Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
LESBÓK
ROKK Þegar Peter Criss, upprunalegi trymbill glys-
sveitarinnar sívinsælu Kiss, var þrettán ára, og hét
ennþá George Peter John Criscuola, átti hann leið hjá
Madison Square Garden í New York ásamt móður sinni
og varð að orði: „Hey, mamma, hér ætla ég að spila fyrir
ykkur pabba einn daginn!“ Tæpum tuttugu árum síðar
stóð hann við stóru orðin þegar gömlu hjónin sóttu Kiss-
tónleika í þessu víðfræga tónleikahúsi. Í nýlegu samtali
við Silver Tiger Media segir Criss þetta eftirminnileg-
asta atvikið frá löngum ferli og viðurkennir að þau hafi
öll sem eitt grátið sem lítil börn þegar tjaldið féll og
fyrstu tónarnir bárust út í salinn. „Það sást að vísu ekki
á mér út af farðanum,“ bætti hann við. Criss er orðinn
71 árs og löngu hættur að koma fram með Kiss.
Grétu sem ungbörn
Peter gamli
Criss.
KVIKMYNDIR Gamli góði þrillerinn hefur
átt undir högg að sækja undanfarin misseri
en í hópi kvikmynda sem vefútgáfa breska
ríkisútvarpsins, BBC, telur líklegar til vin-
sælda á þessu vori er mynd sem lofar nokkuð
góðu fyrir spennufíkla, alltént ef horft er til
söguþráðarins. Myndin er áströlsk og nefnist
Berlin Syndrome. Þar er hermt af ástralskri
blaðakonu sem fer heim með ókunnugum
manni í Berlín (Max Riemelt), þar sem hún er
á bakpokaferðalagi. Vel fer á með þeim til að
byrja með en heldur syrtir í álinn fyrir blaða-
konunni þegar lagsmaðurinn harðneitar að
hleypa henni út úr íbúð sinni að morgni.
Ekki hleypt út eftir næturgaman
Teresa Palmer leikur aðalhlutverkið í myndinni.
AFP
Lily Collins fer með hlutverk Rosie.
Ástir Rosie
RÚV Laugardagsmyndin nefnist
Love, Rosie og er hún á dagskrá
strax á eftir Eurovision. Um er að
ræða rómantíska gamanmynd um
Alex og Rosie sem hafa verið vinir
síðan þau voru 5 ára. Þannig er það
eiginlega útilokað að þau geti verið
par. Eða hvað? Ekki bætir úr skák
að þau eru bæði alveg óþreytandi
við að eyðileggja fyrir sér ástina.
Aðalhlutverk leika Lily Collins,
Sam Claflin og Christian Cooke.
Leikstjóri er Christian Ditter.
RÁS 2 Það er
gömul saga og ný
að lífið fari í
hringi og nú er
Löður aftur komið
á dagskrá ljósvak-
ans. Að vísu erum
við ekki að tala
um bandarísku
gamanþættina í sjónvarpi, sem ís-
lenska þjóðin tók ástfóstri við fyrir
alltof mörgum árum, heldur stuð-
þátt í útvarpi, sem hefur þann til-
gang að hita unga sem aldna dug-
lega upp fyrir laugardagskvöldið.
Hulda G. Geirsdóttir hefur umsjón
með þættinum, sem er milli kl.
17.02 og 19, og tekur að jafnaði
ríkt tillit til óska hlustenda. Engin
stuðlög eru Löðrinu óviðkomandi,
íslensk og erlend.
Löðrandi stuð
Hulda G.
Geirsdóttir
STÖÐ 2 Fjórði þátturinn af átta í
bresku seríunni Broadchurch er á
dagskrá kl. 20.50 í kvöld, sunnu-
dag. Í þessari þáttaröð rannsaka
rannsóknarlögreglufulltrúarnir
Alec Hardy og Ellie Miller alvarlegt
kynferðisbrot. Fljótlega komast
þau að því að staðsetning árásar-
innar og aðstæður þar í kring munu
tefja rannsókn málsins. Ólafur Arn-
alds sér um tónlistina.
Miller og Hardy eru ekkert blávatn.
Broadchurch
Í samningi Daniels Craig er kveðiðá um fimm kvikmyndir, þannigað hann á ennþá eftir að leika
njósnara hennar hátignar, James
Bond, einu sinni til viðbótar. Eftir
síðustu mynd, Spectre, var hann að
vísu með eitthvert óbragð í munn-
inum en er það ekki bara eins og að
spyrja knattspyrnumann strax að
lokinni framlengingu og víta-
spyrnukeppni hvort hann sé til í nýj-
an leik – þegar í stað? Ekkert bendir
til annars en að Craig virði samning-
inn og njósni sig upp í fimmta og síð-
asta sinn.
Eigi að síður hefur síst sljákkað í
umræðunni um eftirmann hans og
leikkonan Joanna Lumley, oftast
kennd við gamanþættina Absolutely
Fabulous, blandaði sér í hana í vik-
unni í samtali við útvarpsstöðina Ra-
dio Times. Ekki svo að skilja að
Lumley vilji sjálf takast hið vanda-
sama verkefni á hendur, heldur þyk-
ir henni fráleitt að Idris Elba hreppi
hnossið en nafn hans hefur ósjaldan
borið á góma undanfarin misseri.
Lumley hefur, að sögn, ekkert upp
á Elba að klaga, þykir hann þvert á
móti stórkostlegur á alla kanta, en
hann falli á hinn bóginn ekki að lýs-
ingu höfundarins, Ians Fleming, á
persónunni. Elba er sem kunnugt er
dökkur á hörund. „Bond er lýst mjög
nákvæmlega í bókinni,“ sagði Lum-
ley og á þar væntanlega við fyrstu
skáldsöguna, Casino Royal, frá árinu
1953.
Lumley er ekki ein um þessa skoð-
un en rithöfundurinn Anthony Horo-
witz, sem skrifað hefur nokkrar
framhaldsbækur um Bond, sagði
sem frægt er fyrir tveimur árum að
Elba væri „of götulegur“ til að leika
Bond. Þau ummæli kölluðu yfir hann
skammir og baðst Horowitz síðar af-
sökunar á „óvönduðu orðavali“.
Það er gömul saga og ný að deilt
sé um útlit Bond-leikara; sumum
þykir Daniel Craig til dæmis ómögu-
legur vegna þess að hann er hvorki
hávaxinn né dökkhærður.
Lagður til hinstu hvílu?
Blaðamaðurinn Caspar Salmon lagði
út af orðum Lumley í skemmtilegum
pistli í dagblaðinu The Guardian í
vikunni, þar sem hann velti fyrir sér
hvort ekki væri tímabært að leggja
þetta lífseiga hlutverk hreinlega nið-
ur – og stöðva þar með þræturnar.
„Auðvitað líkist James Bond, sem
skapaður var af hvítum karlmanni á
sjötta áratugnum ekki Elba, svört-
um manni sem fæddist á áttunda
áratugnum,“ segir Salmon.
En úr því mönnum er svona annt
um lýsingu höfundarins á Bond,
hvers vegna fær hann ekki bara að
eldast eins og annað fólk? Bond-
fræðingum ber saman um að persón-
an ætti að vera fædd annaðhvort
1920 eða 1921 sem þýðir að hún er
komin hátt á tíræðisaldur.
Berast þá böndin að Filippusi
drottningarmanni. „Líkindin milli
þessara tveggja manna eru hreint
mögnuð, gefi maður þeim gaum,“
skrifar Salmon. „Sama fæðingarár,
almenn skólaganga, alþjóðleg
menntun, bakgrunnur í hernum og
ævistarfið helgað skilyrðislausri
þjónustu við drottninguna. Þá hafa
bestu frasar beggja verið gerðir
ódauðlegir á síðum slúðurblaða og
gauratímarita. Eini sýnilegi mun-
urinn á þeim er sá að Filippus
drottningarmaður sá loksins
sóma sinn í því að setjast í
helgan stein.“
Í pistli sínum hvetur Sal-
mon Bond til að gera slíkt
hið sama en eftir lestur-
inn er ekki annað hægt
en að vera honum al-
gjörlega ósammála; það
blasir við hver á að leika
James Bond í næstu kvik-
mynd um njósnarann –
Filippus drottningarmaður.
Er hægt að vera lýsingu
Ians Flemings betur trúr?
Daniel Craig hefur
verið harður en
umdeildur Bond.
Reuters
Idris Elba kom reykspólandi
inn í umræðuna um næsta
Bond eftir að hafa geirneglt
hlutverk hins grjótharða lög-
reglumanns Luthers í sam-
nefndum breskum sjónvarps-
þáttum um árið. Sá er þó
allnokkuð óheflaðri en James
Bond og það stendur mögu-
lega í einhverjum, ekki síður
en húðliturinn. Elba þykir þó,
eins og Bond, löðrandi í kyn-
þokka.
Af öðrum leikurum sem
gjarnan ber á góma má nefna
Tom Hardy, sem yrði grjót-
harður, og Tom Hiddleston,
sem yrði væntanlega aðeins
mýkri.
Talandi um
mýkt þá þykir
sumum tími til
kominn að kona
spreyti sig á hlut-
verkinu. Gísli Örn
yrði alltént snögg-
ur að henda einni
slíkri inn í hringinn!
Harður eða
mjúkur?
Filippus drottning-
armaður; spengi-
legur að vanda.
Farið úr Bondunum?
Enda þótt allt bendi til þess að Daniel Craig eigi eftir að leika hann a.m.k. einu sinni enn er umræðan
um næsta James Bond á fleygiferð og Filippus drottningarmaður dróst óvænt inn í hana í vikunni.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Idris Elba hefur
þráfaldlega verið
orðaður við hlut-
verk Bond.