Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 21
NAUTGRIPARÆKT
EFSTU NAUTIN
I þessum greinum hefur oft verið fjallað
um efstu nautin gagnvart einstökum eig-
inleikum í kynbótamatinu. Þar verða að
þessu sinni litlar breytingar. Ungu nautin
ná ekki að raða sér alveg á toppinn nema
það sem þegar er nefnt um Náttfara 00035
um mjólkurmagnið og hann er einnig með
næsthæsta dóm allra nauta fyrir spena.
Nautin sem verða notuð sem nautsfeður
næstu mánuði eru:
Hersir 97033
Rosi 97037
Glanni 98026
Umbi 98036
Þrasi 98052
Þollur 99008
Laski 00010.
Þetta er sami hópur og notaður hefur ver-
ið í ár nema Laski kemur þarna nýr. Fontur
hverfur af vettvangi þar sem allar sæðis-
birgðir hans hafa þegar verið notaðar.
Náttfari gefur fádæma mjólkurlagnar kýr og fær 134 í mati á mjólkurmagni
sem er hæsti dómur sem nokkurt naut hefur um þennan eiginleika.
frumutölu er í raun eini neikvæði þátturinn í
mati hans. Ástæða er til að benda á að þar
geldur hann mjög föður síns, Krossa 91032,
sem var óhæfur gagnvart þessum þætti.
Eftir þvt sem meiri upplýsingar koma um
dætur Ganganda og kynbótamat hans um
frumtölu byggir meira á upplýsingum fyrir
þær og minna á ætterni hans sjálfs hækkar
mat hans um þennan þátt stöðugt.
Nú birtist fyrsti dómur um 17 af þeim
nautum sem fædd voru árið 2000. Þessi
nautaárgangur er borinn uppi af sonum
Tjakks 92022 og Smells 92028. Dætur naut-
anna frá 2000 eru glæsikýr að ytra útliti en
eins og taflan sýnir eru þau talsvert breytileg
um mjaltir og afurðagetu. Úr þessum hópi
hafa sex naut þegar verið valin til frekari
notkunar sem reynd naut og verður lítillega
vikið að þeim hér á eftir. Áður en það er
gert er samt rétt að benda á að eitt naut,
Strokkur 00003, er með tölur sem gefa til-
efni til frekari notkunar. Hann er grunaður
um að hafa erft fláttu og verður þess vegna
ekki settur í almenna dreifingu.
Af nautunum sem nú koma til frekari
notkunar eru fimm synir Smells 92028 en
einn sonur Tjakks 92022. Sonur Tjakks er
Kistill 00017 sem er frá Bryðjuholti í Hruna-
mannahreppi og er hann dóttursonur Daða
87003. Dætur hans eru mjólkurlagnar kýr
með efnahlutföll í mjólk nálægt meðallagi
og mat hans fyrir flesta aðra eiginleika er
nálægt meðaltali nema hann fær afbragðs-
dóma fyrir skap Ifkt og hann á kyn til. Kyn-
bótamat hans nú er 106.
Laski 00010 er frá Dalbæ í Hrunamanna-
hreppi en móðir hans, Lubba 177, var dóttir
Rauðs 82025 og var mikill kostagripur og
entist flestum kúm betur. Laski gefur ákaf-
lega kostamiklar kýr, kynbótamat hans er
jákvætt fyrir nánast alla þá eiginleika sem
það er reiknað fyrir. Kýrnar eru vel mjólk-
urlagnar og gefa efnaauðuga mjólk, eru
sterklegar og fallegar með góða júgur- og
spenagerð. Laski fær hátt mat, 118, fyrir
frumutölu og kýrnar eru skapgóðar. Laski
verður að sjálfsögðu notaður sem nauts-
faðir.
Laski 00010. Laski gefur ákaflega kostamiklar kýr, kynbótamat hans er jákvætt
fyrir nánast alla þá eiginleika sem það er reiknað fyrir.
Golli 00012 kemur frá Garðsá í Eyjafjarð-
arsveit og móðir hans, sem er dóttir And-
vara 87014, er ekki síður endingargóður
gripur, en hún er enn í framleiðslu. Golli
gefur öflugar mjólkurkýr. Sveitungi Golla,
Kósi 00026, kemur frá Svertingsstöðum en
móðir hans var einnig dóttir Andvara. Hann
gefur öflugar kýr sem hafa mjög góða júg-
ur- og spenagerð og gefa efnaríka mjólk.
Júdas 00031 kemur frá Syðri-Knarrartungu
á Snæfellsnesi en að baki honum standa
ákaflega farsælar og endingargóðar kýr.
Dætur Júdasar fá gott gæðamat og dómur
þeirra fyrir mjaltir og skap er mjög jákvæð-
ur. Fimmti Smellssonurinn sem tekinn er
í notkun er Náttfari 00035. Þetta naut er
frá Vorsabæ ( Landeyjum og er móðurfaðir
hans Daði 87003. Náttfari gefur fádæma
mjólkurlagnar kýr og fær 134 í mati á mjólk-
urmagni sem er hæsti dómur sem nokkurt
naut hefur um þennan eiginleika. Gallinn er
hins vegar sá að dætur hans, líkt og dætur
Smells, gefa efnasnauða mjólk. Sérstaklega
er próteinhlutfall lágt og mat aðeins 78 fyrir
þann þátt. Það gerir Náttfara ekki áhuga-
verðan sem nautsföður. Kostir hans liggja í
mörgu öðru; hann gefur sterklegar kýr með
góða júgurgerð og sérlega góða spena auk
þess sem þær eru skapgóðar.
FREYR 11 2006
21