Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017 E nn eru hægri og vinstri lykilhugtök þegar flokkar eru færðir á kort. Skil- greiningin sjálf fer þó iðulega fremur eftir pólitískum smekk en fræðilegum forsendum. Vinstrið allt í einn graut Samfylkingin á Íslandi varð til með því að horfa til valda en ekki hugsjóna. Flokkar „á vinstri kanti ís- lenskra stjórnmála“ töldu það hindrun á leið til valda hve kjósendur, hallir undir félagshyggju, dreifðu sér á marga flokka. Það þóttu því kaflaskil þegar Samfylk- ing tókst loks um aldamótin síðustu. R-listinn í borg- arstjórn Reykjavíkur var undanfari, þótt Framsókn- arflokkurinn væri þar innanborðs. Samfylkingin tók til sósíalistaflokka og sósíaldemókrata. Forystumenn Kvennalista höfðu í byrjun verið með látalæti um að hann stæði utan og ofan við stjórnmál. Hann féll þó vandræðalaust inn í samsteypu sósíalista og kom eng- um á óvart. Furðu fljótt tók að fjara undan Samfylk- ingu. Þá var brugðið undir hana flokkstrektum undir furðunöfnum, eins og „besti flokkur“ og „björt fram- tíð“. Nöfnin sögðu ekkert um innihaldið. Trekt- arafbrigðið lánaðist í eitt kjörtímabil í borginni en dró stórlega úr trúverðugleika Samfylkingar sem var- anlegs stjórnmálaflokks. Björt framtíð endaði í rass- vasa Benedikts Jóhannessonar, sem er skrýtinn leg- staður. Sumir segja nýju ríkisstjórnina „mestu hægristjórn“ sem setið hafi á Íslandi. Ekkert í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar byggir þó undir þá nið- urstöðu. Svik sópuðu burt fylgi Hreinu vinstristjórninni sem sat frá vorinu 2009 var uppsigað við að of hátt hlutfall launa frá vinnuveit- endum kæmist beint í vasa vinnandi fólks. Skattar voru því hækkaðir 100 sinnum á aðeins fjórum árum til að tryggja að drýgri hluti af afrakstri stritsins millilenti hjá hinu opinbera. Markmið þessara hundr- að skattahækkana var að sögn alls ekki það, að hafa alla þá aura frá fólkinu. Þeim yrði útdeilt aftur (með tilheyrandi afföllum) í rekstur í þágu sama fólks, en eftir höfði þeirra sem betur vissu en það sjálft hvernig fara ætti með. Vissulega er vinstri ilmur af þeim gjörðum, gott ef ekki fnykur. Kaupmátturinn fólksins batnaði ekki við þessar tilfæringar og fyrirheit um að slá skjaldborg um heimilin brugðust. Eins fóru loforð um að rétta hlut þeirra sem mest höfðu, fyrir litla eða enga eigin sök, skaðast á falli banka. Langlokutal um aðgerðir urðu aldrei annað en það. Hæstiréttur lands- ins greip hins vegar inn í þegar ákveðin mál höfnuðu loks á hans borði og bætti stöðu margra svo sem með úrlausnum um ólögmæt gengislán. Það beið hins vegar ríkisstjórnar sem tók við vorið 2013 að rétta hlutina af. Hún stóð við loforð af fyrr- nefndu tagi. Jafnvel þau sem gætnum mönnum höfðu þótt glannaleg. Og í skjóli þeirrar ríkisstjórnar fóru raunlaunin, hinn eiginlegi kaupmáttur fólks, hratt vaxandi á ný. Ólíkindamál af ýmsu tagi réðu mestu um að ríkis- stjórnarflokkarnir nutu ekki náðar kjósenda eftir svo myndarlega umgengni við kosningaloforð. Var sú stjórn vinstri eða hægri stjórn? Þeir sem horfðu með blinda auganu til flokkanna sem stóðu að henni flokk- uðu hana umsvifalaust sem hægri stjórn. Tvennt kemur til. Framsóknarflokkurinn er þeirrar náttúru, að sé hann í stjórn með vinstriflokkum þá heitir sú stjórn vinstristjórn. Framsóknarflokkurinn kallar sig stundum, einkum fyrir kosningar, „félagshyggju- flokk“, sem er íslenskun á sósíalistaflokki. En Fram- sókn er þá sennilega að höfða til gamalla tengsla við félagslegar hreyfingar samvinnumanna. En þetta er jafnframt hentistefna, sem Framsókn telur ekki spilla stöðu sinni sem „miðjuflokks“. Framsóknar- flokkurinn á í miðjuflokkasamstarfi, jafnt á Norð- urlöndum sem víðar. Slíkum flokkum dettur ekki í hug að skilgreina sig sem sósíalistaflokka sem fram- sóknarmenn hér gera hins vegar reglubundið með ís- lenskun heitisins. Nallinn er ekki sunginn á sam- kundum framsóknarmanna. Kvöldblíðan lognværa kemur blíð úr þeirra barka og annar kveðskapur sem vísar til lands og þjóðar án nokkurs rembings á kostnað annarra þjóða eða ættkvísla. Mörg íslensk skáld hafa bundið fagurlega utan um þá samleið sem þjóð á með landi sínu. Slíkur skáldskapur skyggir ekkert á heilbrigð viðhorf um getu og viðhorf annarra og þá fegurð sem það fólk sér allt um kring hjá sér. Hin skýringin á skrýtnum skilgreiningum rík- isstjórna er að stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur þátttakandi í er umsvifalaust sögð hægri stjórn. Sjálfstæðisflokki svipar um margt til annarra flokka hægra megin við miðju. Eigi hann aðild að rík- isstjórn þá er samstarfsaðilinn langoftast flokkur sem sjálfur telur sig sósíalistaflokk af einhverju tagi eða flokk með ríkulegu félagshyggjuívafi, eins og Framsóknarflokkurinn. Það er ekki mjög sannfær- andi að halda því fram að hægfara flokkur liggjandi upp að miðjunni hægra megin frá í samstarfi við ann- an flokk á vinstra hveli miðjunnar eða vinstra megin vð hana sé hægri stjórn. Auðvitað má slá slíku fram en það er ekkert vit í því. Skammtímafyrirbæri í ís- lensku stjórnmálalífi eins og smáflokkarnir tveir í nú- verandi ríkisstjórn verðskulda ekki flokkslega skil- greiningu. Síðasta söludag bar hratt að Samfylkingin sveik sínar eigin forsendur þegar hún gerði aðild að Evrópusambandinu að máli sem svaraði öllum stjórnmálalegum spurningum. Það vita allir sem vilja, að Samfylkingin hefði aldrei náð saman í eitt framboð hefði aðildin að Evrópusambandinu yf- irskyggt öll önnur viðfangsefni. En hitt réð einnig miklu hversu hratt og með afgerandi hætti Samfylk- ingin samsamaði sig vafasömustu peningaöflum landsins. Þessir tveir þættir gerðu Samfylkingu í senn að einsmálsfloki og að vafasömum flokki. Sú birting- armynd hafði náð til nægilega margra þegar árið 2013 og var orðin yfirþyrmandi í kosningunum haustið 2016. Nú er Samfylkingin með rúm 5% í fylgi og kom- in með formann sem berst fyrir því að börn í móð- urkviði séu kölluð „frumuklasar“ en ekki börn og að hætt verði að tala um fóstureyðingar og talað um „þungunarrof“ svo hægt verði að fjölga fóstureyð- ingum úr 1000 á ári. Tveir myndarlegir tilvonandi barnaskólar á ári er ekki nægilega háleitt markmið. Það er fróðlegt að horfa til Bretlands, en þó einkum Frakklands, í þessu samhengi vegna kosninga sem standa yfir í Frakklandi og eru fram undan í Bret- landi eftir 5 vikur. Í Bretlandi bendir allt til þess að sitjandi forsætisráðherra Íhaldsflokksins muni auka fylgi sitt þótt flokkurinn hafi nú verið með hreinan meirihluta eða í forystu fyrir samsteypustjórn í sjö ár Verður eitthvað ófyrirsjáanlegt í hinni fyrirsjánlegu seinni lotu? ’ En þegar komið var upp í fólk með hálfa milljón eða meira á mánuði átti Macron betri hljómgrunn. Millistjórnendur fyrirtækja og forstjórar studdu Macron og efstu lög fjár- málageirans var þéttasta klappliðið. Þrátt fyrir þetta er spurt víða: Tekst Macron að sigra hægrið? Hægrið? Hann er hægrið. Reykjavíkurbréf28.04.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.