Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
mennta okkur. Svo var auðvitað mikið talað
um lögfræði við matarborðið. Samt ekkert allt-
af. Pabbi var mikið í sakamálum líka og ég
man alveg eftir því að stelast í að skoða málin
og lesa. Ef það var eitthvert krassandi saka-
mál var ég oft komin á kaf í að lesa það, þegar
ég átti að vera að lesa undir próf eða eitthvað
annað.
En Hansa fór inn á allt aðra brautir. Kom
það fljótt í ljós?
Budda: Ég held að það hafi verið ljóst alveg
frá upphafi með Hönsu að hún myndi alla vega
fara í eitthvað tengt tónlist. Hún lærði á píanó
og tók burtfararpróf í því og svo fór hún í
sönginn en hún hefur alltaf sungið rosalega
mikið þannig að það var ekkert sem kom
manni á óvart. En kannski framan af hélt mað-
ur að hún færi meira í sönginn, að hún yrði óp-
erusöngkona, en svo var þessi leiklistaráhugi
líka.
En getur þú ekkert sungið?
Hansa: Jú, hvort hún getur.
Budda: En yfirleitt bara í partíum, eftir tvö,
þrjú hvítvínsglös. Ég hef verið veislustjóri og
sungið í veislum. Ég hefði örugglega orðið
fyllibytta ef ég hefði orðið söngkona. (Þær
skellihlæja) Reyndar hef ég líka sungið í kór,
ég er í Vox Feminae hjá Möggu Pálma og hef
verið þar í fjögur ár og mér finnst það alveg
rosalega gaman.
Þegar þið voruð litlar varstu aldrei af-
brýðisöm út í Hönsu vegna tónlistarhæfileika
hennar?
Budda: Nei, nei. Við Hansa sungum allan
ABBA-katalóginn frá A-Ö. Hansa var auðvitað
Agnetha og ég Anni-Frid.
Hansa: Hún var líka með dekkra hár, það
skipti máli!
Budda: Og það vildi til að raddirnar fylgdu
þessu nokkurn veginn. En Hansa hefur auðvit-
að alltaf verið náttúrutalent. Ég byrjaði ekkert
að syngja, nema bara þetta ABBA, fyrr en
löngu seinna, í Menntó, og þá helst djass. Ég
get ekkert sungið hvað sem er.
Voruð þið samrýndar systur, góðar vinkon-
ur?
Budda: Já. Mínar vinkonur eru hennar vin-
konur og öfugt.
Rifust þið ekkert?
Hansa: Jú, jú, og slógumst stundum.
Budda: Ég var dálítið vond við hana stund-
um. Ég hafði ofsalegt tak á henni og vald yfir
henni. Hún var svo mikið mömmubarn sem ég
var ekki. Ég gat verið leiðinleg. En svo kom að
því að hún varð stærri og sterkari en ég réð
samt yfir henni talsvert fram yfir það þangað
til að hún áttaði sig á því. En um leið og ég átt-
aði mig á því að hún var farin að taka á móti, þá
hættum við bara að slást. Þá var það búið.
En núna á fullorðinsárum, eruði enn góðar
vinkonur?
Hansa: Já, já, við tölum saman á hverjum
einasta degi, stundum oft á dag. Ég tek engar
stórar ákvarðanir í lífinu án þess að tala við
hana.
Budda: Já, sama hjá mér, nema varðandi
fatakaup.
Geriði margt skemmtilegt saman?
Budda: Já, við förum í göngutúra, í bæinn
og mætumst í dyrunum í ræktinni. Við höfum
ekki getað farið mikið til útlanda undanfarið,
við förum að bæta úr því.
Hansa: Það stendur allt til bóta, nú er ég í
pásu, eða á leiðinni í launalaust leyfi frá Borg-
arleikhúsinu. Nú getum við heldur betur farið
að skipuleggja ferð saman.
Heldurðu að þú munir sakna leikhússins?
Hansa: Ég held að það sé alveg hollt að taka
sér frí, þetta er búið að vera svolítið ágætt
undanfarið. En ef fer að sakna þá er það bara
fínt. Þá kveikir það bara í manni aftur. Það
sem ég sé í rauninni er að ég hef meiri tíma
núna til að sinna tónlistinni. Ég ætla að fara í
píanótíma, læra að spila meira utan að, af því
að ég hef ekki verið mikið í því.
Þið eruð núna á þeim aldri að það er tilvalið
að prófa eitthvað nýtt, er það ekki?
Hansa: Jú, maður er hættur að vera þannig
að maður þurfi að vera frábærastur og bestur í
öllu. Nú er bara svona tími til að prófa það sem
mann langar, og kannski virkar það, eða ekki.
Budda: Það er líka búið þetta að þú veljir
þér um tvítugt hvað þú ætlar að gera það sem
eftir er ævinnar. Þetta er orðið úrelt held ég.
Hansa: Þessi símenntun, það er það sem
koma skal. Þú þarft stanslaust að vera að bæta
við þig. Það gerist allt svo hratt og maður þarf
að fylgjast með og það er bara gaman, það
víkkar mann, stækkar mann.
Þú fórst að leika í bíómyndinni Eiðinum,
Budda, var það ekki skemmtilegt?
Budda: Það var alveg rosalega skemmtilegt.
Hansa: Ég verð að segja að mér fannst hún
alveg frábær!
Budda: Þetta kom til af því að ég þekki Balt-
asar, við vorum saman í MR. Hann var að leita
að ákveðinni týpu í hlutverk rannsóknarlög-
reglukonu. Hann sagði, þetta þarf að vera
svona týpa eins og Budda! Þannig að Selma
(Björnsdóttir) fékk mig í prufu.
Varstu þá bara að leika sjálfa þig?
Budda: Já, þetta var ekkert langt frá mér.
Ég er náttúrlega ekkert leikaramenntuð.
Hansa: Hún þekkir þetta, að vera við yfir-
heyrslur og svona.
Myndir þú leika í fleiri hlutverkum ef þau
bjóðast?
Budda: Já, ég myndi gera það, alveg hik-
laust.
Hansa: Mér finnst að hlutverkin ættu að
hrúgast inn!
Budda: Já, ég skil ekki að það sé ekki að
gerast. En það er aldrei að vita. En ég gæti
væntanlega ekki unnið við það sem aðalstarf,
það eru ekki búnar til nógu margar bíómyndir
á Íslandi.
Þú þyrftir þá bara að vera á sviði.
Budda: Nei, það er allt önnur Ella, ég held
að það sé talsvert erfiðara. Í bíómynd er alltaf
hægt að segja „cut“ þegar maður gerir mistök.
Þú bíður kannski eftir að Hollywood banki
upp á?
Hansa: Any day now!
Budda: Það hlýtur að fara að gerast! (Þær
skella upp úr)
Hansa, þú varst í fullri vinnu sem leikkona
og samhliða því í mastersnámi. Er það ekki
bara klikkun?
Hansa: Jú, enda var ég eins og andsetin eft-
ir fyrstu helgina í MBA-náminu. Þetta var svo
út fyrir minn þægindaramma, að það hálfa
væri nóg. Ég var svo skelkuð og óttaslegin að
maðurinn minn sagði að ég hefði verið andset-
in. Ég var auðvitað búin að vera á vernduðum
vinnustað, hafði aldrei einu sinni notað excel
skilurðu.
Budda: Ég hef nú aldrei gert það heldur og
ætla ekki að gera það. Mér dettur það ekki í
hug, ég er á móti excel. Kannski af því að ég
kann ekki að nota það. En svo er Hansa líka
fullkomnunarsinni, hún er með fullkomnunar-
áráttu. Það var líka það sem henni fannst svo
erfitt, að hún kynni þetta ekki allt og gæti
þetta ekki allt.
Hansa: Þetta var rosalega skemmtilegt og
ég er búin að kynnast svo mörgu nýju. Ég fatt-
aði hvað er margt sem ég hef áhuga á. Hag-
fræði til dæmis. Alveg hrikalega skemmtilegt.
Ég held að ég hafi jafnvel fengið meira út úr
þessu en aðrir, því fyrir fólk úr viðskiptum var
þetta kannski svolítið „business as ususal“. En
fyrir mér var þetta allt svo nýtt. En á þessum
tíma var ég ekki í neinum stórum sýningum,
þarna var Mary Poppins nýbúin. Ég var ekki
að halda uppi sýningum. Ég var stundum bak-
sviðs að lesa námsefnið og þurfti svo að
Hansa leikur Donnu í Mamma Mia, vinsælustu leiksýningu allra tíma á Íslandi.
Sýningum lýkur nú í vor og fer þá Hansa í launalaust leyfi frá Borgarleikhúsinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Guðrún Sesselja Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson eiga silfurbrúð-
kaup í sumar og ætla þau að halda upp á það í sólinni á Mallorca.
Morgunblaðið/Eggert
Sytkinin saman á
góðri stundu,
Budda, Ólafur
og Hansa.
Guðrún Erlendsdóttir, Budda, Ólafur,
Hansa og Örn Clausen sjást hér
prúðbúin þegar Ólafur varð stúdent.
’ Ég var dálítið vond við hanastundum. Ég hafði ofsalegttak á henni og vald yfir henni.Hún var svo mikið mömmubarn
sem ég var ekki. Ég gat verið leið-
inleg. En svo kom að því að hún
varð stærri og sterkari.