Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017
VETTVANGUR
Eflaust er einstaklingsbundiðhvað það er við Ísland semvið leggjum mest uppúr.
Flest höldum við tryggð við land íss
og elda vegna þess að hér er fjöl-
skylda okkar og það fólk sem okkur
þykir vænst um og viljum vera ná-
lægt. Þá er íslensk menning og
menningararfleifð gefandi. Það er
þetta tvennt sem við köllum rætur
okkar. Síðan er það hreinleikinn.
Andrúmsloftið er hreinna en víðast
gerist og drykkjarvatn nánast
hvergi betra. Þá er matvara almennt
heilnæmari á Íslandi en annars stað-
ar. Og ekki má gleyma náttúrufeg-
urðinni. Ég efast um að mörg lönd
geti státað af eins mörgum mögn-
uðum náttúruundrum á hundrað
þúsund ferkílómetra svæði, Herðu-
breið og Dynjandi, Kolugljúfur,
Skjálfandi, Hvassahraun, Hvanna-
dalshnjúkur …
Ég veit að það færi fyrir brjóstið á
einhverjum ef áfram yrði haldið að
tíunda ágæti okkar lands; að slíkt
væri þjóðremba af verstu sort. Ég
myndi þvert á móti stilla slíku upp
sem andstæðu hroka og rembings
og kalla þetta þakklæti fyrir það
sem okkur er falið.
En gagnvart hinum hneykslunar-
gjörnu og öllum
þeim sem vilja
búa í stöðluðum
heimi helst frá-
vikalausum –
þar sem allt hef-
ur verið fært
alla leið niður að
lægsta samnefn-
ara – ætla ég að
ganga enn
lengra í meintri
þjóðrembu og afturhaldssemi og
ræða fámennið. Ekki til að tala um
það sem veikleika eins og gjarnan er
ætlast til að þeir geri sem vilji teljast
til frjálslyndra nútímamanna, heldur
sem styrkleika.
Þegar allt kemur til alls þá grunar
mig að flest deilum við þeirri reynslu
að finnast það vera góð tilfinning að
vera til fjalla, fjarri mannabyggðum,
njóta kyrrðar öræfanna – njóta fá-
mennisins. Og getur verið að við
séum ekki ein um þessa tilfinningu;
að hún sé hreinlega sammannleg?
Og gæti nú verið að fleiri en við sæk-
ist eftir hreinu ómenguðu drykkjar-
vatni og heilnæmri matvöru, kjöti
sem ekki er sneisafullt af skaðlegum
sýklum eða þá sýklalyfjum?
Einu sinni gekk ég með New
York-búa að Búrfellsgjá í Heiðmörk.
Hann átti erfitt með að fóta sig í
þýfðu landinu enda hafði hann aldrei
komið út af malbikinu á Manhattan.
Honum fannst þetta vera ævintýri
lífs síns og þá ekki síður að aka yfir
óbrúaða ársprænu á hálendinu og
um malarvegi sem bugðuðust með
landinu.
Já, en þarf ekki margmenni til að
njóta velsældar? Því er til að svara
að við erum ekki fá þegar allt kemur
til alls. Og með samvinnu hefur okk-
ur tekist að lyfta grettistaki á ýms-
um sviðum. Samvinnufélagi kúa-
bændanna, MS, tókst þannig að
færa til landsins þróuðustu vinnslu-
tæki fyrir mjólkurarfurðir sem finn-
ast í heiminum. Og með samvinnu
tókst okkur að koma á fót öflugu vel-
ferðarkerfi og þar með heilbrigð-
iskerfi sem á sínum tíma fékk þá ein-
kunn hjá Efnahags- og
framfarastofnuninni, að það nýtti
betur hverja krónu en heilbrigð-
iskerfi nokkurs staðar í heiminum.
Þessi kerfi eru
vissulega brot-
hætt, sér-
staklega þegar
stjórnvöldin
sjálf reyna að
mola úr þeim.
Það segir sig
sjálft.
En getur ver-
ið að eftir nokk-
ur ár, ef til vill
fyrr en nokkurn grunar, verði helsta
aðdráttarafl Íslands salmonellulaus
egg og heilnæm kjötvara á borðum,
lífrænt ræktað kál, línudreginn fisk-
ur úr sjó, land laust við fjögurra ak-
reina vegi og alla upphækkaða,
svæði laus við hagkvæmnisútreikn-
aða vegalagningu sem þyrmir ekki
viðkvæmum leirum, einhverjar
óbrúaðar ár og mannfá svæði, sem
þó eru ekki mannfá vegna þess að
erlendir auðkýfingar haldi þeim út
af fyrir sig í krafti eignarhalds sem
aldrei átti að verða.
Allt sem við þurfum er að farið
verði betur með verðmætin í land-
inu, að við látum ekki mjúkmála
milljarðamæringa stela af okkur –
slíka menn þarf ekki að flytja inn –
þegar eru of margir til staðar.
Það tekur ekki langan tíma að
eyðileggja Ísland. En ef við höldum
vel á málum mun mannfæð ekki
koma að sök – þvert á móti verða
okkar styrkur: jafnvel, dýrmætasta
auðlind Íslands!
Er fámennið dýrmætasta
auðlind Íslands?
’Allt sem við þurfum erað farið verði betur meðverðmætin í landinu, aðvið látum ekki mjúkmála
milljarðamæringa stela af
okkur – slíka menn þarf
ekki að flytja inn – þegar
eru of margir til staðar.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barnaafmæli vakti mikla athygli í
vikunni en Viðskiptablaðið fjallaði
um barnaafmæli sem lífsstílsblogg-
arinn Tinna Alavais hélt fyrir 3 ára
dóttur sína og hún fjallaði um á
bloggsvæði sínu. Athygli vakti að
afmælið var styrkt af níu fyr-
irtækjum en fyrirtækin greiða
Tinnu fyrir að birta myndir af vör-
unum og umfjöllun á blogginu.
Mikið var skrifað um þetta á
samfélagsmiðlunum, Lára Björg
Björnsdóttir, meðeigandi Suð-
vestur tísti:
„Versta við
þetta 3 ára afmæli
fíaskó er eftirfar-
andi: Allt liðið
sem mætir á
svæðið og sver
svona rugl og tilstand af sér og Í
LEIÐINNI gefur það í skyn að
ALLIR séu að þessu og hvað sé nú
steikt. Hell to the no, þetta var
bara einn bloggari og nenniði að-
eins. Annað hérna: Við erum held-
ur ekki öll að kaupa okkur súran
disk af ss-pullum og múslí í kokteil-
glasi þó að eitthvað lið pósti
myndum af sér starandi út í tómið
á einhverjum sveitadæner eða
hvar í helvítinu sem þessi lundur
er.“
Tónlistar- og út-
varpskonan Salka
Sól Eyfeld tísti í
byrjun vikunnar:
„Vona alltaf að ég
fái sömu línu og
Bubbi Morthens og Jónsi fengu í
Hjálpum þeim, næst þegar það
verður gefið út.“ Nokkrir höfðu
áhuga á að vita hvaða línur það
væru nákvæmlega úr lagatext-
anum. Salka Sól sagði það vera lín-
una: „Við fáum af því fréttir að
hungursneyð olli heilli þjóóóð!“
Saga Garðarsdóttir leikkona
benti á að Salka
hefði eitthvað
misskilið textann.
„Er það ekki
ÓGNI HEILLI
ÞJÓÐ? Annars er
ég mjög opin fyrir
súrealískum atóm-samstöðulög-
um,“ tísti Saga.
Gunnar Hrafn Jónsson, þing-
maður Pírata, tísti
þá í gærdag: „Það
er varla fund-
arfriður á
Nefndasviði Al-
þingis vegna ölv-
aðra unglinga í
pandabúningum fyrir utan. Erum
samt ekki að ræða áfeng-
isfrumvarpið.“ Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, vakti
líka athygli á þess-
ari truflun og tísti:
„Staðan í dag, nú
er það ekki American bar, heldur
verðandi háskólanemar sem er í
góðum takti við umræðuna í
nefndinni – stöðu háskólanna.“
AF NETINU
Lífið tók miklum breytingum
Ég var búin að prófa allt til að losna við stanslausan
sviða og vanlíðan. Loksins fann ég það sem virkaði,
Bio-Kult Candéa, mun halda áfram að nota það.
Unnur Gunnlaugsdóttir
Bio Kult Candéa
Góð og öflug vörn fyrir
meltingarveginn
l Styrkir meltinguna
l Vinnur á Candida sveppnum
l Kemur jafnvægi á
meltingaflóruna
l Bestu gæði góðgerla
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST