Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Sportgleraugu
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110
www.eyesland.is
Red Bull Bullseye
kr. 23.490,-
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
15 ár á Íslandi nefnist ný heimildar-
mynd eftir Jón Karl Helgason sem
verður frumsýnd á morgun í Bíó
Paradís. Í henni fjallar Jón um líf
taílenskrar fjölskyldu sem fluttist til
Íslands í upphafi aldarinnar í leit að
betra lífi en elsta dóttirin varð eftir í
Taílandi. Jón myndaði daglegt líf
fjölskyldumeðlima og beinir m.a.
sjónum að baráttu þeirra við að að-
lagast íslensku samfélagi og ná þeim
markmiðum sem þeir hafa sett sér.
Jón hóf um aldamótin að leita að
innflytjendafjölskyldu til að fylgjast
með. „Ég beið í tvö ár og á meðan
kemur fjölskyldufaðirinn og farand-
verkamaðurinn Praneet Khongch-
umchuen til landsins. Þegar fjöl-
skyldan sameinast, árið 2003, byrja
ég að mynda hana en myndin heitir
15 ár á Íslandi af því hann er búinn
að vera 15 ár á Íslandi. Ég er ekki
búinn að mynda þau í 15 ár en ég
byrjaði fyrir 15 árum að leita að fjöl-
skyldu,“ segir Jón. Hann hafi mynd-
að fjölskylduna reglulega allt til árs-
loka 2016.
Spurður að því hvers vegna hann
hafi ákveðið að gera heimildarmynd
um þetta efni segir Jón að á þessum
árum, upp úr aldamótum, hafi verið
mikill straumur innflytjenda til Ís-
lands, fólks sem tók að sér störf sem
Íslendingar höfðu ekki áhuga á. Jón
segir Praneet sögumanninn í mynd-
inni og að hann tali ensku. „Honum
hefur því miður aldrei tekist að læra
íslensku,“ segir Jón.
Hvað varðar umfjöllun um inn-
flytjendamál í fjölmiðlum segir Jón
að hún sé alltaf mikil fyrir kosningar
og þær hafi verið nokkrar á þessum
15 árum. „Það sem ég geri í mynd-
inni er að nýta mér fréttamiðlunina.
Ég safnaði öllum gögnum um inn-
flytjendamál og í myndinni flytja
þulir þessar fréttir. Við sjáum aldrei
fréttamanninn en við heyrum í hon-
um á sama tíma og þessi fjölskylda
er að kaupa sér íbúð, halda árshátíð
Taílendingafélagsins eða minning-
arathöfn,“ útskýrir Jón. „Það er ís-
lenski vinkillinn á myndina.“
Einhliða umfjöllun
Jón segir umfjöllun um innflytj-
endamál á Íslandi frekar einhliða.
„Það er yfirleitt fjallað um innflytj-
endur þegar vel gengur í þjóðfélag-
inu og líka þegar illa gengur, þá
eykst prósentuhlutfall þeirra sem
eru á móti innflytjendum. Það er
aldrei fjallað um innflytjendamál á
svipaðan hátt og um íslensku þjóð-
ina; hvernig gengur henni, hvernig
er staðan í launamálum, atvinnu-
ástandið, hvað erum við að aðhafast
og þess háttar. Hvernig líður inn-
flytjendum, t.d.?“ spyr Jón og bend-
ir um leið á að innflytjendur séu líka
með tilfinningar. „Þannig varð mað-
ur var við þetta á þessum 15 árum,
auðvitað komu fram sérfræðingar
sem ég vitna í í myndinni, dr. Hall-
fríður [Þórarinsdóttir, mannfræð-
ingur] o.fl., sérfræðingar sem benda
t.d. á að brottfall þessa fólks úr
framhaldsskólum er mikið,“ segir
Jón. Þar komi til íslenskukunnátta
innflytjenda, hún sé aðalmálið. „Við
höfum ekki lagt nógu mikla áherslu
á að kenna þessu fólki íslensku og í
skólum þurfa að vera úrræði til að
hjálpa því,“ segir hann.
Jón vonast til að myndin hvetji til
aukinnar umræðu um innflytjenda-
mál, opni huga Íslendinga fyrir lífs-
baráttu innflytjenda og opni áhorf-
endum sýn inn í framandi menning-
arheim Taílendinga hér á landi og
auki þannig þekkingu og virðingu á
milli ólíkra menningarheima. „Við
þurfum á þessu fólki að halda. Þetta
er fólkið sem viðheldur mannfjöld-
anum á Íslandi og fyllir störf sem
hefur ekki tekist að manna með inn-
lendu vinnuafli.“
„Við þurfum á þessu
fólki að halda“
Ný heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar frumsýnd
Búddamessa Úr heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar, 15 ár á Íslandi.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Víkingur Heiðar Ólafsson heldur
sína fyrstu einleikstónleika í Eld-
borgarsal Hörpu á föstudagskvöldið
kemur. Tónleikana heldur hann í til-
efni af útgáfu fyrstu plötu sinnar hjá
hinni virtu útgáfu Deutsche
Grammophon en á henni leikur Vík-
ingur úrval etýða eftir tónskáldið
Philip Glass. Með útgáfu plötunnar í
janúar síðastliðnum hylltu einleik-
arinn og útgáfan tónskáldið á átt-
ræðisafmælinu. Á tónleikunum flytur
Víkingur verkin á diskinum og fær
einnig til liðs við sig Strokkvartett-
inn Sigga við flutning á tveimur nýj-
um umritunum á verkum Glass.
Undanfarið hefur Víkingur Heiðar
komið fram á mörgum tónleikum
víða í Evrópu og leikið etýður Glass
við mjög góðar viðtökur. Þá hefur
verið fjallað um útgáfu disksins í fjöl-
miðlum víða um lönd og hafa dómar
verið afar lofsamlegir. Á vef þýska
blaðsins Die Welt segir til að mynda
að Víkingur Heiðar sé aflgjafi klass-
ískrar tónlistar á Íslandi um þessar
mundir og hann sé boðberi „íslenskr-
ar, norrænnar tónlistar“. Í fyrirsögn
umsagnarinnar segir að þegar þessi
píanóleikari eigi í hlut verði „tómið
aldrei leiðinlegt“. Þá segir að Glass
krefjist þess að flytjandinn gefi
meira af sér en flest önnur tónskáld
og Víkingur Heiðar skilji etýður
hans fyrir það sem þær eru og gefi
þeim lausan tauminn: „Þær eru list
tímans þar sem gert er að leik að við
– túlkendur og áheyrendur – breyt-
umst við endurtekningu mynstra. Að
þess vegna séu alls engar endurtekn-
ingar.“
Og rýnir franska dagblaðsins Le
Monde líkir tilfinningunum í túlkun
píanóleikarans við eldfjallahrær-
ingar, hrósar tækni hans í hástert og
segir túlkunina afar persónulega.
Áhorfendum sé boðið í ferðalag fullt
af óvæntum uppákomum, lífskrafti
og ljóðrænu.
Ævintýralegur tími
Víkingur staðfestir að tónleikahald
undangenginna vikna hafi gengið vel.
„Ég hélt eina „hreina“ tónleika með
verkum Glass í Konzerthaus í Berlín
og það var uppselt og mikil stemn-
ing. Annars hef ég undanfarið leikið
verk eftir Glass og Bach saman, sem
fer ótrúlega vel,“ segir hann og bæt-
ir við að hann hafi gætt þess að end-
urtaka sig ekki frá einum tónleikum
til þeirra næstu.
„Það hefur gengið vel og þetta
hefur verið ævintýralegur tími. Fólk
virðist vera spennt fyrir því núna að
hlusta á verk eftir Glass. Það er
stemning fyrir þessari músík og
margir hafa orð á því að þeir séu að
koma aftur að henni eftir að hafa
sett hana í dvala um tíma.
En þetta er fyrsta heila platan
með tónlist eftir Glass sem Deutsche
Grammophon gefur út í ein 20 ár.
Margir harðkjarna klassískir áheyr-
endur undrast greinilega hvað það er
mikið í þessari tónlist en margir hafa
haft allt of einfalda mynd af honum
sem listamanni.“
Um margar leiðir að velja
Í skrifum um diskinn tala margir
rýnar um að Víkingur taki píanó-
tónlist Glass afar persónulegum tök-
um, túlki hana og leiki til að mynda á
allt annan hátt en Glass sjálfur.
„Tíminn vinnur alltaf með góðri
tónlist,“ segir hann. „Og þegar tón-
list býður upp á jafn marga mögu-
leika og þessi, þá græðir tónlistin á
tímanum sem líður og því að sífellt
fleiri flytjendur komi að henni.
Jú, ég leik verkin á talsvert annan
hátt en má heyra í fyrri upptökum.
Það sýnir vel hvað það er um marg-
ar leiðir að velja. Upptakan er ein
leið og svo legg ég mig eftir því að
leika verkin öðruvísi í hvert sinn.
Þegar maður leikur jafn mikið af
ákveðnu efni þetta oft, þá finnst mér
það mikilvæg áskorun að vera sífellt
að endurhugsa verkin, að endurtaka
mig ekki og ekki taka neinu sem
gefnu. Það má til dæmis breyta
tempói og þá öðlast verkin annað líf,
þótt þetta sé áfram mjög konkret
tónlist.“
Víkingur segist mjög ánægður
með margt á nýja diskinum en hann
njóti þess samt að þróa verkin
áfram. „Ætli diskurinn sé ekki ein-
hverskonar miðja í þessu ferli. Ég
tók verkin öll upp á tveimur dögum í
Hörpu í október en á föstudag renn-
ur upp nýr dagur, þá er hálft ár liðið
frá upptökunum og ég hef síðan leik-
ið á mjög mörgum tónleikum!“
Þakklátt að segja frá Glass
Hann segist vissulega vera ánægð-
ur með þær góðu viðtökur sem disk-
urinn hefur fengið, þótt fólk eigi ekki
að taka of mikið mark á dómum,
góðum eða slæmum. „Mér finnst að
fólk eigi bara að hlusta sjálft á tón-
listina og vera með henni eða á móti!
Ég átti annars von á því að einhverji
yrði neikvæðari, því í klassíska heim-
inum hafa menn nokkuð skipst í
fylkingar í afstöðu sinni til Glass og
til þessa nýja einfaldleika sem þeir
Arvo Pärt innleiða á áttunda ára-
tugnum. En blaðaumfjöllun hefur
verið mjög jákvæð, kannski breytist
afstaðan til tónskálda þegar þau
verða áttræð! Og mér þykir vænt
um hve margir kveikja á því sem ég
reyni að gera í túlkuninni, það er
ekki sjálfgefið.“
Á tónleikunum á föstudagskvöldið
hyggst Víkingur leika öll verkin sem
eru á diskinum. „Og á milli verka
mun ég segja frá sambandi mínu við
Philip Glass og glímu minni við þessa
tónlist. Það er svo þakklátt að segja
fólki frá Glass því hugmyndafræði
hans er svo áhugaverð.“
Tíminn vinnur með góðri tónlist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einleikarinn Gagnrýnendur hafa hrósað túlkun Víkings Heiðars á etýðum
Glass á nýja diskinum, segja hana persónulega, ljóðræna og kraftmikla.
Víkingur Heiðar leikur etýður Glass
í Eldborgarsal Hörpu á föstudagskvöld