Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum snyrtivörum og töskum í mars kynning miðvikud., fimmtud. og föstudag Hinn 15. mars 1942 fórst bresk her- flugvél í flugtaki frá Reykjavíkur- flugvelli, um borð voru sjö manns sem allir létu lífið. Til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá slysinu komu liðsmenn sömu hersveitar og hinir látnu tilheyrðu, 612. flugher- sveitar RAF, til Reykjavíkur til að minnast þeirra. Alan Cowan, flugsveitarforingi, sem fór fyrir Íslandsförum sveitar- innar nú, sagði við minningarathöfn við hermannagrafreitinn í Fossvogs- kirkjugarði: „Margir úr mínu liði hafa þjónað í Írak og Afganistan, en það er mikilvægt fyrir núlifandi kyn- slóð að minnast fórna þeirra sem á undan okkur gengu. Nú vildum við, á 75 ára afmæli slyssins, sjá til þess að minning fallinna félaga gleymdist ekki.“ Cowan fór fyrir sjö manna hópi úr Flugsveit 612 í Íslandsheimsókninni, en á dagskrá hennar var líka heim- sókn til flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar og Isavia, auk móttöku hjá breska sendiherranum. Flugsveit 612 (County of Aber- deen) Sqn RAuxAF var stofnuð í Dyce í Aberdeen-skíri 1. júní 1937. Sveitin var send til Íslands árið 1942 og þjónaði þar til stríðsloka. Í dag skipa sveitina sérþjálfaðir bráðaliðar í varaliði breska flughersins. Forvera minnst Kransar sem Íslandsfarar Flugsveitar 612 lögðu að leiðum áhafnarinnar sem fórst fyrir 75 árum og hvílir í Fossvogskirkjugarði. Minntust fallinna forvera 75 árum síðar Opinber heimsókn forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid til Noregs hófst formlega í gær. Þetta er önnur heimsókn forsetans ut- anlands frá því að hann tók við emb- ætti. Í för með forsetanum er Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkisráð- herra, sendinefnd úr fræðasamfélagi og viðskiptalífi og embættismenn. Dagskrá forsetans var þétt í gær og hófst á opinberri móttöku í norsku konungshöllinni í Ósló. Guðni lagði síð- an blómsveig við þjóðarminnisvarða Norðmanna. Hann heimsótti norska Stórþingið ásamt því að vera boðinn í hádegisverð í konungshöllinni. Þetta mun vera fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Noregs síðan 1997. Guðni hélt ræðu í Háskólanum í Ósló í gær en hann mun síðar í ferðinni halda ræðu í Háskólanum í Bergen. Eliza Reid hélt einnig ræðu í Háskól- anum í Ósló og talaði um jafnréttismál. Á myndinni má sjá Harald 5. Nor- egskonung, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands, Sonju Haraldsen Noregsdrottningu og Elizu Reid for- setafrú. Í bakgrunni sést Hákon krón- prins. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Noregs í tuttugu ár Ljósmynd/Myriam Marti Konung- legar mót- tökur í Ósló Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kynningarfundur um nýtt sam- starfsverkefni á sviði jarðhitarann- sókna, GEOTHERMICA, var hald- inn í gær, en að samstarfinu standa Evrópusambandið og 13 Evrópu- lönd, þ.á m. Ísland. Í verkefninu felst m.a. að íslenskir vísindamenn haldi út og hjálpi til við að heimfæra jarðhitalausnir á Evrópskri grundu. Orkustofnun fer fyrir verkefninu fyrir Íslands hönd og ein milljón evra hefur verið lögð í sjóð verk- efnisins, sem tel- ur alls um 30 milljónir. Að sögn Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra munu ein til tvær milljónir evra skila sér til baka. „Það má segja að bæði séum við það land sem lengst er komið í hitaveituvæðingu í heiminum og á undanförnum árum og áratugum hafa verið byggðar nokkrar jarðhitavirkjanir hér. Menn líta til þess að það er reynsla hér,“ segir hann. Möguleikar á meginlandinu Að sögn Guðna stendur ekki til að fram fari frumrannsóknir á jarð- hita. „Þetta byggist á hagnýtingu þeirra þekkingar sem þegar er fyrir hendi til að koma jarðhitanum til neytenda í Evrópu,“ segir hann. Forsvarsmenn verkefnisins telja að um 25 prósent Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma, en Evrópusam- bandið stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.m.t. jarðhita. „Hvað varðar lághita, til hitunar, þá eru flest Evrópulönd með mögu- leika til þess í einhverjum mæli. Svo eru svæði í Evrópu sem eru mjög gjöful, t.d. á sléttum í Ungverja- landi, í Suður-Þýskalandi og inn í Sviss og Alpana.“ Hefja samstarf um jarðhita  Ísland leggur milljón evra í samstarfssjóð  Íslenskir vísindamenn til Evrópu Guðni A. Jóhannesson Framhald verður á átaki stjórnvalda til að stytta biðlista eftir völdum að- gerðum. Óttarr Proppé heilbrigðis- ráðherra hefur falið Sjúkratrygg- ingum Íslands að semja við Land- spítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir. Um 840 milljónir af fjárlögum þessa árs eru til ráðstöfunar en þetta er annað árið af þremur sem átakið nær til. Þær aðgerðir sem um ræðir eru liðskiptaaðgerðir, hjartaþræð- ingar og augasteinsaðgerðir líkt og í fyrra en í ár er bætt við völdum kven- sjúkdómaaðgerðum. Við valið á að- gerðum var byggt á ráðgjöf land- læknis. Bæta við kven- sjúkdómaaðgerðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.