Morgunblaðið - 22.03.2017, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
verndarsamtökin Bláa herinn 1995
og hann kom einnig að stofnun
Íþróttafélagsins NES árið 1991.
Störf Bláa hersins hafa vakið verð-
skulduaða athygli undanfarna tvo
áratugi og hafa samtökin og stofn-
andi fengið fjöldann allan af viður-
kenningum, m.a. náttúruverndar-
viðurkenningu Sigríðar í Brattholti
árið 2014, umhverfisviðurkenningu
Pokasjóðs og UMFÍ, umhverfisvið-
urkenningu Reykjanesbæjar og
verið þrisvar tilnefndur til um-
hverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
„Í dag rek ég Bláa herinn og tek
þátt í þeirri baráttu sem hann
stendur fyrir hverju sinni, stend
fyrir fjöruhreinsunarverkefnum,
held fyrirlestra, heimsæki skóla og
fyrirtæki og skrifa ráðamönnum
þjóðarinnar og sveitarstjórnar-
mönnum hvatningarbréf um að
hafa umhverfi sitt eins hreint og
hægt er.
Blái herinn hefur hreinsað 1.300
tonn af rusli úr náttúrunni og notað
samvinnufúsar hendur yfir 2.500
sjálfboðaliða sem hafa eytt sem
næst 54 þúsund vinnustundum í
okkar verkefni. Umhverfismál og
fjölskyldan á allan minn hug og
hjarta í dag.“
Fjölskylda
Maki Tómasar er Magga Hrönn
Kjartansdóttir, f. 15 7. 1962, hús-
móðir. Foreldrar hennar: hjónin
Kjartan Jóhannsson sjómaður, f.
1921, d. 1977 og Nína Sveinsdóttir
fiskverkakona, f. 1933, d. 1990.
Fyrri maki Tómasar er Sólveig
Guðmundsdóttir, f. 22.4. 1959,
hjúkrunarfræðingur.
Börn Tómasar og Sólveigar: 1)
Eygló Anna, f. 1977, hjúkrunar-
fræðingur og flugfreyja, maki: Sig-
urður Stefánsson, f. 1977, flugvirki.
Börn: Guðmundur Freyr, f. 2000,
Stefán Júlían, f. 2003, Tómas Aron,
f. 2010 og Samúel Friðjón, f. 2016.
Bús. í Reykjanesbæ; 2) Karen
Lind, f. 1984, flugfreyja, maki:
Davíð Þór Sveinsson, f. 1988, flug-
virki. Barn þeirra er Snædís Lind,
f. 2016. Bús. í Reykjanesbæ. Stjúp-
börn: 3) Nína Ósk Kristinsdóttir, f.
1985, grunnskólakennari, maki:
Guðmundur Gunnarsson, f. 1983,
afgreiðslumaður. Börn: Emelía
Ósk, f. 2008 og Aníta Ósk, f. 2015.
Bús. í Sandgerði; 4) Auður Björg
Kristinsdóttir, f. 1987, umönnunar-
starfsmaður. Börn: Benóný, f. 2009
og Freyja, f. 2011. Bús. í Noregi; 5)
Sabína Siv Sævarsdóttir, f. 1994,
umönnunarstarfsmaður, unnusti
Ásbjörn Sólberg Pálsson, f. 1990.
Barn: Baltasar Sólberg, f. 2016.
Bús. í Reykjanesbæ.
Systkini: María Knútsdóttir
Bengtsson, f. 1954, bús. í Svíþjóð,
Björn Ingi Knútsson, f. 1961, verk-
efnastjóri, bús. í Kjósinni. Hálf-
systkini sammæðra: Ólafur Reynir
Sigurjónsson, f. 1944, tollvörður,
bús. á Selfossi. Hálfsystkini sam-
feðra: Atli Rafn Kristinsson, f.
1947, íslenskufræðingur, bús. í
Reykjavík; Margrét Elísabet
Knútsdóttir, f. 1973, ljósmóðir, bús.
í Reykjanesbæ. Uppeldissystkini:
Guðmann Héðinsson, f. 1953, smið-
ur, bús. í Reykjanesbæ; Ólafía Héð-
insdóttir, f. 1956, ræstitæknir, bús.
í Noregi; Sigurjón Héðinsson, f.
1958, bakari, bús. í Reykjanesbæ.
Foreldrar Tómasar: Knútur
Höiriis, f. 22.5. 1922, d. 20.4. 1993,
stöðvarstjóri Esso á Keflavíkur-
flugvelli, og k.h. Anna Nikulásdótt-
ir, f. 5.9. 1924, d. 12.4. 2007, hús-
móðir í Keflavík, síðar í Svíþjóð.
Þau skildu. Stjúpmóðir Tómasar og
seinni kona Knúts er Elín Ólöf
Guðmannsdóttir, f. 28.7. 1934, fv.
skrifstofumær, bús. í Reykjanesbæ.
Úr frændgarði Tómasar Knútssonar
Tómas Júlían
Höiriis Knútsson
Helga Bjarnadóttir
húsfreyja á Hreimsstöðum
Helgi Árnason
bóndi á Hreimstöðum í
Norðurárdal, Borgarfirði
Jónína Guðbjörg
Helgadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Nikulás Árni Halldórsson
trésmiður í Reykjavík
Anna Nikulásdóttir
húsfreyja í Keflavík,
síðar í Svíþjóð
Þórdís Nikulásdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Halldór Þorsteinn Halldórsson
bóndi í Reykjavík
Kristín Nikulásdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Halldór Nikulásson
bílamálari í Reykjavík
Árni Helgason
íþróttafrömuður í Borgarnesi og á Langárfossi
Guðbjarni Helgason
bóndi í Straumfirði á Mýrum
Rannveig Helgadóttir
húsfr. á Grímarsstöðum
í Andakíl, Borg.
Sigrún Guðbjarnadóttir
húsfr. í Borgarnesi
Teitur Daníelsson
bóndi á
Grímarsstöðum
Þórhallur Teitsson
kvikmyndatökum.
á Hvanneyri
Örn Árnason
leikari
Nikulás Halldórsson
skipstjóri hjá Eimskip
Halldór Helgi Halldórsson
bílamálari í Reykjavík
Guðrún Tómasdóttir
húsfreyja á Ytra-Vatni
Skúli Jónsson
bóndi á Ytra-Vatni,
Lýtingsstaðahr., Skag.
Björn Skúlason
vann hjá Heildverslun Ásgeirs
Sigurðarsonar í Reykjavík
Margrét Elísabet Höiriis
stofnaði og rak Sápuhúsið í Rvík
Knútur Höiriis
stöðvarstjóri Esso
á Keflavíkurflugvelli
Juliane Höiriis
húsfreyja í Danmörku
Thomas Höiriis
bóndi í Danmörku
90 ára
Kjartan Friðriksson
Þórunn Theódórsdóttir
85 ára
Eygerður Bjarnadóttir
Jóhanna Andrésdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
80 ára
Ásgerður Svandís Skúlad.
Birgir Olsen
Edvarð Júlíus Sólnes
Gréta Sína Jónsdóttir
Hörður Sigurðsson
Jóhann Árnason
Oddný Vilhjálmsdóttir
75 ára
Ásgeir Jónsson
Ásgerður Snorradóttir
Eggert Thorberg Gíslason
Guðbjörn Jósepsson
Móses Geirmundsson
Sigríður Matthíasdóttir
Þórunn Árnadóttir
70 ára
Anna Elísabet Ásgeirsdóttir
Erla Ólafsdóttir
Halldór Rúnar Guðmundss.
Haraldur Gunnar Haraldss.
Sæmundur Jóhannsson
60 ára
Atli Már Sigurðsson
Ásta María Björnsdóttir
Guðmundur Geirsson
Hafberg Magnússon
Jósef Rúnar Magnússon
Kristín Guðjónsdóttir
Krystyna Barbara Bubrzyk
Magnús I. Guðjónsson
Margrét Helena Másdóttir
Pálmi Stefánsson
Ragnheiður B. Guðjónsd.
Sigurður Tryggvi Sigurðss.
Stefán Vestmann
Tómas J. Höiriis Knútsson
Tryggvi Björn Tryggvason
Þorsteinn Bjarnason
Þóra Ársælsdóttir
Þórhildur Hjaltadóttir
50 ára
Birna Metúsalemsdóttir
Jan Stanislaw Baziak
Lilja Björk Brown
Sigríður Guðjónsdóttir
Sigrún Guðbj. Guðmundsd.
Sigurveig Halldórsdóttir
Þórdís Anna Baldursdóttir
40 ára
Baldur Rafn Gylfason
Björn Traustason
Brynhildur S. Hafsteinsd.
Davíð Steinar Þorvaldsson
Dominik Sebastian Bielecki
Eiður Már Guðbergsson
Freyja Kjartansdóttir
Gunnar Örn Gunnarsson
Katarína Hannelová
Katarzyna B. Slusarek
Lárey Valbjörnsdóttir
Nhi Thy Tran Pham
Nína Ýr Nielsen
Sigríður María Atladóttir
Stefán Örn Gunnlaugsson
30 ára
Bryndís Hjálmarsdóttir
Eva Björnsdóttir
Eydís Flosadóttir
Helga Guðmundsdóttir
Jóhanna Guðrún Magnúsd.
Jón Páll Hilmarsson
Linda Björg Halldórsdóttir
Magnea Kristín Snorrad.
Mateusz Jan Kiwitt
Pasong Srisutrum
Ragnhildur B. Theodórsd.
Rósant Rósantsson
Snjólaug Ásta Hauksdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Linda er Hafnfirð-
ingur og er þjónustu-
ráðgjafi í Arion banka.
Maki: Ragnar Breiðfjörð
Guðmundsson, f. 1987,
sendibílstjóri.
Börn: Tómas Ingi, f. 2012.
Foreldrar: Halldór Jón
Einarsson, f. 1960, járn-
smiður hjá Héðni, og Lena
Sædís Kristinsdóttir, f.
1962, aðstoðarmaður
sjúkraþjálfara á Hrafnistu,
Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Linda Björg
Halldórsdóttir
40 ára Baldur er úr Graf-
arvogi og býr í Kópavogi.
Hann er hárgreiðslu-
meistari og á heildversl-
unina bpro.
Maki: Sigrún Bender, f.
1985, flugmaður hjá Ice-
landair.
Börn: Tristan Gylfi, f.
2001, Baltasar Guð-
mundur, f. 2008, og Alex-
ander Hugo, f. 2015.
Foreldrar: Gylfi Skúlason,
f. 1956, og Aðalbjörg
Baldursdóttir, f. 1956.
Baldur Rafn
Gylfason
40 ára Freyja er úr Hafn-
arfirði en býr í Reykjaborg
í Mosfellsbæ. Hún er lista-
maður.
Maki: Sigurjón Örn Ólafs-
son, f. 1973, sjómaður á
Ásbirni hjá Granda.
Börn: Kristín Sæunn, f.
2007.
Foreldrar: Kjartan Þórð-
arson, f. 1953, öryggis-
fulltrúi hjá Samgöngu-
stofu, og Kristín Sæunn
Guðbrandsdóttir, f. 1953,
d. 1998, húsmóðir.
Freyja
Kjartansdóttir
María Ágústsdóttir hefur varið dokt-
orsritgerð sína í samkirkjulegri guð-
fræði við Guðfræði- og trúarbragða-
fræðideild Háskóla Íslands.
Ritgerðin ber heitið Að taka við
„hinum“. Lifuð reynsla af Oikou-
mene sem veruleika er lýsir hag-
nýtum, félagslegum og andlegum
tengslum (Receiving the Other. The
Lived Experience of Oikoumene as a
Practical, Relational, and Spiritual
Reality). Aðalleiðbeinandi Maríu var
Einar Sigurbjörnsson, nú prófessor
emeritus við Háskóla Íslands.
Meginrannsóknarefni ritgerðar-
innar snýr að því að greina lifaða
reynslu fólks af samskiptum og
samstarfi kristinna trúfélaga, fyrir-
bæri sem táknað er hér með gríska
hugtakinu Oikoumene. Gerð er til-
raun til að lýsa og túlka fyrirbærið
með það fyrir augum að bæta gæði
þess út frá eftirfarandi rannsóknar-
spurningu: Hver er lifuð reynsla
leiðtoga innan kristinna trúfélaga á
Íslandi, sem hafa tekið virkan þátt í
samkirkjulegu starfi, af slíku sam-
starfi, með áherslu á hvað sameinar
og hvað sundrar? Gögnum var safn-
að með eigindlegum viðtölum við
fjórtán aðila, kon-
ur og karla. Í ljós
kom að reynsla
þeirra af fyrir-
bærinu sneri að
þremur þáttum: Í
fyrsta lagi því
sem varðar hag-
nýtt samstarf og
kristniboð, í öðru
lagi því sem snertir tengsl og við-
horf og í þriðja lagi því sem greina
má sem andlega eða guðfræðilega
iðkun.
Þessir þrír þættir móta persónu-
lega og trúarlega sjálfsmynd, þar
með talið þá sjálfsmynd sem teng-
ist trúfélagsaðild, og hafa haft djúp
áhrif á líf þátttakendanna í rann-
sókninni. Einkum virðist þátttaka í
samkirkjulegu starfi leiða til opnara
og móttækilegra hugarfars gagnvart
öðrum trúfélögum og öðru fólki,
„hinum“. Þannig lýtur megininntak
rannsóknarinnar að persónulegum
tengslum frekar en kerfum og
stofnunum. Engu að síður eru settar
fram nokkrar tillögur um á hvaða
hátt megi bæta gæði kirkjulegra
tengsla almennt.
María Ágústsdóttir
María Ágústsdóttir er fædd á Egilsstöðum árið 1968. Hún lauk embættisprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá
sama skóla árið 1994. María hefur sinnt prestsþjónustu í vesturhluta Reykjavíkur
frá árinu 1993 og verið formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi
frá árinu 2002. Eiginmaður Maríu er Bjarni Þór Bjarnason og börn hennar eru
fimm, Kolbeinn, Ragnhildur, Guðný Lára, Guðrún María og Nína Björg.
Doktor
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900