Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 19
Frelsi þess að vera einhleypur er þó allt öðru-
vísi hér heima en í London og mun auðveldara
úti. „Ég bjó þar við mikið frelsi sem einhleyp
kona. Frelsi til að fara ein í bíó, ein á veit-
ingastað, ég sótti öll leikhúsin og söngleiki og
svo var líka bara svo mikið frelsi í umræðunni.
Þegar ég kom aftur heim fannst mér stundum
eins og ég væri að troða sér í mjög þröngan skó!
Ég get ekki neitað því.
En úti, auk þess að styrkja mig með því að
byggja mig upp líkamlega og takast á við erfið
vitsmunaleg verkefni í skólanum, þá sótti ég
líka sálfræðimeðferð í þrjú ár. Ég ákvað að ég
ætlaði að vinna úr þessu með einhverjum þar
svo ég gæti talað um þetta. Farið yfir þetta aft-
ur og aftur, kannski vegna þess að ég ætlaði
heldur ekki að leyna þessu. Ég ætlaði ekki að
lifa með leyndarmál.“
Hvað hefurðu fyrir stafni þegar þú ert ekki að
kenna, hvað geturðu sagt okkur um líf þitt síð-
ustu árin?
„Mér finnst ég aldrei vera ein. ég hef alltaf
nóg að hugsa um, grúska í og pæla og er ánægð
að vera komin með þessa tegund af menntun
þannig að ég get alltaf verið að velta einhverju
nýju fyrir mér og reyna að sjá hlutina í nýju
ljósi. Ég stunda mikið líkamsrækt og hleyp all-
an ársins hring, Tína er hlaupahundurinn minn
núna. Ég skrifa og rannsaka og er rekin áfram
af forvitni sem er mjög rík í mér og hjálpaði mér
í gegnum þetta. Þessa dagana er ég að undirbúa
mig undir það að hjóla og ganga Jakobsveginn
en systir mín og bróðurdóttir koma með mér.
Ég rækta garðinn minn og hef gaman af því að
hugsa um húsið mitt og breyta eftir mínu höfði
eins og ég hef verið að gera.“
Hugsarðu mikið til Sigursteins?
„Nei, veistu það, ég geri það ekki. Það er ann-
ar maður búinn að vera í lífi mínu um stund-
arsakir en ég var í stuttri sambúð þegar ég var í
London og það er vinátta sem hefur haldist í
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Gangan „Úr myrkrinu í ljósið“ verður farin í
Reykjavík og á Akureyri aðfaranótt 6. maí
næstkomandi til að minnast þeirra sem hafa
tekið líf sitt og til að gefa von. Pieta á Íslandi
stendur fyrir göngunni en gengið er úr
myrkri og inn í dagsbirtina, 5 km leið, til að
safna fé fyrir Pieta húsi sem stefnt er á að
opna á Íslandi í lok ársins, að írski fyrirmynd.
Skráning er á Pieta.is og þátttökugjald er
2.800 kr. Gangan í Reykjavík hefst kl. 04.00
við húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í
Laugardal. Gangan á Akureyri hefst á sama
tíma við Leikfélag Akureyrar.
GANGAN
ar í Háskóla Íslands, kryfja hlutina og spyrja
nýrra spurninga.
„Eitt af því ánægjulegasta og skemmtilegast
sem ég geri í mínu starfi sem háskólakennari er
einmitt leiðsögn við nemendur sem eru að skrifa
ritgerðirnar sínar og að vera með þeim þegar
þau fara í gegnum mjög erfiða fasa í ritgerð-
arskrifunum þar sem þau verða frústreruð:
„Hvað á ég að gera við þetta allar þessar upp-
lýsingar, Sigurbjörg?“ Og vera með þeim þegar
þau verða fyrir þessari „aha“ upplifun. Það er
rosalega gaman að sjá ungt fólk upplifa það og
mér finnst það vera það ánægjulegasta sem ég
geri í minni vinnu í dag, að vera með ungu fólki
sem er að fara í gegnum þetta ferli að sjá hlut-
ina í nýju ljósi. Og ég, já, ég er fegin að ég er
komin hingað, ég er fegin að ég hætti ekki við.“
Hvernig var að koma heim frá London?
„Það var erfitt á ýmsan hátt því þá þurfti ég
að fóta mig í þessu húsi sem ég ætlaði að setja
mitt mark á en ekki láta það vera mótað af hon-
um. Samfélagið okkar hafði líka breyst svo mik-
ið, allt svo uppsprengt og gírað. Mér fannst fólk
sem ég hafði verið með á þessum erfiða áratug í
mínu lífi, 10. áratugnum, og sem ég hafði þá
upplifað að væri greinandi og hefði gagnrýna
hugsun og var að fást við áhugaverðar spurn-
ingar um lífið og tilveruna, mér fannst þetta fólk
líka hafa breyst. Allir voru einhvern veginn að
meika það. Svo var ég komin með doktorsgráðu
úr mjög góðum skóla og átti bara að meika það.
En hrunið kemur og ég verð atvinnulaus í 19
mánuði, það er að segja, ég hafði ekki verkefni
hér heima en hafði alltaf verkefni erlendis frá og
hef alltaf haft þau; rannsóknarvinnu fyrir al-
þjóðlegar stofnanir og rannsóknarstofur. Ég
hafði alltaf tekjur en þetta gerði það að verkum
að maður var einyrki á þessum tíma. Síðustu 10
árin eru þannig að ég er í öðruvísi uppbygging-
arfasa, meira í efnislegum heimi, að byggja upp
heimili mitt og nýjan starfsferil.“
gegnum tíðina. Stopul því við erum sitt í hvoru
landinu og hann út um allan heim. Stundum veit
ég ekkert hvar hann er og velti því ekkert fyrir
mér. Og svo hef ég kynnst mörgum mönnum
síðan Sigursteinn dó en hef samt ákveðið að
vera ein. Þannig að það er ekki eins og það séu
ekki einhverjir menn í lífi mínu.
En ég er ekkert upptekin af þessu hvort ég er
ein eða ekki. Mér finnst ekkert vont að vera ein,
mér finnst minn eigin félagsskapur bara skratti
góður og skemmtilegur. Mér líður ofsalega vel
með sjálfri mér og ekki skemmir að hafa hana
Tínu. Og mér finnst líka þegar ég er ein og er
svona að þvælast um; mér finnst ég kynnast svo
mörgu fólki. Meira en þegar ég er að ferðast í
félagsskap.
Ég ætla að segja þér líka svolítið sem er
merkilegt. Þetta segir maður kannski ekkert
voðalega oft því það er svo auðvelt að misskilja
þetta. Þú spurðir hvort ég hugsaði oft um Sig-
urstein. Hann kemur einstaka sinnum upp í
huga mér en það kemur líka upp ákveðið þakk-
læti, því auk alls þess sem ég fékk frá móður
minni, þá gaf hann mér ákveðinn grunn í mínu
fyrra lífi. Við mótuðumst saman sem unglingar
og hann gaf mér eitthvað svo gott veganesti sem
ég bý að og hugsa stundum um. Ég er svo fegin
því úr því að þetta gerðist að ég skyldi hafa
haldið í von og ég skyldi hafa uppgötvað þessa
forvitni sem hefur teymt mig áfram. Vegna þess
að ég er búin að upplifa hluti, er búin að reyna
hluti núna eftir að hann dó sem ég hefði ekki
viljað vera án. Sem ég er ekki viss um að ég
hefði kannski reynt. Svona getur líf manns um-
turnast á einni nóttu, maður ákveður það ekkert
sjálfur en það er bara að reyna að átta sig á því í
hverju val manns getur verið fólgið. Hvað get
ég gert núna?
Ég tók þessi skref að umbreyta lífi mínu, það
var ekki auðvelt, það var ekki án áhættu og ekki
án kvíða. Ég er oft búin að vera hrædd hvernig
þetta færi allt saman. Mér finnst ég hafa nokk-
uð gott vald á lífi mínu núna. Ég er þó meðvituð
um það að í einni svipan getur allt gerst.“
Hvað finnst þér þú geta sagt við fólk sem hef-
ur lent í því að missa sína nánustu á þennan
hátt?
„Það er alltaf einhver von. Von um að eitthvað
nýtt geti gerst. Ekki missa þessa von. Og leita sér
aðstoðar til að fá að syrgja. Vinna úr sorginni,
leyfa því að bíða, hvernig sorgin er tilkomin. Og
skilaboðin til fólks almennt; leyfið eftirlifendum
að syrgja við þessar aðstæður, það er fyrst og
fremst sár sársauki sem er kveljandi, og hann er
ennþá erfiðari ef við fáum ekki hreina samúð sem
við þurfum öll á að halda þegar við missum. Það
sem virkaði fyrir mig var að ákveða að standa
með Sigursteini. Vernda minningu hans og mér
fannst ég gera það best með því að lifa og láta
eitthvað gott af mér leiða. Vera sterk og hugsa
vel um sjálfa mig eins og hann hefði viljað að ég
gerði, mín vegna. Mér finnst alltaf mikilvægt að
vernda minningu hans. Þetta var fallegur maður
og einstaklega góður. Komdu, ég skal sýna þér
myndir af honum.“
Morgunblaðið/RAX
„Ég ætlaði ekki að halda í annað en bara ein-
hverjar góðar minningar og þakklæti fyrir allt sem
hann gaf mér. En hann gaf mér alveg svakalega
áskorun líka en ég hef aldrei ásakað hann. Ég get
ekki hugsað mér að skilja þannig við hann, aldrei.“