Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Page 26
Fyrir 6
1 kg nautahakk
1/4 bolli hakkaður laukur
2 egg, slegin saman
3/4 bolli brauðrasp
1/4 bolli tómatsósa
1/2 tsk salt
1/8 tsk pipar
2 msk smjör
225 g skornir sveppir
6 sneiðar góður ostur að eigin vali
6 hamborgarabrauð
Í stórri skál, blandið saman hakkinu, lauknum,
eggjunum, raspi, tómatsósu, salti og pipar.
Búið til úr hakkinu tólf þunna borgara.
Á pönnu, bræðið smjör og steikið sveppina
þar til þeir eru mjúkir. Leggið sveppina á sex
af borgurunum. Þekið borgarana með hinum
sex borgurunum og lokið á köntum.
Steikið eða grillið borgarana eftir smekk.
Setjið ostinn ofan á þegar borgarinn er að
verða tilbúinn og bræðið.
Setjið á grillað hamborgabrauð og bætið
við salati, tómötum og sósum eftir smekk.
Fylltir sveppaborgarar
Getty Images/iStockphoto
Öðruvísi borgarar
Sumarið er handan við hornið og grilltímabilið að hefjast! Það er
alltaf klassískt að grilla hamborgara, en hvernig væri að gera þá aðeins
meira spennandi? Hér gefur að líta fjórar nýstárlegar uppskriftir af
girnilegum borgurum sem munu fá bragðlaukana til að dansa.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
MATUR Ef þú ætlar að setja lauk eða hvítlauk í hakkið fyrir hamborgara, rífðuhann beint út í kjötið í stað þess að setja hann fyrst í skál. Með þessari
aðferð nærðu öllum safanum með og eykur það bragðið.
Gott hamborgararáð
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
Fyrir 4-6
500 g nautahakk
150 g svínahakk
1/4 bolli maísmjöl (gróft) eða rasp
1/2 bolli salsa, þykkt. Hægt að velja sterkt eða
milt eftir smekk
1/4 bolli rifinn ostur
3 msk grænt chili úr dós, sigtið vatn frá og
skerið smátt
1/4 bolli ferkst kóríander, saxað smátt
2 hvítlauksrif, rifin
1/2 tsk salt
pipar
1/4 tsk óreganó
Blandið hráefnunum saman og búið til 4-6
hamborgara. Steikið eða grillið. Gott að
bera fram í góðu hamborgarabrauði með
grænmeti að vild, t.d. lauk, tómata og avó-
kadó.
Mexíkó-borgari
Fyrir 4-6
jómfrúarólífuolía
1-2 bréf gæðabeikon, skorið í bita
3 laukar, skornir í fínar sneiðar
salt og pipar
dass af hvítvíni
1 kg gott nautahakk (magn eftir fjölda)
2 msk. ferskt rósmarín, skorið smátt
4-6 hamborgarabrauð
300 g gorgonzola-ostur, mulinn
handfylli af rúkóla
Hitið olíu á pönnu yfir miðlungshita.
Steikið beikonið þar til það er orðið
stökkt. Færið á disk og kælið. Steikið lauk-
inn á sömu pönnu í beikonfeitinni og pipr-
ið. Lækkið hitann og látið laukinn malla í
30 mínútur. Saltið laukinn og skvettið
smáhvítvíni á pönnuna. Færið yfir í skál,
breiðið yfir og haldið volgu. Blandið sam-
an hakkinu, beikoninu, rósmarín, salti og
pipar.
Skiptið blöndunni í 4-6 hluta (eða það
sem ykkur finnst passlegt í einn ham-
borga) og hnoðið í borgara. Steikið borg-
arana á pönnunni eða hendið út á heitt
grill.
Ristið brauðið létt í ofni eða á grillinu.
Raðið á brauðið, borgara, lauknum, gor-
gonzola og rúkóla.
Beikonborgari með steiktum
lauk og gorgonzola
Fyrir 4
1 bolli lífræn tómatsósa
2 msk.balsamik síróp
2 msk. jómfrúarolífuolía
2 stórir laukar, skornir í þunnar sneiðar
salt og pipar
700 g magurt nautahakk
1/4 cup Chianti eða annað þurrt rauðvín
2 msk. ferskt saxað rósmarín
2 msk. salvíulauf, skorin smátt
2 stór hvítlauksrif, rifin
ostur, mulin, gorgonzola eða annar ostur að
eigin vali
4 focaccia brauð (eða fínna hamborg-
arabrauð)
Í lítilli skál, blandið saman tómatsósu og
balsamik.
Á stórri pönnu, hitið smáolíu á miðlungs-
hita. Bætið lauknum út á pönnuna og saltið
og piprið.
Eldið laukinn á lágum hita í 35 mínútur.
(Það má bæta smávatni við annað slagið til
að halda lauknum mjúkum). Hitið pönnu
eða grill, á miðlungs til háum hita.
Blandið saman í skál, hakkinu, víninu,
rósmarín, salvíu og hvítlauk og kryddið
með salti og pipar. Búið til fjóra borgara og
hafið þá þynnsta í miðju fyrir betri eldun.
Steikið eða grillið eins lengi og þið þurf-
ið, eftir smekk. Rétt áður en borgararnir
eru tilbúnir, sáldrið osti yfir og látið
bráðna. Leggið borgarana á foccacia-
brauðið. Setjið laukinn ofan á og því næst
tómatbalsamik-sósuna. Lokið með loki
brauðsins.
Lúxusborgari með
tómatbalsamik