Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017
á þessum tíma veikist aðstoðarkonan hans af
lungnakrabba og deyr á örfáum mánuðum frá
þremur ungum börnum. Svo höfðu átt sér stað
vinslit þarna sem voru okkur báðum erfið og
ýmislegt fleira sem kom til sem gerði þetta ár,
árið 1997, með ólíkindum erfitt. Og ég fann að
hann var ekki eins sterkur fyrir og ég hafði
haldið.“
Persónulegt mótlæti var framandi fyrir Sig-
urstein og virtist koma honum á óvart. En Sig-
urbjörg þekkti hins vegar mótlæti vel.
„Það var alls konar mótlæti sem ég hafði farið
í gegnum. Alin upp í sveit, missti föður minn,
byrjaði ekki í skóla fyrr en 8 ára gömul, bjó við
endalausa stríðni, hrekki og einelti og með afar
fáar ánægjulegar gleðiminningar úr grunnskóla
meðan hann dásamaði sínar stundir þar. Al-
gjörlega þveröfugt við mig. Hann hafði fullt af
tækifærum til að snúa ákvörðun sinni við en það
var bara eitthvað sem var honum svona þung-
bært.
Ég sagði oft við Sigurstein að hugsa um það
hvað fólkið sem dó hjá honum í stólnum og hann
bjargaði hefði verið lánsamt að hann brást hár-
rétt við. En líklega hefði hann þurft meiri hjálp
á þessum tíma þótt ég hafi ekki áttað mig á því
þá því við vorum að takast á við mjög erfiða
hluti saman, algjör tímamót í okkar lífi. Hann
var 44 ára og ég 42 ára og við fundum að við vor-
um búin að missa af lestinni, við vorum búin að
missa af tækifærinu til að eignast barn.“
Þegar Sigursteinn deyr á Sigurbjörg enn
fósturvísana.
„Mér skilst að það hefði þurft að gefa skrif-
legt samþykki til að láta eyða þeim. Ég hafði
enga heimild til að nýta mér þá eða reyna að
eignast barn að honum látnum. En satt best að
segja, ég veit ekki hvað varð um þá. Ég bara
minnist þess ekki að hafa skrifað undir eitthvert
plagg. Ég greiddi reglulega eitthvert geymslu-
gjald, svo hættu þeir gíróseðlar að koma og ég
get ekki munað, því það var svo margt að hugsa
um á fyrstu fimm árunum, að hafa nokkurn tím-
ann skrifað undir eitthvað um eyðingu þeirra.
Ég sagði einhvern tíma við lækninn að það yrði
mér mjög erfitt að skrifa undir það að láta eyða
þeim. Svo ákvað ég bara að hugsa ekki meira
um þetta. Taka enga ákvörðun, ekki dvelja neitt
í þessari fortíð. Þessi maður er farinn úr lífi þínu
og lífið með honum heyrir fortíðinni til.“
Telurðu, með hliðsjón af mótlæti sem þið tók-
ust á við á ólíkan hátt, að Sigursteinn hafi verið
viðkvæm týpa?
„Já, hann var það. Hann hafði ríka samkennd
með fólki, var opinn og einlægur. Hann var eng-
inn töffari og vildi ekki vera það. Ég upplifði
hann samt sem áður alltaf mjög sterkan og yf-
irvegaðan í þessari mildi.“
Sigurbjörg og Sigursteinn höfðu átt hund,
Gretti, sem var 14 ára gamall. Sigurbjörg fékk
heimild til að leyfa Gretti að fara með húsbónda
sínum í kistuna.
„Ég vissi að ég myndi þurfa að láta Gretti
fara fljótlega, hann var orðinn gamall og veikur,
með lifrarveiki. Sigursteinn kunni öll hans lyfja-
mál og hélt honum gangandi. Blessað dýrið var
gjörsamlega eirðarlaust og miður sín í húsinu
okkar sem breyttist í einhvers konar sorgarhof,
það var svo mikið myrkur. Og það var eitthvað
mýkjandi og ljúft í sorginni að hugsa til þeirra
beggja saman einhvers staðar. Að Sigursteinn
væri ekki einn.“
Þrennt sem hélt í mig
Við erum komin að þeim kafla sem tók við eftir
að Sigurbjörg var orðin ein. Eftirlifendum er
samkvæmt allri tölfræði sérstaklega hætt við að
fara sömu leið; að binda enda á líf sitt.
„Ég hef oft hugsað um það, af hverju ég hafi
svo ekki bara gert þetta líka, því auðvitað kom
það upp í huga minn, að ég ætlaði bara að ljúka
þessu. Ég hélt hjá mér búnaði til að geta endað
lífið eins og hann og hugleiddi það að það væri
ekkert sem héldi í mig hérna. Ég hafði ekki einu
sinni neinn með mér til að rifja upp heimilislíf
okkar. Þetta líf sem ég átti með þessum manni
var bara farið. Og ég get sagt þér að ég hef
komist að niðurstöðu um það, eftir þessi 20 ár,
af hverju ég gerði það ekki. Það er þrennt sem
stendur upp úr.
Í fyrsta lagi þá hugsaði ég með mér: Ef hann
var svona góður maður, ef við áttum svona gott
líf saman – hvers konar vitnisburður um okkar
líf er það ef ég vel það að fara svo á eftir honum?
Ég heyrði fólk segja: Hvernig gat hann gert
henni þetta og mér fannst svo erfitt að heyra
það því hann hafði gefið mér svo mikið. Ég vildi
ekki taka undir þessa ásökun með því að fara á
eftir honum. Og ég hugsaði með mér: Nei, ég
ætla að standa með honum. Ég ætlaði ekki að
halda í annað en bara einhverjar góðar minn-
ingar og þakklæti fyrir allt sem hann gaf mér.
En hann gaf mér alveg svakalega áskorun líka
en ég hef aldrei ásakað hann. Ég get ekki hugs-
að mér að skilja þannig við hann, aldrei.
En þegar ég lá allar þessa löngu nætur og
grét úr mér lungum og lifur í angistinni að vera
búin að missa hann þá fór ég allt í einu að segja
við sjálfa mig; ég vildi að það væru liðin fimm ár.
Ég vildi að það væru liðin 10 ár, þá væri ég
kannski komin eitthvað lengra með þetta, búin
að vinna úr þessu. Um leið og ég fór að hugsa
svona fann ég hvernig mín eðlislæga forvitni
kviknaði. Ég fór að velta fyrir mér hvað myndi
nú taka við í lífi mínu. Hvers konar lífi ég kæmi
til með að lifa. Og eftir því sem ég hugsaði þetta
meir því forvitnari varð ég. Ég vildi sjá hvernig
þetta færi og það dreif mig áfram. Og ég hugs-
aði með mér að nú ætlaði ég að finna mér eitt-
hvað sem væri ekki hægt að taka frá mér og það
var að sækja mér meiri menntun. Pabbi farinn,
bróðir minn, eiginmaður, margt fólk. Það er
hægt að taka svo margt af manni en ekki
menntunina. Og þá fæddist sú ákvörðun að fara
í meira nám.
Þriðja atriðið er að ég gat ekki hugsað mér að
mamma yrði að sjá á bak öðru barni. Ég vildi
ekki leggja þessa kvöl á nokkurn mann.
Ég fann að þetta var engin venjuleg sorg og
það var erfitt fyrir mig að stytta mér einhverja
leið í henni. En ég gat ekki bara ein yfir þessu
og verið að hugsa um þetta allt aftur og aftur.
Sú ákvörðun að fara út í nám varð upphaflega
til niðri á Þjóðhagsstofnun. Sigurbjörg var þá
yfirmaður öldrunarmála í Reykjavíkurborg og
var að undirbúa skýrslu fyrir forsætisráðu-
neytið og þingið um öldrunarmál.
„Ég var að vinna að þessu með Sigurði Snæv-
arr hagfræðingi og hann sagði við mig þar sem
ég var komin stuttu eftir lát Sigursteins í vinn-
una: „Sigurbjörg, hvað ert þú að gera hérna?
Nú eru tímamót hjá þér, þú átt að fara og læra
eitthvað meira. Ég skal útvega þér viðtal hjá
London School of Economics. Hugsaðu bara um
þig núna.“ Í raun og veru hafði Sigursteinn sagt
þetta líka. Þannig að þá verður sú ákvörðun til
og ég enda á að taka fyrst meistaranám í LSE
og hellti mér síðan í doktorsnám þar.“
Örvaði sig vitsmuna- og líkamlega
Þegar Sigurbjörg fór af landinu fór hún með
búnaðinn sem hún hafði komið sér upp til að
nota ef hún skyldi gefast upp til heimilislækn-
isins síns.
„Það var þarna sem ég valdi lífið. Og ég sagði
henni það, að ég ætlaði að lifa. Ég ætlaði bara að
vona að lífið væri svolítið meira í mínum hönd-
um núna. Ég fór út haustið 1998. Ég hafði þá
hafið mjög stranga líkamsþjálfun sem gaf mér
endorfín sem ég held að hafi hjálpað mér. Og ég
fór að hjóla. Hjólaði eins og vitlaus manneskja
upp og niður með Thamesá, niður til Brighton
og upp í Cambridge, ég hjólaði og hjólaði. Ég
var svo ákveðin að ég hætti að vera hrædd við
umferðina. Ég sagði bara: Ég ER umferðin. Ég
kom mér fyrir á miðlínunni og hjólaði á miðri
götu. Ég var orðin svakalega vel á mig komin
líkamlega en var líka að láta reyna á mig vits-
munalega í mjög erfiðu námi.
Einhverjir myndu kalla þetta flótta. En hvað
á maður að gera við þessar aðstæður? Ég gat
ekki flúið neitt. En hitt er annað mál að ég fann
alltaf að ég gat ekki komist neitt áfram með
sorgina nema bara bita og bita í einu. Og mín
leið út úr þessu var að örva mig vitsmunalega,
örva hugmyndavinnu mína og það að leysa úr
spurningum og svona, flókin verkefni. Og
styrkja mig líkamlega. Ég fór í mjög langar
hjólaferðir niður í gegnum Evrópu sem kröfð-
ust rosalegs úthalds, hljóp mitt fyrsta maraþon
árið 2003 og ég er búin að vera að hlaupa allar
götur síðan.“
Þetta gerði Sigurbjörgu sterka aftur.
„Þetta sýndi mér að það eru einhverjir hlut-
ir í lífi manns sem er hægt að hafa stjórn á.
Meðan það eru mjög margir aðrir sem ég hef
ekki á mínu valdi. En maður hefur alltaf eitt-
hvert val hvernig maður bregst við og hvað
maður gerir við líf sitt. Ég bjó þó við þau for-
réttindi að við áttum þetta hús, ég átti tann-
læknastofuna hans og gat fjármagnað næstu
10 ár í lífi mínu. Móðir mín hafði ekki þetta
sama val. Ég gat valið mína áskorun, þær eru
allt of margar áskoranirnar sem maður fær
engu ráðið um og maður hefur áttað sig á því
eftir, hvað get ég sagt, ýmsar ógnir við heilsu
mína. Ýmis erfið veikindi sem ég hef lent í síð-
ustu árin, þar sem ég fékk meðal annars heila-
himnubólgu og í Bretlandi lenti ég í alvarlegu
hjólreiðaslysi þar sem ég höfuðkúpubrotnaði.
Ég er því mjög einbeitt í að halda heilsu, vera í
góðu formi og halda einhverju innihaldsríku í
kollinum á mér til að vinna með og fylla líf mitt
af því.“
Og nú eru liðin 20 ár og Sigurbjörg er enn
ein. Hún kennir og þjálfar ungt fólk í að velta
fyrir sér spurningum um málefni líðandi stund-
Síðasta myndin sem tekin var af Sigursteini, nokkrum klukkutímum áður en hann dó, í sófanum
heima þar sem þau hjónin voru að horfa á bíómynd eftir notalegan kvöldverð. Sigurbjörg fann
hann nokkrum klukkustundum síðar látinn í þessum sömu fötum.
Sigursteinn, Sigurborg og hundurinn þeirra
Grettir sem fékk að fara með honum í kistuna.
Hjónin voru afar samrýmd og góðir vinir en
þau byrjðu saman í MR.
Sigursteinn var eftirlæti kennara og félaga
sinna og ólst upp á kærleiksríku heimili.
’Mín leið út úr þessu var aðörva mig vitsmunalega,örva hugmyndavinnu mína ogþað að leysa úr spurningum og
svona, flókin verkefni. Og
styrkja mig líkamlega.
Sigursteinn Gunnarsson fæddist árið 1953.
Hann lést 44 ára gamall, árið 1997.