Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 5

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 5
HROSSARÆKT Sami raki aukinn hiti Sama rúmmál (rúmmálsaukning) aukinn raki Mynd 3. Tilgangur loftræstingar er að koma raka út ásamt fúlu lofti. Tafla 2. Breytingar sem hesthúsaeigend- ur vilja helst gera á sínum húsum. Breytingar Hlutfall aðspurða Fjölga eins hests stíum 30% Auðvelda útmokstur 28% Auka annað rými 23% Stækka stíurnar 23% Betri stíur fyrir hestana 20% Smíða/stækka haughús 20% Bæta vinnuaðstöðu 13% Breyta öllu í stíur 13% Auðvelda fóðrun 8% Bæta loftræstingu 5% Stækka gerði 3% Leggja hitaveitu í húsið 3% Setja hita í stíurnar 3% Bættar brunavarnir 3% aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa (nr. 132/1999) segir til um. í eldri húsum, þar sem innréttingum hafði verið breytt eftir árið 2000, voru 50% húsanna með stíur sem voru minni en áðurgreind reglugerð segir til um. Hæð veggja á milli stía með rimlum var að meðaltali 1,62 m sem gerir hestum erfitt fyrir að bíta hvor annan en í leiðinni minnkar það möguleika þeirra á jákvæðum samskiptum. Hestar í eins hesta stíum höfðu flesta fer- metra (sjá töflu 1) fyrirsig en á móti kemur að stíurnar voru oft þröngar. 27% eins hesta stíanna voru með aðra hlið styttri en 142 sm, sem var meðal- bollengd sýndra hrossa árið 2005. Þá kom í Ijós að í 81 % eins hests stíanna var styttri hliðin innan við 180 sm, sem er lág- marksmál í nýrri reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa (nr. 160/2006) sem tók gildi síðastliðinn vetur. LOFTRÆSTING Algengasta loftræstikerfið var undirþrýst- ingskerfi og var það í 55% húsanna. Undir- þrýstingskerfi á að virka þannig að fúlu lofti er blásið út sem gerir kröfur um að loftinn- tök séu nægjanlega stór og dreifð svo allir hestar í húsi fái notið hreins lofts. Flest hesthúsin voru opin upp á gátt þegar komið var að þeim, væntanlega ( þeim tilgangi að lofta út. Þrátt fyrir það var bætt loftræsting ekki ofarlega í huga hesthúsaeigenda, þar sem aðeins 5% höfðu áhuga á að bæta loftræstingu. Sú staðreynd að notast var við opnanleg fög líkt og (íbúðarhúsum og að dreifing loftinntaka var mjög ójöfn gefur vísbendingar um að skortur sé á þekkingu hins almenna hesthúsaeiganda á loftræst- ingu hesthúsa. UNDIRBURÐUR ( 80% húsanna var sag notað sem undir- burður, aðrir notuðust við hálm og pappír. Þeir sem notuðu sag notuðu allt upp í 4,2 kg á hest á dag. Sagnotkun í safnstíum var mismikil (sjá mynd 4) og að meðaltali 2,1 kg/dag á móti 0,7 kg/dag hjá þeim sem mokuðu allt út daglega. Athygli vekur að notkunin jókst ekki samfara aukinni stíu- stærð. Þegar skoðað var samband hreinleika hestanna við aðra þætti kom í Ijós að hrein- leiki þeirra jókst einungis marktækt með aukinni sagnotkun. Það sem ekki hafði áhrif á hreinleika hestanna var tíðni útmoksturs, gólfgerð, hreinleiki húsa eða lengd útiveru. Mynd 4. Sagnotkun í safnstíum. BREYTINGAR Eins og sést í töflu 2 var efst í huga aðspurða, þegar spurt var um breytingar, að auka fjölda af eins hests stíum. Athygli vekur að vinnusparandi þættir, s.s. að auð- velda fóðrun, voru ekki ofarlega á lista. Þá voru atriði eins og eldvarnir og bætt loftræsting ekki ofarlega í huga manna. Rúmlega þriðjungur þeirra sem voru með bása vildi breyta öllu í stíur en meirihluti vildi halda eftir einhverjum básum. ÖNNUR ATRIÐI SEM VORU SKOÐUÐ Við aðeins fimmtung húsanna voru fleiri en eitt gerði, og var meðalfjöldi hesta í hverju gerði 12 hestar en fór alveg frá 4 upp í 27. í 83% tilfella var gefið tvisvar sinnum yfir sólarhringinn en annars var gefið þrisvar sinnum. Saltsteinaaðgangur var aðeins i 68% húsanna þrátt fyrir að það eigi ekki að vera erfitt eða dýrt að koma honum fyrir. Jafnalgengt var að gefa á stíugólfið og fram á fóðurgang eða í 20% tilfella, en algengast var að gefið væri í stalia. í 78% tilfella voru engin slökkvitæki eða brunaboðar og þó voru aðeins 2,5% við- mælenda sem fannst það vera atriði sem mætti betur fara. Þetta vekur verulega athygli í Ijós þess hve verðmæti hesta hefur aukist mikið á undanförnum érum. NIÐURLAG Greinileg breyting er í þá átt að hestamenn hugsa meira um velferð hestanna sinna, því í yngri húsunum voru stíurnar mark- tækt stærri en í eldri húsunum. Hins vegar vildu flestir breyta í eins hests stíur. Þetta atriði þarf að rannsaka vel enda eru hestar hjarðdýr og sækja í það að vera saman. Hýsing hesta á húsi þarf að vera heppilegt samspil á milli dýravelferðar og vinnuhag- ræðis og í því sambandi þarf að skoða vel hvort það henti frekar íslenskum hestum að vera einir í stíu eða fleiri saman. Sagnotkun er mikil samkvæmt þessari athugun og þörf er á því að finna út hvort önnur efni henti betur. Mór er t.d. efni sem þarf að gera athuganir á við íslenskar aðstæður, því hann brotnar hratt niður eftir FREYR 11 2006 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.