Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017 Rafrænn reykur ræddur Rafrettur munu falla undirsömu lagaákvæði og hefð-bundnar sígarettur hvað varðar sölu og markaðssetningu, nái frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um tóbaks- varnir fram að ganga. Miðað við umræður í þinginu í vikunni er langt því frá eining á Alþingi eða innan stjórnarflokka um útfærslu á breytingum þessara laga. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að söluaðilar rafsíga- rettna og tengdra tækja tilkynni Neytendastofu um nýjar vörur með sex mánaða fyrirvara. Þá eru settar reglur um hámarksstærð á flösk- unum sem geyma vökvann. Leyft verður að selja nikótínvökva en að- eins í að hámarki 10 ml flöskum. Breytingar góðar og slæmar „Þessar breytingar eru bæði góðar og slæmar. Auðvitað þarf að setja einhverjar reglur, það þarf að vera rammi. Það er mjög gott að það sé verið að setja reglur eins og til dæmis með aldurstakmark. Þótt allar búðir séu sjálfar með 18 ára aldurstakmark þá eru engin lög sem banna það núna að selja innan við 18 ára. En það er siðferðislega rangt og við krefjum ungt fólk hik- laust um skilríki eða biðjum það að koma með foreldrum eða forráða- manni,“ segir Hjalti Ásgeirsson, eigandi Vökva Vape Shop á Ak- ureyri. Víða í Evrópu hefur farið fram svipuð umræða og hér um skað- semi eða nytsemi rafsígarettna eða rafrettna. Margir hafa náð að hætta sígarettureykingum með að- stoð rafrettna, en lögð hefur verið áhersla á það í Evrópu að mótaður sé rammi utan um söluna þannig að að hafa 10 ml hámarksstærð er verið að gera fólki sem vill nota þetta til að hætta að reykja erf- iðara fyrir. Algengustu stærðirnar í dag eru 30 og 60 ml flöskur og þær stærðir duga fólki almennt í þó- nokkra daga,“ segir hann og bætir við að það að krefja fólk um að nota minni flöskur kalli ekki á ann- að en meira plast rusl, þá þarf fólk einnig að bera fleiri flöskur á sér á ferðum sínum og þýðir þetta einnig meiri kostnað fyrir neytendur þar sem vökvar í stærri einingum eru að jafnaði ódýrari en í minni ein- ingum. „Eins og frumvarpið lítur út núna þá er þetta allt gífurlega þröngt og íþyngjandi. Það er í raun verið að halda þessu óbeint frá fólki með því að setja svona tak- mörk á magnið því þetta virkar frá- hrindandi. Fólk sem hefur notað þetta með góðum árangri mun eiga erfitt með það að sætta sig við þessar breytingar enda ekki að ástæðulausu að 30 og 60 ml eru mikið vinsælli en 10 ml. Einnig er vert að minnast á þá auka hættu sem mindast af minni flöskunum en í stað einnar 60 ml flösku er fólk þá með 6 litlar flöskur sem týnast auð- veldar og geta valdið auka hættu fyrir börn sem þær finna. En á móti þá þarf fólk í dag að fara krókaleiðir til að eiga nóg af vökva með nikótíni, svo aðgengið verður á vissan hátt betra,“ segir Hjalti en heimilt er í dag að flytja inn allt að 100 ml af nikótínvökva á 100 daga fresti til eigin neyslu. Margir hafa bent á að það sé of lítið magn fyrir þá sem noti rafrettur sem hjálp- artæki. Þess má geta að í öðru frumvarpi sem fjórir þingmenn Pírata hafa lagt fram er lagt til að hámarks- stærð tanka verði 15,2 ml og að hver einstaklingur megi flytja inn 1,2 lítra af nikótínvökva mán- aðarlega, einnig yrðu flöskur sem innihalda vökva að vera úr gleri ef þær eru stærri en 30 ml. Hjalti bendir einnig á að ákvæði um það hvernig nýjum vörum sé komið á markað hér á landi séu sérlega íþyngjandi. „Það vilja allir fá einhvern ramma en hann þarf að vera innan skynsamlegra marka. Eitt sem er skrýtið í þessu er að ef ég ætla að panta inn nýja vöru þá þarf ég að fá allar upplýsingar frá framleiðanda um hana, sækja um leyfi hjá Neytendastofu og borga þeim fyrir að eyða sex mánuðum í að skoða hvort hún standist kröfur. Þetta eru þá oftast vörur sem Evr- ópusambandið er búið að sam- þykkja. Þetta þýðir að við munum ekki geta verið með bestu og öruggustu vörurnar hverju sinni þar sem þegar við erum loksins komin með vöru í sölu þá er ný og öruggari vara komin á markað úti, og mun þetta mögulega valda hærra verði til neytenda ef gjaldið verður hátt,“ segir Hjalti. Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um tóbaks- varnir er nú hjá velferðarnefnd og frestur til að skila inn umsögn er til 10. maí næstkomandi. Ekki er leyfilegt að flytja inn nikótínvökva til end- ursölu nema með leyfi frá Lyfjastofnun. Enginn söluaðili rafsígarettna hér á landi er með slíkt leyfi. Með breytingum á lögum verður heimilt að flytja inn nikótínvökva. Getty Images/iStockphoto Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, sem felur í sér ákvæði um raf- rettur, var sent velferðarnefnd til umsagnar í vikunni. Eigandi verslunar með rafrettur segir jákvætt að setja ramma utan um söluna en sum ákvæðin séu of íþyngjandi fyrir neytendur og seljendur. litið sé á rafrettur sem hjálpartæki fyrir reykingafólk fremur en að rafrettur séu markaðssettar sem spennandi lífsstílsvara. Algengasta stærðin 36 ml Eins og staðan er nú er enginn söluaðili hér á landi með leyfi til að flytja inn nikótínvökva en með breyttri löggjöf geta sérverslanir fengið leyfi fyrir vökva fyrir raf- rettur sem inniheldur nikótín. „Það er í sjálfu sér jákvætt að fá að selja nikótínvökvann en með því Bretland er eitt þeirra landa sem notuð eru sem viðmið að breyttri löggjöf hér á landi, samkvæmt greinargerð með frumvarpi heilbrigðisráð- herra. Mikil áhersla hefur verið lögð á það í allri umræðu um rafsígarettur í Bretlandi að varan sé hugsuð fyrir fólk sem er að hætta að reykja. Raf- rettur skuli þannig alls ekki seldar eða markaðssettar fyrir yngra fólk og heldur ekki fyrir fólk sem aldrei hefur reykt. Nýleg könnun á vegum The Royal Society for Public Health, (RSPH), eins konar lýðheilsustofnun þar í landi, leiddi í ljós að 87% verslana í Bretlandi selja rafrettur fólki sem aldrei hefur reykt. Seljendur rafrettna í Bret- landi eru í samtökum sem hafa komið sér upp innri reglum, nokkurs konar siða- reglum, sem þeir hafa samein- ast um að fara eftir. Rannsókn RSPH beindist einkum að því að kanna hvort seljendur færu eftir eigin siða- reglum, einkum þeirri sem hljómar svona: „Rafsígarettur og tengdar vörur eru fyrir nú- verandi eða fyrrverandi reyk- ingamenn eða þá sem nú þeg- ar nota rafsígarettur, því skyldi söluaðili aldrei vísvitandi selja neinum sem ekki hefur reykt eða notað rafsígarettur áður,“ segir í siðareglunum. RSPH heimsótti 100 sölu- staði með rafrettur. Aðeins tæpur helmingur söluaðila spurði hvort kaupandi hefði áður reykt eða notað raf- rettur. Í þeim tilvikum sem spurt var hélt söluaðili í meiri- hluta tilvika áfram að selja vöruna þrátt fyrir að kaupandi segðist aldrei hafa reykt eða notað rafrettur. Í heildina var niðurstaðan sú að á alls 87 sölustöðum var einstaklingur sem aldrei hafði reykt sígarettur eða notað raf- rettur hvattur til að kaupa raf- rettur og tæki til að „veipa“. Söluaðilar í Bretlandi benda aftur á móti á að erfitt sé að banna fólki að kaupa vöru sem það vill kaupa, hafi það á ann- að borð aldur til. Alltaf eigi þó að ráða fólki gegn því að kaupa þessar vörur hafi það aldrei notað tóbak eða reykt. Breskir selj- endur hunsa eigin reglur AFP ’ Óumdeilt er að reykur frá sígarettum veldur heilsu- tjóni. Mun meiri óvissa er um hvort og hve mikil skaðsemi er af gufu frá rafrettum. Verði lögum um tóbaksvarnir breytt munu sömu takmarkanir í almanna- rými gilda um gufuna og sígarettureyk. INNLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* EMILÍA KARLSDÓTTIR Ég hef tekið kísilinn í um það bil eitt ár. Ég fann fljótt að hann hafði góð áhrif á mig. Ég er betur vakandi og hef betra úthald. Hef verið með vefjagigt og veit hvernig orkuleysið fer með mann. Svo er það annar litli puttinn minn, sem ég klemmdi þegar ég var barn. Hann er bæklaður eftir það, og ég var með mjög mikla verki í honum. Svo tók ég allt í einu eftir því að verkirnir voru horfnir. Ég sleppti svo að taka inn kísilinn í einhvern tíma, og þá fór ég að finna fyrir verkjum aftur. Ég finn líka mun á hvað mér líður allri betur, er hressari. Það er eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Takk fyrir mig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.