Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Siglfirðingurinn Lárey Valbjörnsdóttir fagnar 40 ára afmæli sínuí dag, en hún býr í Úlfarsárdal í Reykjavík og kennir þar í Dal-skóla. Dalskóli er hvort tveggja leikskóli og grunnskóli, en
Lárey er einmitt bæði leikskólakennari og grunnskólakennari.
Hún hóf störf í Dalskóla í janúar 2011 í leikskólanum, sem deildar-
stjóri og síðar sem sérkennslustjóri þar til í vetur þegar hún fór að
vinna sem sérkennari í grunnskólahlutanum.
„Ég er að kenna á yngsta stigi, aðallega í 1. til 3. bekk, og er að
styðja við börn sem eru með ýmiss konar sérþarfir eins og einhverfu
og ADHD og bara þar sem mín er þörf.“
Áhugamál Láreyjar eru að vera með fjölskyldunni, útivist, ferðalög
og svo stundar hún jóga. „Ég gaf mér í afmælisgjöf að fara í jógaferð
til Taílands í janúar. Ég fór með jógastöð sem heitir Sólir og það var
25 manna hópur sem fór í þessa ferð. Þetta var alveg geggjuð upp-
lifun og ég mæli með svona ferð hvort sem maður er nýbyrjaður að
stunda jóga eða kominn með bakgrunn. Það skiptir ekki máli hvar
maður er staddur.“
Í tilefni afmælisins ætlar Lárey að bjóða fjölskyldunni í mat í kvöld.
Eiginmaður Láreyjar er Baldur Þórir Baldursson bifvélavirki en
hann á verkstæði sem heitir Technik. Börn þeirra eru Birgitta Ósk 18
ára, Viktor Máni 12 ára og Ingdís Una 8 ára.
Gaf sjálfri sér jóga-
ferð í afmælisgjöf
Lárey Valbjörnsdóttir er fertug í dag
Í Taílandi Lárey við Emerald-vatn á eyjunni Ko Mae Ko.
T
ómas Júlían Höiriis
fæddist 22. mars 1957 í
Keflavík og ólst þar
upp. Hann dvaldi eitt
sumar í sveit hjá dönsk-
um ættmennum sínum í föðurætt.
Tómas gekk í Gagnfræðaskóla
Keflavíkur og var einnig tvo vetur
að Núpi í Dýrafirði. Hann fór í Iðn-
skólann í Reykjavík og Keflavík og
útskrifaðist sem vélvirki.
Tómas vann hjá Skipadeild SIS
sem unglingur og sigldi til Evrópu-
landa á skipunum Arnarfelli og
Hvassafelli. „Ég lærði vélvirkjun í
Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík og eft-
ir útskrift úr því námi fór ég til
Noregs og vann þar á borpöllum í
tæp tvö ár. Vann síðan hjá Kefla-
víkurverktökum á flugvellinum áð-
ur en ég gerðist slökkviliðsmaður
hjá Varnarliðinu og vann þar í tutt-
ugu ár. Ég lærði sportköfun sem
unglingur og stundaði sportköfun
og seinna meir sportköfunar-
kennslu í hartnær 35 ár. Ég starf-
aði lengi vel í Björgunarsveitinni
Stakk úr Keflavík-Njarðvík.“
Tómas stofnaði Sportköfunar-
skóla Íslands 1997 og Umhverfis-
Tómas Knútsson umhverfisverndarmaður – 60 ára
Á Kúbu „Við Magga höfum mjög gaman af því að ferðast til framandi staða og var Kúba alveg sérstaklega skemmti-
legt land að heimsækja. Ég gerði lista yfir tíu atriði sem ég þarf að gera og að heimsækja Kúbu var eitt þeirra.“
Berst fyrir hreinsun
sjávar og fjöru
Tommi og dætur Karen Lind,
Tommi og Eygló Anna.
Magga og dætur Sabína Siv, Auður
Björg, Nína Ósk og Magga.
Reykjavík Alma Ein-
arsdóttir fæddist 1.
apríl 2016 kl. 16.41 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hún vó
2.965 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Einar Njálsson og
Sif Ragnarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is