Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
VETTVANGUR
Þetta heilræði er svohljóðandi:„Það sem þér viljið að aðrirmenn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra.“
Ef við erum í vafa um hvaða
stefnu við viljum fylgja í málefnum
sem snerta annað fólk, þá nýtist heil-
ræðið prýðilega. Hvað myndi ég
vilja að gert yrði ef ég sjálfur eða
sjálf ætti í hlut?
Þessa formúlu má til dæmis nota á
úrræði fyrir aldraða sem þurfa á
stuðningi að halda. Þá gerðu stefnu-
mótendur rétt í að spyrja sjálfa sig,
hvaða úrræði þeir kysu sjálfir.
Fljótlega kæmi í ljós að svörin
væru engan veginn á einn veg. Ein-
staklingur sem býr afskekkt eða er
án fjölskyldu, væri líklegri að vilja
komast á dvalarheimili fyrir aldraða
en sá sem býr í þéttbýli, er í nánum
daglegum tengslum við fjölskyldu
sína og nærri þjónustumiðstöðvum.
Þá má ekki gleyma því að við erum
ólík að því leyti að sum okkar þrá
stöðugt samneyti við sem allra flest
fólk en öðrum líður betur með sjálf-
um sér eða fáu fólki.
Og þar sem svörin eru mismundi
ætti það einnig að gilda um lausn-
irnar, samkvæmt formúlunni góðu.
Það þýðir bara eitt ef vel á að vera
og það er valfrelsi. Fólk þarf að geta
valið hvað því hentar best.
En hver er svo veruleikinn? Hann
er þessi: Skorið er niður við hefð-
bundnar öldrunarstofnanir og hlut-
fallslega fækkað rýmum þar. Þannig
að möguleikar fólks til að velja slík
úrræði verða stöðugt takmarkaðri,
enda nýja stefnan sú að stuðla að því
að sem flestir verði á heimilum sín-
um sem allra lengst.
Forsenda þess að sú stefna gangi
upp er aftur sú að því aldraða fólki,
sem vill vera sem lengst heima en er
hjálparþurfi, sé veittur nauðsyn-
legur stuðningur.
Það er hins vegar ekki að gerast.
Eftir því sem ég kemst næst þá er
staðan í þessu efni síður en svo að
batna, hún er að versna. Álagið á það
fólk sem sinnir þessum umönn-
unarstörfum er vaxandi, því fjölgun
starfsfólks er í engu samræmi við
fjölgun skjólstæðinga. Þetta bitnar á
starfsfólkinu og að sjálfsögðu einnig
á þeim sem þjónustunnar eiga að
njóta.
Fyrir ekki svo ýkja löngu var ég
ráðstefnustjóri á málþingi sem
Sjúkraliðafélag Íslands stóð fyrir í
samvinnu við evrópsk systursamtök.
Flestum fyrirlesurum varð tíðrætt
um mikilvægi opinberrar stuðnings-
þjónustu á þessu sviði og höfðu sum-
ir orð á að frelsa þyrfti aðstand-
endur undan þeim byrðum sem
foreldrar og ættingjar gætu orðið
þeim. Þá kvað skyndilega við allt
annan tón úr ræðupúltinu. Vitnað
var í aldraða konu sem snúið hafði
dæminu algerlega við: „Í guðanna
bænum frelsið mig frá börnum mín-
um. Ég hef engan áhuga á nánu
samneyti við þau, hvað þá að þau fari
að borða með mér daglega, þvo af
mér og jafnvel mér sjálfri, nei takk.“
Salinn setti hljóðan en öllum fannst
þetta vera viðhorf sem vert væri að
íhuga enda snerist það um grund-
vallaratriði, nefnilega frelsi ein-
staklingsins.
Og nú þurfum við að spyrja:
Skyldi sú aðstoð sem veitt er
þurfandi öldruðu fólki í heimahúsum
á Íslandi, vera til þess fallin að gera
það að frjálsum einstaklingum?
Aldrað fólk í Reykjavík sem ekki
ræður við að baða sig sjálft getur
fengið aðstoð við böðun einu sinni í
viku – að hámarki. Fyrir manneskju
sem er byrjuð að missa stjórn á eigin
líkama er þetta ekki nóg, það segir
sig sjálft. Það á reyndar við um okk-
ur öll, óháð aldri okkar, að við viljum
geta þrifið okkur á degi hverjum.
En er þá ekki komið að því að
beita formúlunni góðu, „það sem þér
viljið að aðrir gjöri yður það skuluð
þér og þeim gjöra“?
2.000 ára heilræði
er besti vegvísirinn
’Skyldi sú aðstoð semveitt er þurfandi öldr-uðu fólki í heimahúsum áÍslandi, vera til þess fall-
in að gera það að frjáls-
um einstaklingum?
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Morgunblaðið/RAX
Eurovision hefur
skiljanlega verið
helsta umræðu-
efni samfélags-
miðlanna þessa
vikuna. Ekki voru
þó allir sem
horfðu, eins og
Hildur Sverrisdóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, sem var föst á
þingi en hún tísti á þriðjudags-
kvöldið: „Í þingsal er svo heitt í
hamsi að forseti slær ítrekað og
taktfast í bjölluna. Svo sem vissar
sárabætur fyrir að missa af Euro-
vision.“
Stefán Máni
Sigþórsson rit-
höfundur tísti:
„Hvað er svona
sniðugt við að
gera endalaust
opinbert grín að útliti, æði og
klæðaburði keppenda í Eurovisi-
on? Stanslaust shaming.“
Ef fólk var ekki að tísta og skrifa
á Facebook um Eurovision var
það ný auglýsing Icelandair um
fótboltastelpurnar. Þórdís Gísla-
dóttir rithöfundur tísti: „Ég tár-
aðist hvorki yfir
Svölu, Portúgal-
anum né Ice-
landair-auglýsing-
unni. Er ég með
steinhjarta?“
Og Þórunn
Ólafsdóttir, for-
maður Akkeris,
samtaka áhuga-
fólks um starf í þágu flóttamanna
tísti: „Flott auglýsing Icelandair en
það er engin kona í yfirstjórn
fyrirtækisins og flugfreyjur þurfa
enn að vera í hælaskóm í vinnunni.
Í alvöru?“
Andrés Jónsson almannateng-
ill svaraði þessu
til: „Það sem væri
flott væri ef for-
stjórinn kæmi
fram og segði
„Við vitum upp á
okkur skömmina
á sviði jafnréttis-
mála og ætlum að bæta úr.““
Jón Ólafsson
tónlistarmaður
sagði frá því á
Facebook hvernig
hlustendur út-
varpsstöðvarinnar
FM 957 urðu af
ódauðlegum
smíðum: „Á ár-
dögum útvarpsstöðvarinnar FM
957 var ég beðinn um að koma
með tillögur að stefjum. Það er
skemmst frá því að segja að þeim
var hafnað. Ein hugmynd mín held
ég þó að hefði getað orðið
ódauðleg: „FM 957, allt oddatöl-
ur“.“
Örn Úlfar Sævarsson auglýs-
ingamaður kom með aðra uppá-
stungu sem hefði án efa líka slegið
í gegn: „FM 957 Allt prímtölur,
nema 9.“
AF NETINU
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
og á leiðinni
Sími 4 80 80 80
2017 F-350 Platinum
Ultimate
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque.
Með sóllúgu, power running boards,
hita og kæling í sæti, fjarstart,
heithúðaðan pall og margt fleira.
Ath. aukabúnaður á mynd:
35” breyting.
VERÐ
10.390.000
2017 GMC Denali
Nýr litur: Mineral metallic. Með
sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í stýri
og fl. Nýja 6,6L Duramax Diesel vélin
445 hö. Einnig til hvítur, svartur og
Dark Slate.
VERÐ
10.465.000
2017 Chevrolet Silverado
High Country
Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin,
445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upp-
hitað stýri, BOSE hátalarakerfi,
upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur. Einnig til hvítur.
VERÐ
9.790.000
2017 Ram Limited 3500
6,7L Cummins, með loftpúðafjöðr-
un, Aisin sjálfskipting, upphitanleg
og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúgu,
heithúðaðan pall, Ram-box og fl.
Einnig til silfur og blár.
VERÐ
10.490.000
Ath að myndin er af sambærilegum bíl