Morgunblaðið - 22.03.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga
Með einföldum aðgerðum
er hægt að breyta stærð
og lögun sköfunnar
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• Vinnuvistvænt
Skínandi hreinir gluggar
Komið í
verslun okkar eða fáið
upplýsingar í síma
555 1515.
Einnig mögulegt að
fá ráðgjafa heim.
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsstofnun telur að nægilegur
grundvöllur sé til að veita leyfi fyrir
1. áfanga landfyllingar við Elliðaár-
vog miðað við það mat á umhverfis-
áhrifum sem farið hefur fram. Á
þessum landfyllingum á að rísa mikil
íbúðabyggð vestan við núverandi
Bryggjuhverfi, sem brátt verður
fullbyggt.
Skipulagsstofnun setur eftirfar-
andi þrjú skilyrði fyrir leyfisveiting-
unni.
Gengið verði úr skugga um
hættu á mengun úr neðri lögum
botnsets, í samráði við Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur.
Framkvæmdasvæði verði af-
markað með görðum eða öðrum að-
gerðum til að takmarka eins og kost-
ur er að grugg berist til búsvæða
laxfiska á ósasvæði Elliðaánna. Haft
verði samráð við Hafrannsókna-
stofnun um útfærslu þeirra aðgerða.
Framkvæmdatími verði bund-
inn við þann tíma árs þegar laxfiska
er almennt ekki að vænta á ósasvæð-
inu.
Hinn 3. maí 2016 lagði Reykjavík-
urborg fram frummatsskýrslu um
landfyllingu í Elliðaárvogi til athug-
unar hjá Skipulagsstofnun, sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum. Í framhaldinu leitaði
Skipulagsstofnun umsagna um mál-
ið hjá fjölda stofnana og fyrirtækja.
Hinn 7. desember 2016 lagði
Reykjavíkurborg fram matsskýrslu
og óskað eftir áliti Skipulagsstofn-
unar um mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar.
Í matsskýrslu kemur fram að
samkvæmt Aðalskipulagi Reykja-
víkur 2010-2030 sé Elliðaárvogur
eitt af þremur lykilsvæðum í fram-
tíðaruppbyggingu borgarinnar.
Markmið landfyllingar sé að fylgja
eftir stefnumörkun aðalskipulagsins
og styðja við þá stefnu með auknu
framboði á byggingarlandi.
Fram kemur í matsskýrslunni að
heildarstærð fyllingar verði um 13
hektarar og sé efnisþörf gróflega
áætluð um 1-1,2 milljónir rúmmetra.
Fyllingin verði varin með sjóvarnar-
görðum og sé áætluð grjótþörf í
garðanna um 21.000 rúmmetrar.
Gert sé ráð fyrir að gerð land-
fyllingar geti tekið a.m.k. 3-4 ár eftir
að framkvæmdaleyfi hafi verið gefið
út. Fyllingarefni verður komið fyrir
á svæðinu og það látið setjast til í
ákveðinn tíma áður en framkvæmdir
geti hafist.
Í matsskýrslu kemur einnig fram
að við gerð 1. áfanga, sem er áætl-
aður 2,5 hektarar, verði nær ein-
göngu notast við efni sem safnast
hafi upp á athafnasvæði Björgunar.
Það sem vantar upp á sé gert ráð
fyrir að fáist með sjódælingu á efni.
Samið hefur verið við Björgun um að
fyrirtækið geri landfyllinguna en
Björgun mun hætta starfsemi við
Elliðaárvog í maí 2019. Þegar 1.
áfanga sé lokið verði framhaldið
metið með tilliti til niðurstaðna vökt-
unar á laxfiskum.
Viðkvæm staðsetning
Eðli málsins samkvæmt er þessi
staðsetning landfyllingarinnar við-
kvæm vegna nálægðarinnar við ósa
Elliðaánna. Rannsóknir hafi sýnt
mikilvægi ósasvæðisins fyrir göngu-
seiði sem og fullorðna laxa við lífeðl-
isfræðilega aðlögun að breyttu selt-
umagni. Í Elliðaám og Elliðavatni sé
að finna allar tegundir ferskvatns-
fiska hérlendis, þ.e. lax, bleikju, urr-
iða, hornsíli og ál. Allar þessar teg-
undir geti farið á milli ferskvatns og
sjávar á einhverju tímaskeiði á lífs-
ferlinu.
Samkvæmt matsskýrslu sýna
efnagreiningar jafnan styrk þung-
málma í botnseti á svæðinu. Flest
gildin flokkist sem lág eða mjög lág
að undanskildum kopar og nikkel. Af
þessum sökum verði lögð áhersla á
að hreyfa botnset sem minnst við
framkvæmdir. Niðurstaða rann-
sókna á yfirborðslagi botnsets styðji
það vinnulag að byggja garða til
þess að loka af fyllingarsvæði að
hluta sem komi í veg fyrir að grugg
og mengað set berist frá svæðinu .
Grænt ljós gefið á landfyllingu
Leyfi verður veitt fyrir 1. áfanga landfyllingar í Elliðaárvogi Gerð landfyllingar geti tekið 3-4 ár
Takmarka verður eins og kostur er að grugg berist til búsvæða laxfiska á ósasvæði Elliðaánna
Elliðaárvogur Hugmynd að útliti. 1. áfangi landfyllingar lengst til vinstri.
Í mats-
skýrslu
kemur fram
að rann-
sóknir sýni
að laxaseiði
dvelji að
meðaltali 54
klst. á ósa-
svæðinu.
Virðist það vera aðlögunartími
að breyttu umhverfi, þ.e. salt-
vatni. Eftir að seiðin hafi farið
af stað frá ósasvæðinu gangi
þau nokkuð rakleitt til hafs og
taki ferðin út fyrir Viðey 21
klst. að meðaltali.
Fullorðnir laxar sem sleppt
var við Gróttu og Kjalarnes
voru 9 sólarhringa að koma til
baka inn á ósasvæðið og
dvöldu þar um 8 sólarhringa
áður en þeir gengu upp í
Elliðaár. Af því megi ráða að
fiskar staldri við á ósasvæðinu
bæði þegar þeir eru að ganga
frá ferskvatni til sjávar og öf-
ugt. Þeir séu viðkvæmir á
þessu stigi vegna mikilla
breytinga á líkama þeirra.
Halda til á
ósasvæðinu
RANNSÓNIR Á LAXFISKUM
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau
Vilhjálmur Árnason (fyrsti flutn-
ingsmaður), Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir og Hildur Sverrisdóttir,
flytja þingmannafrumvarp um
breytingu á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, með þeirri breytingar-
tillögu að lágmarksútsvar verði af-
numið. Sambærileg frumvörp hafa
verið lögð fram á Alþingi fjórum
sinnum á undanförnum árum en
hlutu ekki afgreiðslu.
Þrjú sveitarfélög hafa þegar skil-
að umsögnum sínum og eru þau öll
neikvæð í garð frumvarpsins. Sveit-
arfélögin eru Hveragerði, Norður-
þing og Seyðisfjörður. Hveragerði
og Norðurþing eru sýnu neikvæðari
en Seyðisfjörður.
Ákveðinn hópur launamanna
Bæjarráð Hveragerðisbæjar
fundaði um málið nýverið og gerði
samþykkt, þar sem segir m.a.: „Bæj-
arráð telur að afnám lágmarksútsv-
ars brjóti gegn anda þess jafnræðis
sem við sem þjóð viljum að ríki í
okkar samfélagi og því leggst bæjar-
ráð eindregið gegn samþykkt frum-
varpsins.“
Í samþykkt bæjarráðsins segir að
frumvarpið virðist ekki snúast um að
efla tekjustofna sveitarfélaga eða
innbyrðis skiptingu þeirra heldur
snúist það um að ákveðinn hópur
launamanna á Íslandi skuli hafa
möguleika á að sleppa að miklu eða
öllu leyti við að greiða útsvar af
launatekjum sínum þegar tekin sé
ákvörðun um búsetu. „Á Íslandi sem
og á öðrum löndum á Norðurlöndum
hefur verið sátt um þá afstöðu að all-
ir launþegar skuli greiða ákveðinn
hluta af launum til samfélagslegra
verkefna, skiptir þá fjárhagsleg
staða viðkomandi sveitarfélags ekki
máli.
Bæjarráð bendir á að ef frumvarp
sem þetta ætti að verða að lögum
yrði samhliða að gera gagngerar
breytingar á öðrum greinum laga
um tekjustofna sveitarfélaga til að
komið verði í veg fyrir að sveitar-
félög sem í dag hýsa til dæmis stöðv-
arhús vatnsaflsvirkjana eða stórar
ríkisstofnanir gætu hyglað íbúum
sínum fjárhagslega á grundvelli
tekna sem þessi mannvirki veita,“
segir þar ennfremur.
Byggðaráð Norðurþings fundaði
um málið hinn 20. mars og gerði eft-
irfarandi samþykkt: „Byggðarráð
leggst alfarið gegn markmiðum
frumvarps til laga um tekjustofna
sveitarfélaga um afnám lágmarks-
útsvars og felur sveitarstjóra að
koma þeim skilaboðum til Alþingis
og þingmanna kjördæmisins.“
Bæjarráð Seyðisfjarðar fundaði
um frumvarpið hinn 15. mars sl. Í
bókun fundarins segir m.a.: „Bæjar-
ráð veitti umsögn um frumvarp
sama efnis 26.11.14. Bæjarráð árétt-
ar fyrri umsögn sem er eftirfarandi.
„ Bæjarráð telur að huga þurfi að
tekjuöflun og tekjustofnum sveitar-
félaga með heildrænum hætti, áður
en farið er í þá breytingu sem lögð
er til í frumvarpinu.“
Frumvarpið brjóti
gegn anda jafnræðis
Umsagnir um afnám lágmarksútsvars eru neikvæðar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Óli Björn Kárason (lengst til hægri) er formaður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis sem nú er að fjalla um afnám lágmarksútsvars.