Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 17
Filippus hefur í gegnum tíðina átt það til að segja annað hvort eitthvað aga- lega fyndið eða hrikalega vandræða- legt á opinberum vettvangi. Hér eru nokkur dæmi:  Þegar honum var sagt að Madonna syngi þemalagið við Die Another Day árið 2002: „Þurfum við eyrna- tappa?“  Hann reiddist bílastæðaverði sem þekkti hann ekki árið 1997: „Vitleysingurinn þinn!“  Hann spurði Simon Kelner lýðveldissinna og ritstjóra The Independent í móttöku í Windsor-kastala hvað hann væri eiginlega að gera þarna? Hann svaraði því til að hann hefði verið boð- inn. „Jæja, en þú þurft- ir ekki að mæta.“  Við aðflutta Breta í Abu Dhabi árið 2011. „Eruð þið að flýja frá einhverju?“  Við forseta Nígeríu, sem var í þjóðbúningi, árið 2003. „Þú lítur út fyrir að vera klár fyrir svefninn!“  Sagt við hópinn Diversity, sem var af mismunadi kyn- þáttauppruna og vann Brita- in’s Got Talent árið 2009. „Eruð þið öll í sömu fjöl- skyldunni?“  Við heyrnarlaus börn í stáltrommusveit árið 2000. „Heyrnarlaus? Ef þið eruð alltaf nálægt þessu, þá kemur það ekki á óvart að þið séuð heyrnarlaus.“  Sagt við Elton John um gyllta Aston Martin bíl tónlistarmannsins árið 2001. „Ó, ert það þú sem átt þennan hræðilega bíl?“  Um hversu erfitt það sé að verða ríkur í Bretlandi. „Hvað með Tom Jones? Hann hefur grætt milljónir og hann er alveg hræðilegur söngvari.“  Á skoskri fiskeldisstöð. „Svo þið eruð fólkið sem er að eyðileggja árnar okkar!“  Þegar hann fékk gjafakörfu frá bandaríska sendiherranum árið 1999. „Hvar er flaskan af Southern Comfort?“  Árið 2000. „Fólk heldur að það sé mjög mikil stéttaskipting hérna en hertogar hafa átt það til að kvænast dönsurum. Sumir hafa meira að segja kvænst Bandaríkjamönnum.“ að gera hestvagnaakstur að íþrótt í Bret- landi og hefur keppt í honum á alþjóðavett- vangi. Hann hefði getað orðið æðsti yfirmaður sjóhersins ef hann hefði ekki kvænst El- ísabetu. En hann þurfti að gefa feril sinn í hernum upp á bátinn og við tóku konung- legar skyldur. Engu að síður hefur hann alltaf haldið góðum tengslum við herinn og ýmsar stofnanir tengdar hernum. Hann hefur verið táknrænn yfirmaður Konunglega sjóhersins frá 1953 en búist er við að Harry prins muni taka við af honum. Vísindi, umhverfi og íþróttir Hann er velgjörðarmaður margra stofnana og góðgerðarsamtaka. Þegar hann varð ní- ræður hætti hann sem formaður eða vel- gjörðarmaður um tólf félaga en hann hefur samt sem áður tengingu við um 800 félög. Hann hefur alltaf sýnt sérstakan áhuga á vísindum og tæknirannsóknum, iðnaði, um- hverfisvernd og íþróttum. Hertoginn er líka þekktur fyrir að vera fyndinn og jafnvel segja eitthvað óviðeigandi eins og sjá má á samantekt hér til hliðar. Filippus er sannarlega litríkur persónuleiki sem margir munu sakna úr sviðsljósinu. Ekki er þó öll von úti enn því þrátt fyrir að Filippus ætli almennt að hætta konung- legum skyldum sínum hafa talsmenn Buck- ingham-hallar sagt að hertoginn mæti á opinbera viðburði „við og við“. Drottningin heldur áfram að sinna konunglegum skyld- um sínum með hjálp yngri meðlima kon- ungsfjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg hittir allskonar fólk í starfinu, líka poppstjörnur eins og hina áströlsku Kylie Minogue. Á sínum yngri árum. Drottningin og Filippus ásamt börnum sínum Karli og Önnu. Drottningin og Filippus í opinberri heimsókn í Brisbane í Ástralíu. Það er stutt í hláturinn hjá hertoganum. Mynd frá 1994. Elísabet og Filippus hafa setið fyrir saman á ótalmörgum myndum. Á myndinni til vinstri eru þau ógift en myndin var tekin 9. júlí árið 1947, þegar tilkynnt var um trúlofun þeirra opinberlega og sú til hægri var tekin í Balmoral-kastala í tilefni af 32 ára brúðkaupsafmæli hjónanna árið 1979. Aldeilis flottur uppáklæddur fyrir garðveislu í Buckingham-höll í tilefni af 93 ára afmælinu. Filippus er þaulvanur að klippa borða og afhjúpa minnismerki. Hertoginn opnaði ásamt drottningunni nýtt svæði fyrir fíla í dýragarði í Whipshade sem er norður af London í apríl á þessu ári. 14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 AFP „ÞÚ ÞURFTIR EKKI AÐ MÆTA“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.