Fréttablaðið - 05.12.2017, Page 22
Nýr Nissan Micra sem kom á markað fyrr á árinu fær 8,8 stig af 10 mögulegum
í einkunnagjöf eigenda þar sem
þriðjungur svarenda í nýlegri
ánægjukönnun gaf bílnum fullt
hús stiga. Ánægjukannanir sem
þessar eru bílaframleiðendum
mjög mikilvægar og hjá Nissan
nýta hönnuðir fyrirtækisins
niðurstöðurnar í áframhaldandi
þróunarvinnu til að bæta gæðin
enn meira. Það var könnunarfyrir-
tækið Reevoo sem framkvæmdi
könnunina fyrir Nissan og eru sér-
fræðingar í hönnunarteymi bílsins
afar ánægðir með niðurstöðurnar
eins og gefur að skilja. Þrátt fyrir
það lýkur hönnun bíla aldrei því
stöðugt er unnið að framförum og
má gera ráð fyrir að þegar á næsta
ári líti ýmsar nýjungar ljós sem
byggja á ábendingum viðskipta-
vina.
Þjóðverjar ánægðastir
Á fimm helstu markaðssvæðum
Evrópu var einkunnagjöf eigenda
Micra á bilinu frá 8,7 til 9,3. Í
Bretlandi var hún 9,2, 8,7 í Frakk-
landi, 8,9 á Ítalíu, 8,7 á Spáni og
ánægðastir voru Þjóðverjar sem
gáfu Micra 9,3 í einkunn.
Skemmtilegur í akstri
Meðal umsagna var þessi frá
ánægðum eiganda: „Hönnun far-
þegarýmisins er æðisleg … hann er
yndislegur í akstri … þetta er frábær
bíll fyrir mínar þarfir … það hafa
orðið miklar framfarir í hönnun
og virkni bílsins … hann er þægi-
legur og hagkvæmur og krafturinn
í þessari 900 cc vél kom á óvart.“
Í heildina litið var umsögnin
„skemmtilegur í akstri“ algengasta
einstaka svar þátttakenda um
nýjan Micra, nefnd í 20% tilfella.
Gæði, þægindi og mikill stöðug-
leiki í akstri voru einnig algeng
svör. Þá var enn fremur algengt
að þátttakendur gæfu hljómtækj-
unum frá Bose hæstu mögulega
einkunn.
Nýjungar á næsta ári
Helen Perry, framkvæmdastjóri
smábíla hjá Nissan Europe, sagði
þegar Reevoo birti niðurstöður
könnunar að „að sjálfsögðu væru
ákveðin atriði sem hægt væri að
bæta og ábendingar viðskipta-
vina okkar gegna lykilhlutverki í
þróunarvinnu okkar. Sérfræðingar
í verkfræðiteymi okkar ígrunda
gaumgæfilega umsagnir sem
við fáum og meðal þess sem við
munum gera strax á næsta ári er að
bjóða fleiri vélar við Xtronic-sjálf-
skiptingu auk 120 hestafla vél og
sex gíra beinskiptingu“.
Mikil ánægja
meðal eigenda
Nissan Micra
Á fimm helstu markaðssvæðum Evrópu var ein-
kunnagjöf eigenda Micra á bilinu frá 8,7 til 9,3.
Nissan Micra er greinilega vinsæll á meðal þeirra sem eiga eintak af honum.
Margir Íslendingar muna eftir Hyundai Accent bílnum enda seldist hann
í skipsförmum hérlendis á árum
áður. Talsvert er þó síðan Accent
var til sölu hér og er hann orðinn æ
óalgengari sjón á götum landsins.
Það á þó ekki við í Bandaríkjunum
þar sem Hyundai býður Accent
til sölu á afar hagstæðu verði. Þar
fæst Accent á 14.995 dollara, eða
1.585.000 krónur, og það sem meira
er, þar fer bara býsna laglegur bíll. Ef
hann væri í boði hérlendis á þessu
verði væri um að ræða ódýrasta
nýja bíl sem hægt væri að kaupa.
Hafa verður þó í huga að bílar eru
mun ódýrari í Bandaríkjunum en
hér og há vörugjöld og virðisauka-
skattur hafa ekki viðlíka áhrif á
endanlegt verð bíla þar. Ódýrasta
gerð Accent er beinskipt, en bíllinn
er samt furðanlega vel búinn, með
5" lita snertiskjá, bakkmyndavél,
útvarpsstýringu og skriðstilli í stýri,
Blue tooth tengingu, rafmagns-
rúðum allan hringinn og fjölstillan-
legu framsæti. Dýrustu útfærslu
fylgir margs konar aðstoðar- og
lúxusbúnaður og fæst hún á undir
tveimur milljónum króna. Accent
býðst aðeins með einni vélargerð í
Bandaríkjunum, 1,6 lítra bensívél,
130 hestöfl með 161 Nm togi.
Hyundai Accent kostar 1,6 milljónir
króna í Bandaríkjunum
Hyundai Accent af árgerð 2018 er bara býsna laglegur bíll.
Að mati fjölskipaðrar dóm-nefndar breska bílablaðsins What Car? eru kaup á fjögurra
til sex ára gömlum Nissan Qashqai
mjög skynsamleg vegna meginkosta
hans sem eru rekstrarhagkvæmni,
þægindi og fjölhæfni við mismun-
andi aðstæður. Hann er að mati
blaðsins „Besti notaði sportjeppinn
2018 í flokki minni jepplinga“. Alex
Robbins, ritstjóri notaðra bíla hjá
tímaritinu, sagði, þegar úrslitin voru
kynnt, að fyrsta kynslóð Qashqai sé
enn mjög eftirsóttur bíll á mark-
aðnum og það komi ekki á óvart.
„Það eru fáir bílar í þessum flokki og
af fyrstu kynslóð sem sameina svo
átakalaust aksturseiginleika í ætt við
jeppa og kosti hefðbundna fólks-
bílsins. Síðan hefur bíllinn fengið
smávægilegar andlitslyftingar sem
bera vitni um enn meiri þægindi,
gæði og hagkvæmni.
Mest seldi bíllinn
í sínum flokki
Vinsældir hans á markaðnum eru
til marks um alhliða gæði, hagstætt
verð, sem gerir Qashqai að mjög
ákjósanlegum bíl fyrir þá sem huga
að kaupum á notuðum bíl. Nissan
kynnti Qashqai 2006 og var hann
sá fyrsti af nýrri og endurhannaðri
kynslóð fjórhjóladrifinna jepplinga
á markaðnum sem skaut honum
þegar í stað upp á stjörnuhimininn.
Eftirspurn eftir Qashqai hefur allar
götur síðan haldið honum í fyrsta
sæti sem mest selda bílnum í sínum
flokki þrátt fyrir síharðandi sam-
keppni á markaðnum. Qashqai er í
stöðugri þróun hjá Nissan og sífellt
koma fram tækninýjungar sem bæta
kosti hans ár frá ári og halda honum
enn þann dag í dag efst á vinsældar-
listanum.
Qashqai besti sportjeppinn í
sínum flokki að mati What Car?
Hefur frá upphafi verið mest seldi sportjeppi heims.
Nissan Qashqai mest seldi bíllinn í sínum flokki.
Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur
TILBOÐ
285/70R17 - 4 stk.
kr. 179.000
með kr. 40.200 afslætti
315/70R17 - 4 stk.
kr. 189.000
með kr. 42.200 afslætti
Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is
www.mtdekk.is
ATZp3
5 . d e s e M B e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d A G U r4 B í l A r ∙ F r É T T A B l A Ð I Ð
Bílar
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
6
-F
8
7
C
1
E
6
6
-F
7
4
0
1
E
6
6
-F
6
0
4
1
E
6
6
-F
4
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K