Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 37
samfellt. Og þetta virðist ætla að gerast þótt útganga
Breta úr Evrópusambandinu hafi verið samþykkt
með naumum meirihluta fyrir tæpu ári. Nýjustu
kannanir sýna, að tveimur af hverjum þremur bresk-
um kjósendum þykir miklu skipta að ákvörðun um út-
göngu verði fylgt eftir af einurð og festu.
Þá er það Frakkland
Eftir viku fer fram síðari umferð frönsku forsetakosn-
inganna. Þar sýnast menn einnig í vandræðum með að
ákveða hverjir séu til hægri og hverjir til vinstri. Sem
er sérlega önugt í Frakklandi þar sem skilgreiningin
á sitt hreiður.
Niðurstaða fyrri umferðar forsetakosninganna var
sú að af ellefu frambjóðendum var mjótt á munum á
milli fjögurra efstu. Francois Fillon, fulltrúi hins hefð-
bundna hægri flokks, og vinstri-sósíalistinn Jean-Luc
Mélenchon voru með tæp 20%, en þau Marine Le Pen
og Emanuel Macron með rúm 20% og um 2% voru á
milli þeirra tveggja sem bítast til úrslita. Sá litli mun-
ur segir þó litla sögu. Forystumenn hefðbundnu
flokkanna skora á sína stuðningsmenn að kjósa hinn
nýskapaða miðjumann Macron og gulltryggja kjör
hans. Í þessum áskorunum er beinlínis sagt að nauð-
synlegt sé að kjósa með neikvæðum formerkjum
vegna ríkulegra þjóðarhagsmuna. Árið 2002 munaði
aðeins rúmum 2 prósentustigum á Jean Marie Le
Pen, föður Marine, og á Jacques Chirac í fyrri umferð
kosninganna. Í hinni síðari bætti Chirac heldur betur
við sig. Fór úr tæplega 20% í 82% en Le Pen hækkaði
aðeins um 1 prósentustig. Þetta var gert því gamli Le
Pen var „hægri öfgamaður“. Og nú skal leika sama
leikinn af því að Marine Le Pen er líka hægri öfga-
maður.
Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstri sósíal-
ista, lofaði að setja 100% skatta á laun sem voru hærri
en 800 þúsund á mánuði. Hann er ákafur gagnrýnandi
Evrópusambandsins og segir það gjörspillt spilling-
arbæli. Hann vill leggja af Nató. Þetta dugar þó ekki
til að hann fái stimpilinn öfgamaður hjá neinum „hlut-
lausum“ miðli sem beita stimplinum ótt og títt á Mar-
ine Le Pen. Einstaka fréttaskýrandi gengur þó svo
langt að kalla Mélenchon „herskáan vinstrimann.“
Áfram er langt í öfgastimpilinn.
En hvenær verða menn hægri öfgamenn? Stundum
virðast efasemdir um ESB nægja. En ekki sé efa-
semdarmaðurinn vinstra megin á skalanum. Frétta-
skýrendur sjá ekkert öfgakennt við það, að vilja gera
hærri millilaun fólks hreinlega upptæk. Gamli Le Pen
talaði með óviðeigandi hætti til gyðinga. Dóttirin vék
föðurnum samstundis úr flokknum. Marine Le Pen er
um margt með mörg hefðbundin sjónarmið vinstri
flokka áberandi á sinni stefnuskrá. Hún er mun betur
stemmd gagnvart ríkisútgjöldum og sköttum en
„harðir hægriflokkar“ eru að jafnaði. Hún vill vissu-
lega þjóðaratkvæði um evruna. Og hún telur ekki úti-
lokað að Frakkar eigi að hugleiða úrsögn úr ESB.
Hvaða skoðun sem menn hafa á þessum sjónarmiðum
eru þau ekki merki um hægri sinnuð sjónarmið.
Hægriflokkurinn í Danmörku, Noregi og Mod-
eraterna í Svíþjóð hafa lengst af verið áköfustu
áhangendur ESB. Marine Le Pen vill á hinn bóginn
að Frakkland fari úr Schengen-samkomulaginu sem
fyrst og hún telur að bregðast þurfi harðar við síaukn-
um straumi flóttamanna til Frakklands ef ekki eigi að
fara enn verr en þegar er orðið.
Hverjir voru kjósendur
Marine Le Pen og Macron?
Þegar franskir fjölmiðlar og blaðið Financial Times
greindu sundur hvernig einstakir hópar kjósenda
kusu í fyrri umferðinni kom margt athyglisvert í ljós.
Le Pen hafði yfirburði hjá kjósendum á aldrinum 18-
49 ára. Aðeins í hópi 65 ára og eldri var Macron með
verulega yfirburði. „Vinnandi fólk,“ sem áður var kall-
að verkalýður, og launalægra fólkið allt upp í hækk-
andi millilaun studdi Marine Le Pen upp til hópa en
ekki Macron. En þegar komið var upp í fólk með hálfa
milljón eða meira á mánuði átti Macron betri hljóm-
grunn. Millistjórnendur fyrirtækja og forstjórar
studdu Macron og efstu lög fjármálageirans var þétt-
asta klappliðið. Þrátt fyrir þetta er spurt víða: Tekst
Macron að sigra hægrið? Hægrið? Hann er hægrið.
Le Pen er að fá fylgi sem gamla Alþýðubandalagið
hefði talið sig sjálfsagðan áskrifanda að!
Hver er maðurinn?
Og hver er hann, „miðjumaðurinn“ Macron?
Eins og allir aðrir metnaðarfullir valdaguttar í
Frakklandi gekk hann í l’ENA (l’Ecole nationale d’ad-
ministration). Áður en Hollande gerði hann að efna-
hagsráðunaut sínum og síðar efnahagsmálaráðherra
var hann fjárfestingarreddari hjá Rothschildbank-
anum. Þar sá hann um samruna og yfirtökur fyrir rík-
ustu kúnnana og varð stórauðugur sjálfur, aðeins
rúmlega þrítugur. Hann græddi bókstaflega á tá og
fingri. Macron fékk þannig 2,9 milljónir evra (340
milljónir) fyrir aðkomu sína að „einum díl“.
Í bankaheiminum var hann kallaður Mozart fjár-
málabrasksins.
Macron náði þó ekki að fá ófalskan hljóm út úr sinni
Töfraflautu sem efnahagsráðunautur og síðan efna-
hagsráðherra Hollande forseta. Á síðasta ári hvarf
hann því úr ríkisstjórn til þess að geta skipt um áferð
og orðið forsetaefni. Og þar sem samfylking Hollande
var komin ofan í 6% eins og íslenska Samfylkingin tók
Macron besta-flokks og björtu-framtíðar afbrigðið á
þetta. Hann bjó til nýjan flokk, klæðskerasaumaðan
utan um hann sjálfan, hinn nýfædda miðjumann, sem
kannaðist lítt við gömlu samfylkingarbögglana.
Macron fullyrðir að hinn nýstofnaði flokkur muni
bjóða fram til þings í öllum kjördæmum í júní. Ekki er
víst að flokkurinn hafi mikið upp úr krafsinu þá. Hinn
(væntanlega) nýi forseti gæti því átt fáa beina stuðn-
ingsmenn í þinginu. Flokkur Marine Le Pen, sem ver-
ið hefur stærsti flokkur Frakklands þegar hlutfalls-
legt fylgi er mælt, á þó aðeins 2 þingmenn í franska
þinginu af 577!
Ekki er talið útilokað að flokkur Fillon verði með
flesta þingmenn eftir næstu kosningar og hann skipi
því forsætisráðherrann en ekki Macron. Kosið er í
tveimur umferðum til þings og þeir Heródes og Pílat-
us franskra stjórnmála verða vinir eftir fyrri umferð-
ina og sjá um þetta sín á milli eins og vant er.
Fyllist mælirinn af
öllu þessu rauðvíni?
En er hugsanlegt að einn góðan veðurdag þyki
frönskum kjósendum of langt gengið í þessari heim-
ilislegu meðferð elítunnar á lýðræðinu, þegar það er
haft að háði og spotti yfir rándýru rauðvíninu?
Á Íslandi er kvartað hástöfum undan 5% þröskuld-
inum ógurlega og fullyrt að þar sé herfileg afbökun á
lýðræðinu. Af hverju tjá þessir kappar sig ekki um
stjórnmálalegu notalegheitin í Frakklandi?
Eða er mismunun í lagi af því að vinstrisinnaður
„hægri öfgaflokkur“ verður fyrir barðinu á því sem
gerist á hinum raunverulegu kjörstöðum: Reykfyllt-
um bakherbergjum?
Eru þessar vafasömu leikfléttur lýðræðisins rétt-
lættar með því á hverjum þær bitna? Aðeins einu
sinni notuðu óprúttnir stjórnmálamenn á Íslandi sér
göt í kosningakerfinu með slíkum hætti. Það faðmlag
ólíkra flokka var kallað hræðslubandalagið og var illa
þokkað.
Er franska hræðslubandalagið nokkuð skárra?
Er það?
Morgunblaðið/RAX
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37