Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
Öðlast nýtt líf eftir harða neyslu
Á Ítalíu hefur náðst einstakurárangur í að hjálpa vímu-efnaneytendum sem hafa
lengi verið í neyslu aftur út í lífið. Úr-
ræðið snýr að langtíma búsetu, með-
ferð, fræðslu og færniþjálfun en 70%
þeirra sem hafa farið í gegnum það
hafa náð góðum árangri. Helga Sif
Friðjónsdóttir, hjúkrunardeildar-
stjóri á göngudeild geðsviðs á Land-
spítalanum og forvígismaður Frú
Ragnheiðar, sem aðstoðar utangarðs
vímuefnaneytendur, fór til Ítalíu til
að kynna sér úrræðið og fjallaði um
það í lokaverkefni sínu í MPM-
meistaranámi í verkefnastjórnun í
Háskólanum í Reykjavík. Helga segir
það afar spennandi að skoða þessa
ítölsku leið.
„Það eru margir þættir sem stuðla
að þessum árangri þar sem hug-
myndafræðin á bak við þetta með-
ferðarúrræði, samfélag sem kallast
San Patrignano, er afar fjölþætt. Í
fyrsta lagi er það langur tími sem fólk
fær að búa í vernduðu umhverfi, 3-4
ár en einstaklingar í þessari meðferð
eru að koma úr harðri og langri
neyslu, að meðaltali 10 ára, eiga við
krónískan vanda að stríða og eygja
alla jafna litla von um breytingu.
Þessi langi tími í uppbyggjandi um-
hverfi er því afar mikilvægur,“ segir
Helga Sif.
„Á svona löngum tíma fær tauga-
kerfið tækifæri til að endurnýja sig,
það gefst tími til að styrkja nýja hæfi-
leika og sjálfsmynd en allir í þessu
samfélagi fá verkefni og vinnu þar
sem þeir upplifa að þeirra framlag er
mikilsvert. Það er staða sem ein-
staklingar í neyslu af þessu tagi eru
ekki vanir að upplifa.“
Þegar fólk innritast í samfélagið er
það parað með öðrum einstaklingi
sem hefur verið lengur á staðnum og
þeir mynda tveggja manna teymi, eru
saman allan sólarhringinn og sá sem
hefur verið lengur aðstoðar þann
nýja að læra á sjálfan sig og lífið inn-
an samfélagsins.
Reka bakarí
og framleiða osta
„Þarna gefst tækifæri til að læra og
æfa allt það sem lætur okkur virka í
daglegu lífi. Sem dæmi hvernig mað-
ur hirðir um sjálfan sig og hvernig
maður hugsar um aðra og allir taka
þátt í að halda umhverfinu sem þeir
búa í fínu. Maður tók sérstaklega eft-
ir því hvað allt var ótrúlega hreint og
fallegt hjá þeim því þrátt fyrir að
þetta sé 1.400 manna samfélag geng-
ur allt eins og smurð vél. Mantra
samfélagsins er að leggja sig hundrað
prósent fram við hvert verk.“
Helga Sif segir að mantran sé und-
irliggjandi í öllum þeirra störfum og
framleiðslu en 50% af því rekstrarfé
sem þarf til að reka samfélagið í heild
er söluhagnaður af vörum sem íbú-
arnir framleiða. Þannig er til dæmis
starfrækt í San Patrignano bakarí,
ostagerð og vefnaðarvörugerð.
„Og allt í hæsta gæðaflokki. Í bak-
aríinu eru einu vélarnar hrærivél en
svo er allt handgert. Þá reka þau leik-
skólaþjónustu, mjög eftirsótta, og
hirða um hesta þar sem miklar pæl-
ingar liggja til dæmis að baki því fóðri
sem hestarnir fá. Þessi tilfinning íbúa
samfélagsins, að þeir séu hluti af ein-
hverju stærra sem skipti máli gefur
þeim augsjáanlega mikið en með
þessu kynnist fólk líka nýjum iðn-
greinum, þjálfar með sér nýja færni
og margir enda á að velja sér starfs-
vettvang til að halda áfram með eftir
að flutt er út.“
Þá eru skólar í nágrenninu í sam-
starfi við San Patrignano svo öllum
býðst að byggja upp menntun sína.
Loréal gaf hársnyrtistofu
„Mörgum kemur á óvart að allt þetta
er ókeypis fyrir íbúa en það kostar
ekki krónu að nýta sér þetta úrræði.
Féð kemur, utan hagnaðarins af sölu
og þjónustu íbúa, frá ýmsum styrkt-
araðilum og fjársterkir aðilar hafa
líka lagt verkefninu lið.“ Sem dæmi
er L’Oréal einn styrktaraðilanna og
gaf samfélaginu hárgreiðslustofu.
Íbúum býðst að fara í nám hjá fyrir-
tækinu og þannig hefur samfélagið
alls kyns tengingar við atvinnulífið. Á
lokaári búsetunnar getur fólk búið í
samfélaginu en unnið utan þess og
fær þannig tækifæri til að aðlagast.
„Um leið og ég var að skoða þessa
einstöku verkefnastjórnun sem á sér
stað þarna var ég líka að horfa á þetta
með nýsköpunargleraugum, hvaða
atvinnugreinar við á Íslandi gætum
gert samninga við í svona verkefni,
væri það matvælaiðnaðurinn til
dæmis og ferðaþjónustan?
Íslendingar hafa gert mjög góða
hluti í meðferðarmálum í gegnum ár-
in en það er ákveðinn hópur sem er
staddur á þessum sama stað og þeir
sem nýta sér þessa þjónustu þarna
úti voru á; með langvinnan vanda.
Svona úrræði gæti verið næsta skref
því við höfum á svo flottri reynslu að
byggja hérlendis og þróa áfram.
Kannski ættum við hreinlega að óska
eftir því að einhverjir að utan, sem
skilja vel þessa meðferðarhugmynd,
hjálpi okkur að koma einhverju sam-
bærilegu af stað.“
Hvað er það sem stendur í vegi
fyrir því að ákveðinn hópur sem er
fastur í neyslu og nær ekki að komast
út í lífið þrátt fyrir meðferðir?
„Þegar svo er, að fólk fer í með-
ferðir en byrjar aftur í neyslu þegar
það kemur út, er það mín reynsla að
það þurfi að skoða hvers vegna við-
komandi er að nota vímuefnin og
hvað sé undirliggjandi. Þora að skoða
það með einstaklingunum hvað varð
til þess að viðkomandi fór á þennan
stað en líka hvaða færni og hæfileika
viðkomandi hefur og hjálpa honum
að útleysa þá eiginleika. Það vilja
flestir leggja eitthvað af mörkum og
skipta máli fyrir aðra manneskju,
finna að fólki sé ekki sama um mann.
Það að vera í vímuefnaneyslu í lang-
an tíma ýtir þér út á jaðar samfélags-
ins og einstaklingar í þeirri stöðu
upplifa að þeir skipti litlu máli þar
sem enginn býst við því að þeir geti
lagt neitt af mörkum til samfélagsins.
Maður varð þess til dæmis áskynja
að þegar Reykjavíkurborg stóð í
samvinnu við jaðarhóp á götunni fyr-
ir listasýningu í Ráðhúsinu hvað það
að skapa og hafa eitthvað að gefa öðr-
um gaf listahópnum mikið. Þeir sem
voru að gera verk fyrir sýninguna
voru líka að nota minna af vímuefn-
um á þessum tíma því að þeir voru
uppteknir við verkefnið. Það þarf að
skoða þessi mál frá mörgum hliðum,
skapa tækifæri fyrir einstaklinga til
að fullnýta hæfileika og færni sína.
Margir þeirra fengu ekki góð spil til
að byrja með þannig að það að ein-
hverri manneskju sé ekki sama er
mjög græðandi. Þetta hljómar
kannski væmið en ég tel það einfald-
lega satt að ást og umhyggja fyrir
fólki í þessum vanda skiptir ákaflega
miklu máli.“
„Íslendingar hafa gert mjög góða hluti í meðferðarmálum í gegnum árin en það er ákveðinn hópur sem er staddur á þessum sama stað og þeir sem nýta sér
þessa þjónustu þarna úti voru á; með langvinnan vanda. Svona úrræði gæti verið næsta skref því við höfum á svo flottri reynslu að byggja,“ segir Helga Sif.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mikill árangur hefur náðst með meðferðarúrræði á Ítalíu sem hjálpar vímuefnaneytendum úr langri og harðri neyslu. Helga Sif
Friðjónsdóttir kynnti sér þetta úrræði og segir Íslendinga vel í stakk búna til að prófa þessa leið hérlendis.
Getty Images/iStockphoto
’Það að vera í vímu-efnaneyslu í langantíma ýtir þér út á jaðarsamfélagsins og ein-
staklingar í þeirri stöðu
upplifa að þeir skipti
litlu máli þar sem enginn
býst við því að þeir geti
lagt neitt af mörkum.
’
Lífið er eins og að vera á reiðhjóli. Þú verður
að halda áfram til að halda jafnvægi.
Albert Einstein eðlisfræðingur.
INNLENT
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
julia@mbl.is