Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Franskirhægrimennþóttust sumir hafa himin höndum tekið þeg- ar Francois Fillon var útnefnd- ur sem forsetaefni þeirra fyrr á þessu ári. Fillon, sem áður gegndi starfi forsætisráðherra Frakklands, þótti nefnilega vera hægrisinnaðasti frambjóð- andinn sem Repúblikanaflokk- urinn franski gat boðið upp á og þar með líklegastur til þess að geta haldið velli gegn ásókn Þjóðfylkingar Marine Le Pen í fylgi þeirra. Þá bentu kannanir til þess að Fillon væri langsig- urstranglegastur allra þegar í seinni umferð forsetakosning- anna væri komið. En margt getur hent á langri vegferð í kosningabaráttu og þegar ásakanir komu fram um að Fillon hefði ráðið fjölskyldu- meðlimi sína í fölsk störf, fór fljótt að halla undan fæti hjá frambjóðandanum. Glæpurinn var þó ekki frændhyglin í ráðn- ingum, heldur virtist sem eig- inkona Fillons og börn hefðu ekki innt neina vinnu af hendi fyrir þau laun sem þeim voru greidd. Í síðustu viku fór málið svo upp á nýtt stig þegar til- kynnt var að formleg rannsókn væri hafin á Fillon og launa- málum fjölskyldu hans. Það hefur því verulega syrt í álinn fyrir Fillon, ekki síst þar sem hann sagði sjálfur við upp- haf þessa máls að enginn ætti að vera frambjóðandi sem búið væri að hefja formlega rann- sókn á. Fillon sýnir þó ekkert farar- snið á sér. Í ljósi þess að bæði Le Pen og Emmanuel Macron, sem nú þykir líkleg- astur til þess að vinna kosning- arnar, hafa glímt við lagaleg vandræði í þessari kosninga- baráttu, þarf hann þess kannski ekki. Skoðanakannanir sýna nefnilega að þrátt fyrir allt myndi duga Fillon að komast í aðra umferð kosninganna gegn Le Pen. Andstæðingar hennar myndu þá sameinast gegn Le Pen og kjósa Fillon, þrátt fyrir ásakanirnar. Macron og Fillon eru því í raun að berjast um annað sætið í fyrri umferðinni. Gallinn fyrir Fillon er sá að hann er óravegu frá því að ná inn í aðra umferð, um sex pró- sentustigum frá Macron. Kappræður helstu frambjóð- enda, sem sjónvarpað var á mánudagskvöldið, breyttu litlu þar um. Enginn telst ótvíræður sigurvegari þeirra. Fyrir Fil- lon voru þær þó kærkomið tækifæri til þess að ræða eitt- hvað annað en vandamál sín. Þau eru hins vegar ekki á förum og sú málsvörn Fillons að hér sé eingöngu um norna- veiðar fjölmiðla að ræða virðist hafa haft lítil áhrif á kjósendur. Í ljósi þess að nú er rétt rúm- lega mánuður til stefnu áður en Frakkar kjósa má gera ráð fyr- ir að tækifærum Fillons til þess að rétta úr kútnum fari ört fækkandi. Fillon á við ramman reip að draga}Barist um annað sæti Greint var fráþví í Morgun- blaðinu í gær að nemendur í grunn- skóla einum í Hafnarfirði væru farnir að tjá sig á ensku sín á milli í frímínútum. Kennarinn sem sagði frá þessu tók að vísu fram að þetta væri ekki algilt, en ætti þó við um nokkra hópa í skólanum á öll- um aldri, ekki bara þeirra sem eru á táningsárum. Það sem einkum vakti at- hygli kennarans var að ekki var um að ræða stöku ensku- slettu hér og þar, líkt og vænta mætti, heldur væri þarna um heilu og hálfu samtölin að ræða á ensku. Sagði kennarinn að hann hefði heyrt af því að þessi þróun ætti sér stað í fleiri skól- um en þeim sem hann kennir í. Umfjöllun Morgunblaðsins í dag rennir því miður stoðum undir þessa frásögn. Aukin tungumálakunnátta er vissulega af hinu góða en hún má ekki vera á kostnað móðurmálsins. Erfitt er fyrir fámennt málsvæði, og jafnvel þau sem stærri eru, að verj- ast sterkum áhrif- um enskunnar, sem er alltumlykj- andi í afþreyingar- samfélagi okkar. Vandinn kann einnig að liggja í öðru. Í vel heppnaðri herferð Mjólkursamsölunnar var sungið að á íslensku mætti alltaf finna svar. Engu að síður var það reynsla blaðamanns Morgunblaðsins að fólk í við- skiptalífinu væri óspart við enskuslettur, jafnvel svo mjög að blaðamaður þurfi nánast að þýða viðtal áður en hægt er að bjóða lesendum upp á það. Þeir sem eldri eru þurfa að hafa í huga að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Í því felst meðal annars að gæta þess að þau hafi aðgang að nægu afþreyingarefni á ís- lensku í bókum, blöðum, tölv- um og sjónvarpi, en jafnframt að þeir fullorðnu séu góð fyrir- mynd í umgengni sinni við tungumálið. Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var} Þjóðararfinum ógnað Á titilsíðu skáldsögunnar Musu eftir Sigurð Guðmundsson, sem kom út fyrir stuttu, er titillinn eðlilega áberandi, en smærra neðan við hann, með bláu letri, er orðið Kvöld. Blái liturinn dregur orðið fram en felur það í senn. „A regnboga ero þrir litir. vatnz litr oc ælds litr oc brennosteins loga litr,“ segir í Hauksbók sem skrifuð var í upphafi fjórtándu aldar (í Hauksbók eru litir regnbogans sagðir þrír og eins í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar: „Hon er með þrim litum,“ segir Hár er hann lýsir Bif- röst / regnboganum, en nefnir síðan aðeins einn lit: „Þat er þú sér rautt í boganum er eldr brenn- andi.“). Út úr ritgerð Kirsten Wolf um bláan lit í forn- norrænum sögum sem birtist í Scripta Islandica 2006 má meðal meðal annars lesa að til forna hafi liturinn blár yfirleitt ekki þýtt blátt heldur „dökkt“, eða svo yfirleitt notaður í lýsingum. Með tímanum varð blár smám saman blár; fullgildur litur. Í leiðbeiningum á vefsetri japönsku lögreglunnar má lesa að grænt ljós í umferðarljósum þýði að óhætt sé að halda leið sinni áfram, nema náttúrlega maður sé að lesa leiðbein- ingarnar á japönsku: þar segir að viðkomandi ljós sé blátt. Nú kann ég ekki japönsku sjálfur, en hef heimildir fyrir því að ekki sé bara að neðsta ljósið á umferðarljósum sé „blátt“, heldur má víst finna blá tún og bláa grænjaxla í Japan. Skýringin á þessu er sú að þar til forna létu menn eitt orð duga fyrir þessa liti tvo, þ.e. sama orðið, ao, náði yfir grænt og blátt. Fyrir þúsund árum eða svo varð til annað orð, midori, sem náði yfir græna litinn, en þó ekki – það var í raun notað yfir þann hluta bláa litaskalans sem var grænleitur. Það var víst ekki fyrr en uppúr miðri tutt- ugustu öldinni sem midori varð litur, grænt varð til, ef svo má segja, með það í huga að það að ekki sé til orð yfir eitthvað þýðir ekki að það sé ekki til. Mannsaugað getur greint 7,5 milljón litatóna, eða réttara sagt, augað greinir þrjá liti: rautt, grænt og blátt, og svo sér heilinn um rest. Fjög- urhundruð árum eftir að Haukr Erlendsson rit- aði Hauksbók sá Isaac Newton fimm liti í regn- boganum, rauðan, gulan, grænan, bláan og fjólubláan. Síðan bætti hann tveimur litum við, appelsínugulum og indigo, enda vildi hann hafa litina sjö til að ríma við (hljóma með) hinum díatóníska tón- stiga alheimsins. (Í tímaritinu Bjarka fyrir 120 árum nefndi Þorsteinn Erlingsson litinn fjóludökkblár er hann lýsti regnboga og má vel koma í stað indigo í íslensku.). Newton vildi appelsínugulan lit, en heitið á honum rataði inn í ensku úr sanskrít: naranga varð að orange. Íslenska heitið kemur úr annarri átt; úr þýsku í dönsku og þaðan í ís- lensku um miðja nítjándu öldina; epli frá Kína. Liturinn var til, nema hvað, en þá bara sem litbrigðið rauðgulur. Gleym- um því nefnilega ekki að þó það sé ekki til orð yfir eitthvað þýðir það ekki að það sé ekki til eins og áður sagði. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Gulur, rauður, blár og blár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ríkisútvarpið sýndi á mánu-dag heimildarþátt breskaríkisútvarpsins Heimurán Downs-heilkennis (e. A world without Down syndrome). Í þættinum var nefnt að 100% ís- lenskra kvenna eyða fóstri sem greinist með þrístæðan 21. litning, betur þekkt sem Downs-heilkenni. Þórdís Ingadóttir, lögfræð- ingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni, segir að fram- kvæmdin hér heima segi mikið til um tölfræðina. „Við viljum auðvitað frjálst val, en það eru stanslaus skilaboð sem beinast gegn þessu, við höfum at- hugasemdir við það, við teljum að það sé hægt að bæta verkferla, bæta fræðslu og annað,“ segir Þórdís og gagnrýnir þær klínísku leiðbein- ingar um meðgönguvernd sem land- læknir gefur út um skimun. Í doktorsritgerð Helgu Gott- freðsdóttur, prófessors við ljós- mæðradeild Háskóla Íslands, kemur fram að 90% kvenna á höfuðborgar- svæðinu fara í samþætt líkindamat (11-14 vikna skimun) og 75-81% kvenna á landsvísu. Þórdís segir að mun færri konur fari í slíka skimun erlendis. Hún nefnir að í Svíþjóð fara um 50% kvenna í skimun, 30% í Hollandi og í Noregi er skimun fyrir Downs einvörðungu í boði fyrir kon- ur 38 ára og eldri. Klínískar leiðbeiningar Í klínísku leiðbeiningunum um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna frá Landlæknisembættinu kemur fram að við fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsmann (t.d. í síma- viðtali, viðtali við ljósmóður, heim- ilislækni eða fæðinga- og kvensjúk- dómalækni) eigi að upplýsa um áhættu og ávinning allra skimana sem standa til boða á meðgöngu, þar með talið skimun fyrir sköpulags- göllum og Downs-heilkenni. Í leiðbeiningunum kemur einn- ig fram að við fyrstu komu í með- gönguvernd eigi að bjóða upplýs- ingar um skimun fyrir Downs-heilkenni og öðrum litn- ingafrávikum og einnig bjóða upp á skimun. Það þarf að greiða sér- staklega fyrir slíka skimun en hún er ekki hluti af venjulegri með- gönguvernd samkvæmt klínískum leiðbeiningum meðgönguverndar og þarf að gera grein fyrir því. Valið alltaf til staðar Jón Jóhannes Jónsson, yfir- læknir erfða- og sameindalæknis- fræðideildar á Landspítalanum, seg- ir að kerfið sé byggt upp þannig að skimun sé alltaf val. „Grunn- hugmyndafræðin í þessu kerfi, eins og það er sett upp, er að fólk velur um það sjálft hvort það vill taka þátt í ferlinu eða ekki,“ segir Jón. „Þetta er þeirra ákvörðun, út frá þeirra að- stæðum og gildismati. Kerfið virkar þannig. Það er hluti af sjálfræðinu.“ Hann segir að fyrsta stóra ákvörðunin sé alltaf hvort konur vilji fara í skimun eða ekki. Ef það kemur í ljós að það sé aukin áhætta á þrístæðum litningi þá er næsta ákvörðun hvort eigi að fara í rann- sókn sem felur í sér ástungu til töku fylgjusýnis. Ákvörðun tekin fyrir skimun Hann segir að ef upp kemst um afbrigðilega litningagerð í fylgju- sýni sé samt sem áður tími og ráð- rúm til að hugsa sig um áður en ákveðið er að enda meðgöngu. „Það er á þessum tímapunkti sem þessi 100% tala kemur upp. Ég verð að segja fyrir mitt leyti, þá er aðal- tímapunkturinn að ákveða að taka þátt í ferlinu.“ Hann telur að fæstir ákveði að fara í ástungu á fylgjusýni nema hafa tekið fyrirfram ákvörðun um að eyða fóstri ef um afbrigðilega litningagerð sé að ræða. Slík ákvörðun sé þó ekki endanleg og er alltaf valmöguleiki að skipta um skoðun. „Aðaltalan fyrir mér er hversu margir kjósa að fara í skim- un. Mér finnst það vera aðalákvörð- unarpunkturinn,“ segir Jón. Sérstaða Íslands í skimun fyrir Downs Getty Images/Stockphoto Skimun Rúmlega 80% íslenskra kvenna fara í skimun á meðgöngu. Allþjóðlegi Downs-heilkennis dagurinn er 21. mars á hverju ári. Deginum er ætla að vekja athygli á heimsvísu á Downs- heilkenninu. Markmiðið er að vekja heimsathygli á réttindum fólks með Downs. Dagsetningin 21. mars var valin vegna þess að það er 21. dagurinn í þriðja mánuði ársins og tákna tölurnar þrístæðan 21. litning sem veldur Downs-heilkenni. Hafa stuðn- ingssamtök Downs-heilkennis um allan heim haldið daginn há- tíðlegan síðan 2006 en árið 2011 skráðu Sameinuðu þjóð- irnar daginn opinberlega sem alþjóðlegan dag Downs. Alþjóðlegi dagur Downs ALHEIMSÁTAK TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á DOWNS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.