Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 6
HROSSARÆKT Mynd 5. Jafnalgengt var að gefa á stíugólf- ið og fram á fóðurgang eða í 20% tilfella. Algengast var að gefið væri í stalla. Ljósm. Sigtryggur Veigar Herbertsson notkun og þurrkar mjög vel upp bleytu og bindur ammóníak. Jafnframt stendur nú til boða hör til undirburðar sem þarf að skoða vel sem valkost í þessu sambandi. Eftirliti með ástandi hesthúsa er ábóta- vant enda kom í Ijós í rannsókninni að 21% innréttinga í nýbyggingum og göml- um húsum braut í bága við þá reglugerð sem gilti þegar hönnun og smiði innrétting- anna fór fram. Huga þarf betur að því að efla fræðslu um loftræstingu í hesthúsum og gera átak í þeim efnum. Engar viftur voru í 35% hús- anna og hjá of mörgum var aðalstreymi af fersku lofti inn um útidyrahurð á meðan hestar voru úti í gerði. Þá voru einungis örfá hesthús með vel hannað loftræstikerfi og ekkert með stýrða náttúrulega loftræst- ingu. Hesthús er vinnustaður bæði hests og manns og þarf að vera þannig úr garði gert að báðir njóti umhverfisins. Fúlt og rakt loft er eitthvað sem er ekki eftirsóknar- vert. Kröfur í íslensku reglugerðinni um aðbúnað hesta eru ekki eins miklar og í nágrannalöndum fyrir svipaða stærð af hestum, t.d. í sambandi við stíustærðir, og getur það verið vegna þess að bygg- ingarkostnaður er meiri hér á landi. Einnig gæti hugsast að íslenskir hestar þoli meiri þrengsli þar sem lausleg könnun hefur sýnt að lítið er um húslesti þó að þrengra sé um hesta hér á landi en erlendis (Hrefna Sigurjónsdóttir, 2005). Ljóst er að húsbyggjendur hafa á und- anförnum árum haft takmarkað aðgengi að einstaklingsráðgjöf á þessu sviði, sem er vafalítið meginástæða þess að fjölmarg- ar mismunandi lausnir hafa litið dagsins Ijós. Þá eru skoðanir jafnframt afar skiptar um ágæti mismunandi lausna varðandi hönnun á nærumhverfi hesta á húsi. ÞAKKARORÐ Höfundur vill þakka öllum þeim hesthúsa- eigendum sem leyfðu skoðun á sínum hest- húsum og gerðu þannig verkefnið mögu- legt. Einnig fær leiðbeinandi verkefnisins, Torfi Jóhannesson, þakkir fyrir aðstoðina. Þá vil ég þakka Snorra Sigurðssyni og Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur fyrir þeirra aðstoð. TILVITNANIR Hrefna Sigurjónsdóttir, 2005. Könnun á útbreiðslu húslasta meðal hrossa - aðbúnaður skiptir máli. Birt á Fræðaþingi landbúnaðarins 2005. Sigtryggur Veigar Herbertsson, 2006. Stöðumat á aðbúnaði hesta á húsi. BS-rit- gerð við Lbhí 2006. Innréttingar frá DE BOER Allt fyrir kúabóndarm! Læsanlegar fóðurgrindur og steinristar. Útvegum einnig steinristar fyrir sauðfé. Flórsköfur á steinristar. Grindur fyrir legubása. ( Gerum verðtilboð! ) Rúllugluggatjöld og loftræstiviftur. LÍFLAND Hafðu samband við sölumenn Líflands og fáðu bækling eða frekari upplýsingar. -betribunaður Sími 540 1 100 • www.lifland.is • lifland@lifland.is FREYR 11 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.