Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 26
Michelin-kokkar í flatkökubakstri Í fyrrasumar kom hingað frá Hollandi fríttföruneyti kokka, blaðamanna og ljósmynd-ara til að upplifa landið og búa til hum- arrétti í nýja uppskriftabók veitingarstaðarins Ciel Bleu í Amsterdam, en sá staður skartar hvorki meira né minna en tveimur Michelin- stjörnum. Tilgangur ferðarinnar var að sanka að sér efni en þeir vildu útbúa algjörlega ein- staka matreiðslubók. Bókin sem ber nafnið Guestronomy, er nú komin út á hollensku en von er á enskri útgáfu innan skamms. Íslenskur humar í öndvegi Hugmyndin að bókinni var að fá innblástur frá öllum þeim löndum sem þeir versla við og elda rétti úr hráefninu á hverjum stað fyrir sig. Af þeim sökum lá leiðin til Íslands en allan humar kaupa þeir af Vinnslustöð Vestmannaeyja. „Það er náttúrulega mikill heiður fyrir Ís- lendinga að komast inn í þessa bók, að vera í hópi þeirra þjóða sem framleiða mestu há- gæðavöru í heimi,“ segir Sigurjón Að- alsteinsson, matgæðingur og ferðaskipuleggj- andi, sem tók á móti hópnum. Varðskipið Þór sótti hópinn Sigurjón, sem er Eyjapeyi, dreif hópinn með sér til Eyja og þar var að sjálfsögðu humar í aðalhlutverki. En fleira skemmtilegt gerðist í ferðinni. „Ég fékk svolítið klikkaða hugmynd, að fara út í Elliðaey. Það heppnaðist með ólíkindum vel. Reyndar þurftum við að njóta aðstoðar björgunarskipsins Þórs í bakaleiðinni, þar sem komin var bölvuð bræla og ekki hægt að nota hefðbundin sókningsbát, en það gerði ferðina því meira eftirminnilega, eða kryddaði hana hressilega,“ segir Sigurjón. „Í Elliðaey bjuggu þeir til alls konar rétti; grilluðu humar, bjuggu til humarsúpu og hum- artartar sem er eitt af því besta sem ég hef smakkað,“ segir hann. Kokkar að kafna í reyk „Í Eyjaferðinni fór ég með fólkið heim til mömmu, en hún tók sig til og skellti í námskeið í flatkökubakstri, sem vafðist bara helling fyrir Michelin-stjörnu kokkunum. Mamma er sveitakona og hefur alist upp við að taka slátur og baka flatkökur. Þær eru nú ekkert fáar hús- mæðurnar í Vestmannaeyjum sem hafa farið í gegnum flatkökuskóla Þóru Gissurardóttur,“ segir Sigurjón. „Þeir átti í stökustu vandræðum með þetta út af reyknum, þeir voru gjörsamlega að kafna! Ljósmyndarinn var kominn á gólfið, hann þoldi ekki við í reyknum,“ segir hann og skellihlær. „En þeim fannst þetta bæði skemmtilegt og skuggalega gott.“ Þóra Gissurardóttir kennir Michelin- kokkinum Arjan Speelman handtökin við flatkökubakstur. Hópurinn átti erfitt með að þola reykinn. Nýlega kom út kokkabók frá virtum tveggja Michelin-stjörnu veitingastað í Amsterdam. Ísland leikur hlutverk í bókinni en allur humar sem þeir kaupa er íslenskur. Því ákváðu þrír kokkar á þeirra vegum að heimsækja landið og lentu í leiðinni í óvæntum flatkökubakstri í heimahúsi í Vestmannaeyjum og alvöru íslenskri brælu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sigurjón skenkir í glas hjá Arjan, yfirkokkinum á Ciel Bleu í Amsterdam. Humarinn var grillaður í blíðskaparveðri. Síðar hvessti hressilega og það gerði brælu svo varðskip þurfti að bjarga fólkinu af eyjunni. Hér gefur að líta síðu úr nýju kokkabók Mic- helin-kokkanna frá Ciel Bleu- veitingastaðnum í Amsterdam. Flatkökur eru bakaðar beint á hellunni. Einn af réttunum sem kokkarnir útbjuggu í fögru umhverfi Elliðaeyj- ar var humar-tartar. Sig- urjón segir réttinn vera algjört lostæti. ’Reyndar þurftum við aðnjóta aðstoðar björg-unarskipsins Þórs í bakaleið-inni, þar sem komin var bölvuð bræla og ekki hægt að nota hefðbundin sókningsbát, en það gerði ferðina því meira eftirminnilega, eða kryddaði hana hressilega. MATUR Gott er að leggja grænkál og klettasalat í ísvatn í ísskáp í klukkutíma tilþess að ná mesta beiska bragðinu í burtu. Gott er að setja salatið í salatvindu og þerra það svo með pappírsþurrkum. Grænkál í ísbaði 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.