Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 35
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Þetta er 12.000 manna bær og hægt er að ganga á þessum borgarmúr í kringum allan gamla miðbæinn, skoða miðaldahús og ímynda sér að maður sé uppi fyrir mörg hundruð árum. Ganga má á borgarmúrunum í kringum gamla miðbæinn. Þá eru mörg skemmtileg söfn í Rothenburg en eitt sem rímar fullkomlega við tímaferðalag er Mittelälterliches Kriminalmuseum þar sem má kynna sér allt um miðaldaglæpi, réttarfar og þær grimmilegu refsingar sem tíðkuðust á þeim tíma. Í bænum eru líka ótrúlega fallegar jólabúðir og hægt að kaupa gamaldags jólaskraut eins og Evrópa hefur skreytt með í aldaraðir.  Hið draumkennda hvíta spænska þorp Canillas de Aceituno í Anda- lúsíu á Spáni er að finna í Sierra Ne- vada-fjalllendinu. Fyrir 3.000 árum settust Fönikíumenn að í þorpinu og fluttu með sér sínar aðferðir við ræktun ólífutrjáa og vínberjaakra. Enn í dag, árið 2017, lifir meirihluti íbúa á þeirri ræktun og það er sann- arlega ferð aftur í tímann að fylgjast með þeim að störfum. Störf sín við akuryrkjuna vinna þeir með alda- gömlum aðferðum og allt umhverfið minnir á eldri tíma þar sem geitur ganga frjálslega um göturnar. Þá er mállýska íbúanna þannig að jafnvel aðrir Spánverjar skilja spænskuna þeirra ekki. Margir af eldri íbúunum hafa aldrei séð sjóinn þrátt fyrir að aðeins sé um 30 mínútna akstur að ströndinni.  Aran-eyjarnar írsku eru rétt fyrir utan vesturströnd Írlands og þykja vera einn síðasti griðastaður þeirra sem vilja kynnast írsku samfélagi eins og það var. Frá Rossaveel, sem er rétt fyrir utan Galway, er hægt að komast til eyjanna með ferju. Víðáttumikil beitilönd teygja þar úr sér og fornir 3.000 ára gamlir stein- veggir og rústir frá bronsöld eru víða og minna á sögu eyjanna. Gelíska er enn töluð á eyjunum en íbúarnir eru veiðimenn sem í lok hvers dags koma heim með feng sinn og hittast á barn- um eftir veiði dagsins. Þar er ekta írsk stemning fram eftir kvöldi, dans- að og gelískir Sean-nós-söngvar sungnir. Þessir grjóthlöðnu veggir eru meðal minja frá bronsöld á Aran-eyjunum írsku. Í þessu fallega þorpi í Andalúsíu stendur tíminn í stað þar sem akuryrkja Fönikíumanna lifir enn. ’Umhverfið minnir áeldri tíma þar semgeitur ganga frjálslegaum göturnar. Þá er mál- lýska íbúanna þannig að jafnvel aðrir Spánverjar skilja þá ekki. GRUNNUR AÐ GÓÐU LÍFI Erum með í einkaleigumeðferð tvö góð rými á götuhæð í þessu nýlega og glæsilega atvinnuhúsnæði. Um er að ræða stærstan hluta af götuhæð hússins. Húsið stendur á áberandi stað á horni við Víkurhvarf og er mikil umferð framhjá eigninni. Auglýsingargildi eignarinnar er mjög mikið. Stutt í alla aðra þjónustu og stofnbrautir. Greið aðkoma og fjöldi bílastæða. A.T.H. EKKI VSK HÚS. 1. Óvenjulega stór verslunar- og þjónustusalur með mikilli lofthæð, frontum og vörudyrum. Útleigustærð þessa rýmis er um 4100 fm. Miklir möguleikar fyrir stór og öflug fyrirtæki að starfrækja höfuðstöðvar, verslun, lager, iðnað, verkstæði og fl. Afmörkuð eru um 60 sér bílastæði fyrir framan plássið. 2. Flott verslunar og skrifstofupláss á götuhæð á horni hússins sem gæti hentað undir verslun, skrifstofur, veitingahúss og fl. Góð aðkoma og mikill sýnileiki. Útleigustærð er um 400 fm. VÍKURHVARF 1 KÓPAVOGI ATVINNUHÚSNÆÐI FJÖLNOTAHÚS TIL LEIGU 4500 M2 STEFÁN HRAFN STEFÁNSSON Sölustjóri, Hdl. löggiltur fasteignasali og Löggiltur leigumiðlari Sími: 895-2049 eða á stefan@stakfell.is ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR:

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.