Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 17
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 rannsóknarlögreglan og svo prestur. Á nokkrum mínútum fannst mér biðstofan orðin full af fólki og ég missti algjörlega alla stjórn á kringumstæðum. Ég bara horfi á þá setja hann í hjartastuðtæki og alls konar rör og pípur komnar í hann. Mér fannst þetta orðið svo óraunverulegt, ég var hætt að tengja við þetta. Ég sá bara fætur hans, hvernig þeir hentust til í þessum tilraunum við að lífga hann aftur við. Lögreglan reyndi að taka mig afsíðis og ég segi; Heyriði, er þetta ekki örugglega draumur? Er þetta ekki bara draumur? Ég var búin að segja þetta ég veit ekki hvað oft og þá sagði einn lög- reglumaðurinn við mig; „Sigurbjörg, þetta er ekki draumur.““ Þetta var ekki draumur og bráðlega var ljóst að þetta var búið. Sigursteinn var dáinn og eng- in skilaboð, engar skýringar, ekkert sem Sig- urbjörg gat fest hönd á. „Þá hófst þessi hrikalega, hrikalega þrauta- ganga að fara og segja fjölskyldunni þetta. Ég fór fyrst til mömmu en henni þótti óskaplega vænt um þennan mann. Meðan ég var í náminu úti var hann heimagangur á heimili hennar og bróður míns, hann var nánast eins og sonur hennar og það var mér hræðilega erfitt að færa henni þessi tíðindi.“ Allir urðu rannsóknarlögreglur Ótímabær dauði ungra manna var því miður eitthvað sem Sigurbjörg og móðir hennar voru ekki að kynnast í fyrsta sinn. Sigurbjörg þekkti sorgina en þessi sorg var allt öðruvísi. Hún var að verða 5 ára þegar faðir hennar lést úr bráða- hvítblæði, 41 árs frá 5 börnum. „Móðir mín var þá 33 ára gömul og að sjá móður mína fara í gegnum þessa sorg og okkur öll var skuggi sem fylgdi bernsku minni alla tíð. Yngri bróðir minn dó líka ungur, 22 ára, en hann var einn af þeim fyrstu sem dóu hér á landi úr alnæmi. Ég er búin að kynnast dauð- anum oft, tengdaforeldrar mínir, afar og ömmu, nánir vinir farið úr krabbameini en það er ekk- ert eins flókið og það að vinna úr sorg sem er svona tilkomin. Ekkert af þessu sem ég hef upp- lifað er þessu líkt og nú skal ég segja þér hvers vegna það er svona gígantískt flókið. Það er vegna þess, sem ég átti alls ekki von á. Mér brá svo að þegar ég fór að taka á móti fólk- inu mínu, vinum og kunningjum, fannst mér all- ir allt í einu komnir í einhvern rannsóknarlög- regluham. „Hvað var þetta?!!“ „Var hann þunglyndur – var áfengi?“ „Voru peningavandræði?“ „Var annar maður í spilinu?!“ Allar þessar spurningar sem dundu á mér í vikunum á eftir einhvern veginn yfirskyggðu það sem ég þurfti mest á að halda, að fá að syrgja hann og fá hreina samúð. Við höfðum verið svo miklir vinir, alltaf staðið saman, töl- uðum alltaf vel hvort um annað og bökkuðum hvort annað alltaf upp. Það var því svo nýtt að heyra fólk tala þannig við mig eins og ég hlyti að vita eitthvað sem ég þó ekki vissi og skildi í raun og veru ekki sjálf. Og viðbrögð mín við þessu voru þau að ég ákvað að standa með honum og lokaði mig af. Standa með honum og verja hann. Ástæðan var sú að mér fannst einhvern veginn eins og allar þessar spurningar sem á mér dundu um hann, hvað þetta gæti verið og af hverju – mér fannst einhvern veginn eins og það væri verið að taka frá mér minningu um þetta 25 ára samband. Þetta var gott hjónaband og við lifðum góðu lífi. Allt í einu fannst mér eins og það væri dreg- ið í efa og það sem mér fannst líka mjög óþægi- legt við þetta er það að ég hafði engan annan til vitnis um heimilislífið okkar, ég var ein eftir.“ Eitthvað brast innra með honum Sigurbjörg hefur greinilega farið í gegnum miklar pælingar hvað það geti verið sem hafi gerst þannig að Sigursteinn hafi viljað enda líf sitt á þennan hátt. „Þegar ég var að ganga frá öllu, ganga frá tannlæknastofunni, senda yfir 2.000 sjúklingum bréf og fara í gegnum allt sem var hans prívat, veskið, töskuna, skúffurnar, það var alltaf ein- hver beygur í mér hvort ég myndi finna eitthvað sem ég kannaðist ekki við. En ég fann ekki neitt, það var ekkert framandi. Þetta var skelfi- legur tími og mér fannst ég alltaf vera að svara fyrir eitthvað sem ég hafði ekki svör við. Og mér fannst fólk svolítið gleyma því að ég var fyrst og fremst búin að missa hann. Ég gæti aldrei snert hann aftur eða séð. Hann var horfinn á auga- bragði. Mér finnst það svolítið gleymast í þessu, að við sem missum ástvini okkar með þessum hætti, við erum að missa, sama hvernig það er tilkomið. Þessi úrvinnsla reyndist hrikalega erf- ið og átakamikil, umturnaði lífi mínu og leiddi til þess að ég flutti af landinu og var í burtu í tæp 10 ár.“ Spurningar leituðu á Sigurbjörgu. Ef Sigur- steinn hafði verið þunglyndur á þessum tíma, þá hafði hún þá verið það líka? Af hverju hann en ekki hún? „Líklegast er að við höfum bæði verið mjög langt niðri á þessum tíma. Hann hafði átt fallega bernsku og gott líf, þessi gleði sem einkenndi hans æsku var allt öðruvísi en mín. Ég er eig- inlega komin að þeirri niðurstöðu að þegar hann verður fyrir þessu mótlæti, miklu persónulegu mótlæti, hafi hann ekki verið undir það búinn. Hann missir foreldra sína með stuttu millibili, bróðir minn deyr og hann var mikið hjá okkur og hann sér svona ýmsa hluti gerast og breytast í lífinu á skömmum tíma. Svo hefjast tilraunir okkar að eignast barn og það breytti andrúms- loftinu hjá okkur. Honum brá mikið við það hvað ég varð meyr, ég brast í grát af minnsta tilefni. Þetta var nýtt fyrir honum og framandi að sjá mig brotna svona. En það var líka annað sem hafði mikil áhrif, nokkuð sem ég held að sé martröð allra tann- lækna en kemur sem betur fer afar sjaldan fyr- ir. Það gerist með 6 mánaða millibili í tvígang að sjúklingur fellur í dá í stólnum hjá honum og það gerist við það að hann er að deyfa. Í öðru til- vikinu kom upp dulin sykursýki og í hinu tilfell- inu var það ungur maður sem láðist að láta vita að hann væri nýkominn af sjúkrahúsi en það hafði eitthvað komið upp á sem hann hefði þurft að láta tannlækninn sinn vita um sig. Sig- ursteinn nær hins vegar að lífga þau bæði við. Eftir fyrra skiptið kemur kollegi hans, Jón Viðar Arnórsson tannlæknir, strax til að vera hjá honum, róa hann og fara yfir allt sem hafði gerst, hvernig hann hafði brugðist við og annað, sem hafði verið hárrétt. En eftir þetta atvik fann ég að það hafði eitthvað brostið innra með honum, hann var ekki alveg sami maðurinn. Hann sagði það stundum við mig: Eftir fyrra skiptið, Silla, þá hefði ég þurft áfallahjálp.“ En það er um þetta sama leyti sem ég fæ utanlegsfóstrið og til að bæta gráu ofan á svart Morgunblaðið/RAX ’Sigursteinn hafði notað að-ferð sem allir læknar og tann-læknar þekkja. Það var aðferðsem krafðist þess að hann þurfti að halda út. Fólk segir stundum; þetta var gert í brjálsemi, stund- arbrjálæði. Þetta var ekki gert í stundarbrjálæði. „Þegar ég var að ganga frá öllu, ganga frá tann- læknastofunni, senda yfir 2.000 sjúklingum bréf og fara í gegnum allt sem var hans prívat, veskið, töskuna, skúffurnar, það var alltaf einhver beygur í mér hvort ég myndi finna eitthvað sem ég kann- aðist ekki við,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir um tímann eftir að eiginmaður hennar lést.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.