Fréttablaðið - 05.12.2017, Side 12
golf Tiger Woods átti enn eina end-
urkomuna í golfheiminn í síðustu
viku. Sú níunda í heildina en heilsu-
far þessa frábæra kylfings hefur ekki
verið gott síðustu ár og hann hefur
þurft að fara í fjórar bakaðgerðir.
Þetta var hans fyrsta mót síðan
í febrúar en hann hefur lítið getað
spilað síðustu þrjú ár vegna þrálátra
bakmeiðsla. Svo slæm voru meiðslin
að Tiger átti um tíma erfitt með að
komast fram úr rúminu og fór í
lengri tíma ekki út úr húsi.
Tiger spilaði tvo hringi upp á 68
högg, einn hringinn fór hann á 69 og
vondi hringurinn var upp á 75 högg.
Hann endaði í níunda sæti á móti þar
sem átján toppkylfingar tóku þátt.
Um tíma efstur á mótinu
Hann hélt sínu gegn þeim bestu
og rúmlega það. Tiger var um tíma
efstur á mótinu. Það sem mestu
máli skiptir er að hann virðist hafa
komist í gegnum mótið án þess að
finna til eymsla. Ef hann segir satt
frá gæti þetta verið upphafið að ein-
hverju góðu hjá Tiger.
„Ég er mjög spenntur því svona
hef ég verið að slá upp á síðkastið.
Heimurinn er allt öðruvísi núna
en hann var hjá mér fyrir fimm
dögum,“ sagði brosmildur Tiger eftir
mótið en skorið var ekki bara gott
heldur sýndi hann oft geggjuð tilþrif
og upphafshöggin voru löng.
„Ég vissi að það yrði ekkert mál
að spila hringi. Það sem ég hafði
áhyggjur af var skorið og hvernig
mér myndi líða á vellinum. Hvern-
ig venst ég því að vera með adrena-
línið á fullu aftur? Það tók smá tíma
að venjast því.“
Fyrsta risamót næsta árs er Mast-
ers í byrjun apríl og Tiger hefur ekki
ákveðið hvernig hann hagar undir-
búningi fyrir mótið.
„Ég þarf að spila nóg en ekki of
mikið. Ég veit ekki alveg hver besta
leiðin er núna en ég mun átta mig
á því.“
Það sem sérfræðingar hafa helst
gagnrýnt hjá Tiger á Hetjumótinu
er að stutta spilið var á stundum
alls ekki nógu gott. Hann gerði
flest mistök í vippunum sínum og
ef hann nær ekki ryðinu af stutta
spilinu mun hann ekki vinna nein
mót næstu mánuðina.
„Ég er svolítið svekktur með
járnin hjá mér og ég er líka svolítið
hissa á hversu löng upphafshöggin
voru. Ég veit núna hverju ég þarf
að vinna betur í og mun gera það,“
sagði Tiger.
Allir fylgdust með
Þessi endurkoma var miklu betri en
allir áttu von á og hún gladdi marga
golfáhugamenn. Það er einfald-
lega þannig að það er enginn sem
vekur eins mikinn áhuga á íþrótt-
inni og Tiger. Þeir voru ansi margir
sem horfðu aftur á golf um helgina.
Tennisstjarnan Rafael Nadal var
meira að segja mætt á mótið og
labbaði með Tiger. Það segir sína
sögu.
Aðdáendur Tigers dreymir enn
um að hann nái fyrri styrk og fari
að vinna mót reglulega á nýjan leik.
Þessi endurkoma kveikir þá von þó
svo þetta hefðu verið aðeins fjórir
hringir en þetta var svo sannarlega
skref í rétta átt. Tiger hefur ekki
unnið golfmót síðan árið 2013 og
hann þarf að taka fleiri framfara-
skref á nýju ári ef titlunum á að
fjölga.
Áður en fór að halla undan fæti
hjá Tiger hafði hann unnið fjórtán
risamót og margir héldu að það yrði
formsatriði að jafna met Jacks Nick-
laus sem vann átján risamót.
Á næsta ári verða liðin tíu ár frá
því þessi magnaði kylfingur vann
síðast risamót og ef heilsan verður í
lagi gætu ævintýri Tígursins haldið
áfram á næsta ári. Hann er farinn að
bíta aftur frá sér.
henry@frettabladid.is
Tígurinn getur enn bitið
Endurkoma Tigers Woods var miklu betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hann spilaði þrjá frábæra
hringi á Bahamaeyjum og minnti golfheiminn á að hann er ekki búinn að vera. Því fagna golfáhugamenn.
Tiger fagnaði öllu sem gekk upp um helgina innilega og þeir voru ansi margir sem fögnuðu með honum. nordicphoTos/geTTy
Heimurinn er allt
öðruvísi núna en
hann var hjá mér fyrir fimm
dögum.
Tiger Woods
Í dag
19.00 Man. Utd - csKA Sport 2
19.15 Meistaramessan Sport
19.40 Barcelona-sporting Sport 3
19.40 chelsea-Atletico Sport 4
19.40 Bayern - psg Sport 5
21.45 Meistaramörkin Sport
olís-deild kvenna
20.00 haukar - grótta
domino’s-deild karla
Kr - Tindastóll 97-69
stigahæstir: Kr: Brynjar Þór Björnsson 33,
Björn Kristjánsson 18/6 stoðsendingar,
Jalen Jenkins 12/9 fráköst, Pavel Ermolins-
kij 8/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/12
fráköst - Tindastóll: Sigtryggur Arnar
Björnsson 22, Brandon Garrett 11, Helgi
Rafn Viggósson 10 , Björgvin Hafþór Rík-
harðsson 9/11 fráköst, Viðar Ágústsson 7.
Nýjast
efri
ÍR 14
Tindastóll 14
Haukar 12
KR 12
Keflavík 12
Njarðvík 10
neðri
Valur 8
Stjarnan 8
Grindavík 8
Þór Þ. 6
Þór Ak. 4
Höttur 0
Jólatertur
Gríptu eina!
eða allar 4
Strax í dag
Smakkaðu
NÝJA með
rabbarbara
-
sultu
MYLLU
cw170109_ISAM_Myllan_Jólaterta_blá_dagbl_5x10_20171113_END.indd 1 24.11.2017 10:04:08
Miðasala á leiki Íslands á HM í
Rússlandi hefst í dag en svo gæti
farið að færri íslenskir fótbolta-
áhugamenn geti fengið miða en
vilja. Að þessu sinni er miðasalan
opin frá því í dag og út janúar-
mánuð. Nú er ekki um að ræða
„fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur
er þetta í raun happdrætti. Ef
miða umsóknir verða fleiri en
fjöldi miða verður dregið af handa-
hófi. Knattspyrnusamband Íslands
á rétt á átta prósentum miða í boði
á leikina þrjá í riðlakeppninni sem
eru á móti Argentínu (16. júní),
Nígeríu (22. júní) og
Króatíu (26.
júní). Það eru
í kringum
3.600 miðar.
KSÍ segir
frá því á
heimasíðu
að íslenska
samband-
ið, ásamt
öðrum
þjóðum,
hafi verið í
sambandi
við FIFA og
beðið um að
þetta hlutfall
verði hækkað.
KSÍ vIll MEIRA EN ÁTTA pRó-
SENT MIðA Á lEIKI ÍSlANdS
5 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d A g U r12 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð
sport
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
6
-D
A
D
C
1
E
6
6
-D
9
A
0
1
E
6
6
-D
8
6
4
1
E
6
6
-D
7
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K