200 cm
Skemill kr. 33.200
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
Veður víða um heim 21.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 snjókoma
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri -2 heiðskírt
Nuuk -1 alskýjað
Þórshöfn 1 skúrir
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur 8 heiðskírt
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 7 skúrir
Brussel 9 léttskýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 5 rigning
London 10 rigning
París 9 skýjað
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 8 skýjað
Berlín 10 skýjað
Vín 16 skýjað
Moskva 4 heiðskírt
Algarve 15 skýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 19 heiðskírt
Aþena 16 heiðskírt
Winnipeg -12 léttskýjað
Montreal 2 rigning
New York 6 alskýjað
Chicago 11 skýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:20 19:50
ÍSAFJÖRÐUR 7:24 19:56
SIGLUFJÖRÐUR 7:07 19:39
DJÚPIVOGUR 6:50 19:20