Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 45
Brian Williams er faðir Alison Williams sem leikur Marnie Michaels í
Girls. Hann er þekktur fréttamaður en dóttirin hefur ennfremur farið með
titilhlutverkið í Pétri Pan, sást síðast í smellinum Get Out.
AFP
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard (A Beautiful Mind, Apollo 13) er faðir
Bryce Dallas Howard sem vakti mikla athygli fyrir The Help og Jurassic World.
Clint Eastwood er þekktur bæði sem leikari og leikstjóri en hér má sjá hann í
myndinni Rawhide frá 1959. Francesca Eastwood lék ung að árum í myndinni
True Crime eftir föður sinn en er á þessari mynd í vestranum Outlaws and Angels.
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
TÓNLIST Sveitatónlistarmaðurinn Billy Ray Cyrus
upplýsti í viðtali við Rolling Stone að hann ætlaði fram-
vegis að sleppa nafninu Billy Ray og gefa aðeins út tón-
list undir eftirnafni sínu. „Eftir 25. ágúst verð ég tónlist-
armaðurinn áður þekktur sem Billy Ray. Ég ætla bara
að notast við eftirnafnið Cyrus. Ég notaði alltaf Cyrus
og grátbað Mercury Records að leyfa mér að kalla mig
Cyrus í upphafi því það væri nafnið sem mér liði vel
með. Ég ætla að fara á sjúkrahúsið þar sem ég fæddist í
Bellefonte, Kentucky, og breyta nafninu mínu löglega,“
sagði hann.
Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Cyrus gaf út sinn
mesta smell, „Achy Breaky Heart“ og heldur hann upp á
afmælið með því að senda frá sér nýja útgáfu af laginu.
Billy Ray verður Cyrus Billy Ray Cyrus.
AFP
TÓNLIST Harry Styles, sem áður var í One Direc-
tion, hefur tilkynnt að hann ætli að halda í tón-
leikaferðalag um heiminn í haust. Ferðalagið byrj-
ar með 13 tónleikum í Norður-Ameríku, sem hefst
19. september í San Francisco og lýkur 14. október
í Phoenix, Arizona. Evrópuhluti ferðalagsins hefst
25. október í París og hann mun sem dæmi halda
tvenna tónleika í London 29. og 30. október og
einnig spila í Stokkhólmi 5. nóvember. Herlegheit-
unum lýkur síðan með tvennum tónleikum í Tókýó
í Japan eftir viðkomu í Ástralíu.
Miðasala (fyrir utan á tónleikana í Japan) hefst
5. maí. Frumraun hans sem sólólistamanns kemur
út 12. maí.
Heimsreisa Harry Styles
Harry Styles
fer í tónleika-
ferðalag um
heiminn í
haust.
Jodie Foster og Sir Anthony Hopkins eru á meðal
þeirra sem hafa minnst leikstjórans Jonathan
Demme, sem lést á miðvikudaginn, 73 ára gamall.
Hann var með krabbamein. Demme leikstýrði þeim
báðum í Óskarsverðlaunamyndinni Lömbin þagna.
Foster sagðist vera miður sín og Sir Anthony sagði að
hann hefði verið einn af þeim allra bestu. Meryl
Streep sagði lát hans vera mikinn missi fyrir heiminn
og David Byrne sagði hann hafa veitt sér mikinn inn-
blástur. Byrne og Demme unnu oft saman, m.a. í Talk-
ing Heads-tónleikamyndinni Stop Making
Sense frá 1984. Byrne gerði líka tónlistina við
grínmyndina Married to the Mob (1988)
með Michelle Pfeiffer.
Demme var verðlaunaður sem
besti leikstjórinnn fyrir Lömbin
þagna (1991), sem fékk líka Óskar
sem besta myndin, fyrir besta hand-
ritið auk þess sem Foster og Hopk-
ins voru verðlaunuð fyrir bestan leik.
„Jonathan var eins fyndinn og
grínmyndir hans og eins djúpur og
dramamyndirnar. Það var svo mikil
orka í honum og hann hvatti skap-
andi fólk áfram,“ sagði Foster og
bætti við að hann hefði haft jafn mikla
ástríðu fyrir tónlist og kvikmyndum.
Rokktónlist og tónlist almennt leikur stórt
hlutverk í mörgum myndum Demme. Á
meðal þeirra er ein af síðustu myndunum
sem hann gerði, Ricki and the Flash frá
2015. Þar leikur Meryl Streep söng-
konu í barhljómsveit.
Í fyrra kom jafnframt út heimild-
armynd um Justin Timberlake, sem
hlaut lofsamlega dóma, og minntist
söngvarinn Demme með fögrum
orðum og segir hann hafa gert sig
að betri listamanni.
Aðrar myndir sem Demme er
þekktur fyrir eru m.a. Philadelphia,
The Manchurian Candidate og Rachel
Getting Married.
Hér er Demme að kynna Rachel Getting Married á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum árið 2008.
AFP
LEIKSTJÓRINN
JONATHAN DEMME LÁTINN
Minnast
Demme
Foster og
Demme á 25
ára afmæli
myndarinnar
Lömbin
þagna í fyrra.
AFP
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
TIMEOUT
Stóll + skemill kr. 357.600
VORTILBOÐ
STÓLL + SKEMILL
kr. 279.900