Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Qupperneq 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
O
ft ríkir sérstakt samband hjá
systrum, ekki síst þegar stutt
er á milli í aldri. Systir getur
verið vinkona fyrir lífstíð; ein-
hver sem skilur þig betur en
nokkur annar. Barnæskan saman einkennist
af leik og gleði, kannski líka rifrildum og
pústrum, en þegar allt kemur til alls þekkja
þig fáir jafn vel og systir þín. Þannig er staðan
hjá þeim systrum, Hönsu og Buddu, sem
margir kannast við. Hönsu þekkja flestir af
fjölunum en hún hefur leikið fjöldann allan af
hlutverkum og sungið eftirminnilega á ýmsum
vettvangi. Hún er enn að leika og syngja í
Mamma Mia og leikur þar aðalhlutverk.
Budda hefur átt sitt svið í dómsölum þar sem
hún hefur rekið mörg sakamálin. En einnig
hún á lítinn leiklistarferil að baki. Hún lék í
Eiðinum eftir Baltasar Kormák og þótti
standa sig prýðilega í hlutverki rannsóknar-
lögreglukonu.
Blaðamanni leikur forvitni á að vita meira
um þær, hvernig systur eru þær? Hvað eru
þær að bardúsa? Eru þær góðar vinkonur?
Við mælum okkur mót í hádeginu á drunga-
legum mánudegi og setjumst inn á veitinga-
stað í miðbænum. Tónlistin er aðeins of hátt
stillt fyrir viðtal og við byrjum á að biðja þjón-
inn vinsamlegast að lækka.
Hansa: Við erum að breytast í pabba okkar.
Budda: Pabbi var svona, hann kom inn og
sagði bara, viljiði gjöra svo vel að slökkva á
þessum helvítis hávaða.
Þær systur hlæja.
Budda vinnur nú hjá Ríkislögmanni en þar
hefur hún starfað í rúm tvö ár. Hún vinnur við
einkamál sem höfðuð eru á hendur ríkinu og
ver ríkið. Hvernig er nýja starfið?
Budda: Þetta er mjög fínt, mér fannst ágætt
að breyta til. Ég var svo mikið í sakamálunum
og var komin með dálítið nóg af því.
Hansa er einnig komin í nýtt starf og vinnur
hjá Samtökum iðnaðarins. Hún hyggst leggja
leikhúsferilinn til hliðar um stund, a.m.k. sem
fastráðinn leikari. Hvernig er vinnunni háttað
hjá þér núna?
Hansa: Ég er núna í 50% starfi af því ég er
enn að leika í Mamma Mia og er að komast
smám saman inn í þetta en ég vinn á mennta-
sviði. Ég fór í MBA-nám í HR og útskrifaðist
árið 2016. Það var alveg „eye-opening“, mjög
skemmtilegt nám.
Af hverju fórstu að breyta um starf á
miðjum aldri?
Hansa: Ég hef alltaf haft áhuga á rosalega
mörgu, leiklistin hefur aldrei verið það eina sem
ég hef haft áhuga á. Þegar maður er búinn að
vera á föstum samningi í Borgarleikhúsinu eins
og ég er búin að vera, í 17 ár, þá langar mann
svolítið að fara að ráða sér sjálfur. Ég er búin
að lenda í nokkrum gangsýningum, sem er
ofsalega gaman að sýna, en að sama skapi
svakaleg binding. Fjölskyldan situr á hakanum.
Mig langar að vera meiri gerandi í mínu lífi.
En þú ert ekkert hætt í leiklistinni eða
söngnum?
Nei, nei, ég skoða allt. Það er bara aðallega
það að vera ekki fastur, nú er ég meira sjálf að
velja og hafna.
Er ekkert þreytandi til lengdar að leika í
Mamma Mia?
Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst hver
einasta sýning sem ég hef sýnt skemmtileg,
mér finnst rosalega gaman að sýna þetta. Ég
ólst upp við ABBA og elska þessi lög og allt
það. En stundum er erfitt að koma sér niður
eftir þegar allir eru að gera eitthvað annað og
maður var kannski að sýna 6-7 sinnum í viku
eins og við gerðum síðasta vor.
Foreldrar systranna eru Guðrún Erlends-
dóttir, lögfræðingur og fyrrverandi hæstar-
réttardómari, og Örn Clausen lögmaður en
hann er látinn. Þær systur ólust upp á ástríku
menntaheimili ásamt eldri bróður, Ólafi.
Hvernig uppeldi fenguð þið?
Hansa: Við vorum hvattar áfram í því sem
við gerðum og þá sérstaklega að við ættum að
sækja okkur menntun á sviði sem við hefðum
áhuga á.
Budda: Ég var ekkert sérstaklega hvött til
að fara í lögfræði. Alls ekki. En það var lögð
rosalega mikil áhersla á að við myndum
„Hansa var Agnetha
og ég Anni-Frid“
Systurnar Jóhanna Vigdís og Guðrún Sesselja Arnardætur eru hæfileikaríkar, klárar og hressar konur sem hafa haslað sér völl á ólíkum
sviðum, önnur er leikkona og hin lögfræðingur. Báðar hafa þær nýlega stigið út fyrir þægindarammann og segja það nauðsynlegt. Guð-
rún lék í bíómynd og Jóhanna kláraði MBA-nám og fer nú í launalaust leyfi frá leikhúsinu. Þær Hansa og Budda, sem svo eru kallaðar,
eru bestu vinkonur, tala saman daglega og þiggja ráð hvor hjá annarri. Saman fara þær yfir mál málanna, lífið og tilveruna.
Hansa og Budda segjast alltaf
hafa verið góðar vinkonur og
tala saman stundum oft á dag.
Allar stórar ákvarðanir bera
þær hvor undir aðra.
Ljósmyndir og texti
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það var virkilega gaman að hitta þær systur og skyggnast aðeins
inn í líf þeirra. Þær eru báðar þekktar á sínum sviðum og hafa
náð langt í lífinu og forvitnilegt að hitta þær saman og láta þær
bera saman bækurnar, tala um æskuna, vináttuna og lífið í dag.