Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 37
greindum toga hafi verið knúin áfram af saksóknurum á síðustu árum og það þótt rannsakendur lögreglu hafi marglýst því yfir að ekki hafi tekist að finna sannanir sem líklegar séu til að styðja við ákæru. Fólki sem sætir ákæru við slíkar aðstæður er oft gerð þung refsing þótt hún fáist aldrei dæmd. Þeir eru í „meðferð“ réttar- kerfisins í mörg ár. Langalgengast er að fólk missi sína launuðu vinnu um leið og ákæra er gefin út og jafnvel um leið rannsókn hefst, hugsanlega á grundvelli óljósrar eða ótrúverðugrar kæru. Aldrei talið með Sá sem liggur undir grun eða ákæru verður fyrir mein- gerð af ýmsum toga. Staða hans í þjóðfélaginu laskast. Fjölskyldubönd rofna. Sjálfstraust veikist og fjárhags- legur skellur er mikill. Allt þetta gerist löngu áður en dómur fellur. Fyrirfram greidd refsing er því mikil. Augljós hætta á slíku getur ekki komið í veg fyrir að réttaríkið sinni lögboðinni skyldu. En þegar almanna- valdið getur að lögum greitt svo þung högg ber það ríkar skyldur til að vera visst í „sinni sök“ áður en höggið ríð- ur. Á Íslandi hafa lagaskilyrði gæsluvarðhalds verið þrengd verulega eins og áður sagði. Áður og fyrr voru símahleranir veittar mjög auðveldlega og enginn gætti hagsmuna þeirra sem fyrir þeim urðu. Það er eðli máls- ins samkvæmt. En þó ekki að öllu leyti. Ýmis önnur ríki hafa fundið leiðir til þess að jafnvel þeir sem eiga hler- unarúrskurð yfir sér eigi sér talsmann þótt þeir tveir muni aldrei vita hvor af öðrum. Þegar hafa sést merki um að dómstólar vandi sig að- eins betur en áður í þessum efnum. Einn þáttur, sem umræðuefninu tengist, er enn ónefndur. Sá varð áberandi í tengslum við „hrunið“. Það var ríkuleg úthlutun á tiltlinum „stöðu sakbornings“. Það er þýðingarmikið við rekstur sakamáls að snemma sé ákvarðað hvort einstaklingur sem rannsak- endur kalla fyrir sig sé að veita vitnisburð eða hvort að stefni í að viðkomandi fái stöðu sakbornings. Á því velt- ur hvaða kröfur megi gera til hans og hvaða svigrúm hann hefur. Langar yfirheyrslur yfir þeim sem líkur standa til að fái stöðu sakbornings eru varasamar. Þær eru það fyrir væntanlegan sakborning og þær ættu að geta leitt til að málið ónýttist fyrir saksóknaranum. En á hinn bóginn er með öllu óbærilegt að menn hafi stöðu sakbornings árum saman og allan þann tíma séu litlar eða engar skýringar gefnar á þeirri stöðu eða hversu lengi sé líklegt að hún standi. Það væri ekki fullnægjandi svar að yfirvöldin væru upp fyrir haus í öðrum málum og kæmu þessu ekki að. Það er einstaklingnum með íþyngjandi stöðu óviðkom- andi. Þegar rannsóknarvald, oft sem hluti af ákæru- valdi, beitir slíkum þætti óvarlega verður að telja að ríkið sé að neyta aflsmunar. Þótt slíku ástandi sé aflétt, án ákæru, jafnvel eftir hálfan áratug eða svo, hefur viðkomandi einstaklingur búið við einkennilegt ástand, sem varpar rýrð á heiður hans og tiltrú og veldur þar með miklum persónulegum skaða. Með sama hætti og sá blettur var skrúbbaður af sem tengdur var hörku við beitingu gæsluvarðhalds þarf dómsmálaráðherra eða Alþingi að láta þetta til sín taka. Það felst mikið áfelli í því fyrir hvern og einn að sæta ákæru. Hún þýðir ekki aðeins það að hlutlausir löglærðir saksóknarar telji að margt í þeim gögnum sem fyrir þá hafa verið lögð geri æskilegt að fá mat dómstóla á þeim. Dómstólar taka ekki að sér verkefni undir slík- um formerkjum. Ákæra þýðir að ákæruvaldið ætlar að leggja sig fram um það að tryggja, með lögmætum að- ferðum, að hinn ákærði fái refsidóm. Hún þýðir einnig það að ákærendur telja að (mun) meiri líkur standi til þess en hins að verði ákæra birt þá verði niðurstaðan sakfelling. Vissulega sýna birtar tölur að mikill meirihluti ákærðra mála endar með áfellisdómi. En þær tölur segja litla sögu. Stór hluti slíkra mála er frá upphafi borðleggjandi. Þar reynir því ekki á málefnalegt mat saksóknarans. Önnur eru miklu meiri vafamál. Sé ef- inn á metskálum jafn þungur þá skal ekki ákæra. Það er virðingarvert og eðlilegt að saksóknarar láta aldrei eftir sér að fagna því í fjölmiðlum að ákærðir menn fái refsidóm. En það er ekkert að því að þeir séu sáttir við að fá þá niðurstöðu dómstóla að mat þeirra við ákæru hafi í meginatriðum eða öllum eftir atvikum verið rétt. Um tiltekna málaflokka er stundum fjallað þannig að sýni tölfræðileg gögn að hlutfallslega fá mál tiltek- ins efnisflokks sem ákært er í nái sakfellingu þá sé eitt- hvað að hjá dómstólunum. Það er röng ályktun. Þau gögn eru fremur vísbending um að í þeim málaflokki sé ákært í fleiri málum en efni standa til. Það er áfellis- dómur yfir saksóknurunum, en ekki dómurunum. Vont fordæmi J. Edgars Fjölmiðlar verða að gæta sín vel í umfjöllun um sakamál. Þeir komast ekki hjá því að fjalla ítarlega um mörg þeirra, enda áhugi hlustenda eða lesenda ríkulegur. En slík mál á þó alls ekki að flytja í fjöl- miðlum og enn síður á að dæma í þeim þar. J. Edgar Hoover, forveri James Comeys, sem er frægastur í augnablikinu, fann upp aðferð sem enn er því miður notuð vestra. Þegar hann hafði verið með grunaða menn í haldi í nokkra daga og yfirheyrt þá með litlum hvíldum lét hann leiða þá handjárnaða á milli húsa, svefnvana og illa til reika. Fjölmiðlum var gert viðvart „í trúnaði“. Þetta var beinlínis til að láta fjölmiðlana sakfella þá handteknu opinberlega og létta kviðdómum verkið í framhaldinu. Þetta hefur þó ekki alltaf farið vel. Nú verður það mjög rifjað upp á næstunni að John Kennedy forseti hefði orðið 100 ára hinn 29. maí nk. Meintur morðingi Kennedys (orðað þannig því hann kom aldrei fyrir rétt) Lee Harvey Oswald var leiddur í gegnum fjölmiðlaskara tveimur dögum eftir morðið á forsetanum í samræmi við verklag J. Edgars Hoovers. Þangað mætti líka næturklúbbaeigandinn Jack Ruby sem skaut hann. Þeir áttu ekki margt sameiginlegt þessir þrír, Harvey, Ruby og Kennedy. En það þó, að þeir dóu allir í Parkland Memorial Hospital í Dallas. Kennedy og Oswald voru jarðaðir sama daginn, 25. nóvember 1963. Mikið fjölmenni fylgdi forsetanum til grafar. Hin rússneska ekkja Oswalds og móðir hans fylgdu honum einar síðasta spölinn og báðu þær þá fáu frétta- menn sem þarna voru til staðar að bera fyrir sig kistu hans frá líkbíl að gröfinni. Lyndon B. Johnson tók við sem forseti Bandaríkj- anna. Hann og Kennedy-bræður tengjast með óbein- um hætti þeim atburðum sem hæst ber nú vestra. Þeir bræður vissu að Hoover hefði njósnað um þá og átti um þá þykkar skýrslur af ókræsilegu efni. Forsetinn og dómsmálaráðherrann bróðir hans hug- leiddu að reka njósnaforingjann. En þeir töldu hann vita of mikið og því vera mikið hættuspil að reka hann. Johnson forseti hugleiddi líka að reka Hoover frá FBI en guggnaði á því af sömu ástæðum og þeir Kennedy- bræður. Johnson gafst upp með frægum orðum: „Betra að hafa J. Edgar áfram inni í tjaldinu mígandi út en fyrir utan tjaldið mígandi inn.“ Hoover var yfirmaður FBI og forvera þess frá 1924 og til dauðadags 1972 eða í tæpa hálfa öld. Skyldi Trump hafa hugsað sinn leik til enda í þetta sinn? Eða er tjaldið hætt að skipta jafn miklu máli og forð- um tíð? Morgunblaðið/RAX 14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.