Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 11
í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi við- byggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkju- garða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkju- garðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðun- um sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niður- staðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. sept- ember sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti bein- línis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að for- svarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar bygg- ingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenn- ingsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkju- garði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræð-ingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varð- menn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áform- um um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum forn- leifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Land- símahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég rit- aði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrir- hugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkams- leifum …“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi var- lega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir Um súlur og höfuð sem stungið er í sandinn Helgi Þorláksson sagnfræðingur Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkju- garða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fá- heyrt að ætla að reisa verald- lega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Jól2017 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Sjá nánar á sminor.is. BOSCH Hrærivél MUM 4405 Hrærir, hnoðar og þeytir. Fyrirferðalítil. 500 W. Fullt verð: 17.900 kr. Jólaverð: 12.900 kr. BOSCH Ryksuga, Free'e BSGL 5400 Orkuflokkur A. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur A. Teppi, flokkur B. Hljóð: 74 dB. ULPA-sía. Vinnuradíus: 15 metrar. Fullt verð: 44.900 kr. Jólaverð: 33.900 kr. SIEMENS Espressó-kaffivél TI 313219RW Einföld í notkun. Bruggar og útbýr helstu kaffidrykki með einum hnappi. Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr keramík. Skjár með texta. Þrýstingur: 15 bör. Fullt verð: 109.900 kr. Jólaverð: 84.900 kr. BOSCH Matvinnsluvél MCM 3110W 800 W. Tætir, sneiðir og rífur. Örugg í notkun: Fer aðeins í gang þegar lok er í læstri stöðu. Fullt verð: 12.900 kr. Jólaverð: 8.900 kr. BOSCH Uppþvottavél SMU 46CW01S, Serie 4 13 manna. Sex kerfi. Þrjú sérkerfi, þar á meðal tímastytting og kraftþurrkun. Hljóð: 46 dB. „AquaStop“- flæðivörn. Fullt verð: 84.900 kr. Jólaverð: 67.900 kr. A SIEMENS Veggofnar HB 437GCW0S (hvítur), iQ500 HB 437GCB0S (svartur), iQ500 Með stóru 71 lítra ofnrými. Sjö hitunaraðgerðir. 3D-heitur blástur. Hraðhitun. LCD-skjár. Kjöthitamælir. Tíu matreiðslutillögur. Hreinsiplata í bakhlið. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. Orkuflokkur S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 5 . D e S e m B e R 2 0 1 7 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 6 -D F C C 1 E 6 6 -D E 9 0 1 E 6 6 -D D 5 4 1 E 6 6 -D C 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.