Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 48
Þessum fimm manna Ford-bíl,
G-1428, varð heldur illilega
„fótaskortur“ á gömlu bryggj-
unni í Hafnarfirði um hádeg-
isbilið á þessum degi fyrir sextíu
árum, 14. maí 1957. „Bílstjórinn
var að snúa við á bryggjunni, er
hemlarnir biluðu skyndilega og
stakkst bíllinn aftur á bak niður í
vélbátinn, sem í „sakleysi“ sínu
lá þarna við bryggjuna. Til allrar
mildi var enginn maður staddur
á þilfarinu, er hinn óvænti gestur
kom um borð. Fallið mun vera
um þrír metrar, því fjara var.
Þótt ótrúlegt sé slasaðist bíl-
stjórinn ekki. Bíllinn er ekki mik-
ið skemmdur og báturinn ekki
heldur,“ sagði í frétt Mbl.
GAMLA FRÉTTIN
Bíl varð
fótaskortur
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2017
Skapstór og úrill tröll, Ugh og Boogar, sköpunarverk
Egils Sæbjörnssonar listamanns, eru til umfjöllunar í
vefútgáfu breska dagblaðsins Guardian á föstudag en
þau hafa vakið mikla athygli á Feneyjatvíæringnum sem
var opnaður á fimmtudag.
Egill er fulltrúi Íslands á tvíæringnum en tröllin hafa
verið stór hluti af hans ímyndunarheimi síðustu 10 árin,
öðlast sjálfstætt líf en eins og hann hefur sagt frá sjálfur
kröfðust þau þess að hann afhenti þeim taumana þegar
þau fréttu af því að hann hefði verið valinn fulltrúi Ís-
lands á sýningunni og sýningin, innsetning sem kallast
Out of Control, sé því unnin í samstarfi við þau.
Blaðamaður Guardian segir að raunar þurfi enginn að
láta koma sér á óvart að eitthvað mjög óvenjulegt komi
frá Íslandi, skemmst sé að minnast fyrstu moskunnar í
Feneyjum, framlags Íslands árið 2015, sem borgaryfir-
völd í Feneyjum létu loka af öryggisástæðum. Andlit
tröllanna fylla út sýningarrýmið, gestir geta setið á haus
þeirra, þau spjalla sín á milli og velta því fyrir sér hvaða
sýningargestur sé girnilegastur, en tröllin borða fólk.
Ekki síður vekur það athygli að öðru hverju umbreytast
tröllin í Donald Trump og Margaret Thatcher þegar
andlitsmyndum af stjórnmálaleiðtogunum er varpað á
andlit tröllanna.
Ljósmynd/Ivo Corda. Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís.
Vilja borða sýningargesti
Framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum, stjórnlaus tröll
Egils Sæbjörnssonar, eru að vekja mikla athygli.
Egill Sæbjörnsson segir tröllin
hafa tekið yfir líf sitt og hafa öf-
undast út í hann. Þau hafi heimt-
að að fá að stýra sýningunni.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Alexander Rybak
sigurvegari Eurovision
Isaiah Firebrace
keppandi í Eurovision fyrir Ástralíu
Tanner Buchanan
leikari í Designated Survivor
SUMAR!
ILVA Korputorgi, s: 522 4500
www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
Alexandria-hægindastóll. Fléttað bast, tekk fætur. Sessa fylgir. 37.900 kr.
37.900
Summer-eldstæði. Svart eldstæði með
loki. Ø 75 cm. 16.900 kr. Nú 12.900 kr.
Summer-krukkurmeð röri. 4 í pk.
1.695 kr.
Summer-bómullarteppi. 130 x 170 cm.
3 litir. 3.995 kr.
Summer-balimeð texta. 7 litir.
1.795 kr./stk.
1.695
Nú12.900
13.900
Panama-stóll. Sex mismunandi litir. 13.900 kr.