Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 7
Sala bújarða og
söluhagnaður
Jarðaverð hefur hækkað verulega
undanfarin ár vegna aukinnar eftir-
spurnar og jarðasölum hefur fjölg-
að. Jarðir eru nú jafnvel seldar á
hundruð miiljóna króna. Bændur
eru nú flestir með eignir sem seljast
á góðu verði og sá tími er liðinn að
jarðarverð sé lítið meira en íbúðar-
hús á þéttbýlissvæði. Bændur hafa
því í auknum mæli leitt hugann að
skattamálum samfara jarðaeigna-
sölu og möguleikum til að lækka
skattskyldan söluhagnað, þar sem
söluhagnaður vegna búrekstrar
skattleggst í sama skattþrepi og
almennar launatekjur hjá þorra
bænda.
Skattareglur eru nokkuð flóknar og margs
að gæta við jarðasölu. Þar að auki gilda
ekki sömu reglur um slíka sölu í einstaklings-
rekstri og einkahlutafélagi. Látum einka-
hlutafélagið bíða betri ttma.
Söluhagnaði (sölutapi) af sölu búrekstrar
má skipta f fimm hluta.
1. íbúðarhús: Söluhagnaður vegna sölu á
íbúðarhúsi er almennt ekki skattskyldur.
2. Bústofn, vélar og annað lausafé:
Söluhagnaður vegna sölu á bústofni er
mismunur á söluverði og skattmati. Ef
söluverðið er hærra en skattmat reiknast
söluhagnaður, annars sölutap. Söluhagn-
aður/sölutap af sölu búvéla er mismunur
á söluverði og bókfærðu verði. Ef sölu-
verð er hærra en bókfært verð reiknast
söluhagnaður, annars sölutap.
3 Ræktun, útihús og aðrar fyrnanlegar
fasteignir: Söluhagnaður/sölutap af sölu
ræktunar, útihúsa eða annarra fyrnan-
legra eigna er mismunur á söluverði og
bókfærðu verði. Ef söluverð er hærra
en bókfært verð reiknast söluhagnaður,
annars sölutap.
4 Land, hlunnindi og aðrar ófyrnanleg-
ar eignir: Söluhagnaður af sölu lands,
hlunninda eða annarra ófyrnanlegra
eigna er almennt helmingur söluverðs.
Þetta er þó ekki algild regla. Hafi við-
komandi eignast jörðina fyrir árslok
1978 er honum heimilt að nota gildandi
fasteignamat í árslok 1979 framreiknað
í stað stofnverðs. Jafnframt er ávallt
heimilt að nota helming söluverðs ófyrn-
anlegra eigna til skattskyldra tekna í stað
söluhagnaðar.
5. Framleiðsluréttur (greiðslumark):
Söluhagnaður vegna sölu á framleiðslu-
rétti (greiðslumarki) er almennt helming-
ur söluverðs.
Af þessu má sjá að mismunandi ákvæði
gilda um útreikning á söluhagnaði fyrnan-
legra og ófyrnanlegra eigna. Til ófyrnan-
legra eigna teljast m.a. lönd, lóðir, ófyrnan-
leg náttúruauðæfi og framleiðsluréttur.
Söluverð jarðar skiptist í sömu hlutföllum
og fasteignamat á söludegi. Það er mjög
áríðandi að bændur átti sig á þvf að þessi
skipting er ófrávíkjanleg.
FRESTUNARMÖGULEIKAR
Heimild til að fresta skattlagningu sölu-
hagnaðar ófyrnanlegra eigna er bundin við
búrekstur sem bóndi stundar á bújörð sem
einstaklingur. Sömu reglur gilda um sölu-
hagnað framleiðsluréttar. Bóndi getur farið
fram á frestun skattlagningar söluhagnað-
ar af þessum eignum um tvenn áramót,
enda afli hann sér sams konar eignar, eða
íbúðarhúsnæðis til eigin nota, innan þess
tíma. Söluhagnaður þessara eigna gengur
IEftir Ketil Arnar
Hannesson,
Bændasamtökum
íslands
til lækkunar á stofnverði nýju eignarinnar.
Sé kaupverð nýrrar eignar lægra en sölu-
hagnaðurinn telst mismunurinn til skatt-
skyldra tekna.
Tvö skilyrði þarf að uppfylla svo meðferð
söluhagnaðarins með þessum hætti verði
heimil. ( fyrsta lagi þarf bóndinn að hafa
stundað búrekstur á jörðinni sem hann
seldi og hafa haft reksturinn sem aðalstarf í
a.m.k. fimm ár á sfðustu átta árum fyrir sölu-
dag. í öðru lagi þarf hann að stunda búrekst-
ur á nýrri jörð sem hann kaupir í staðinn f
a.m.k. tvö ár frá kaupdegi eða búa í íbúð-
arhúsnæðinu sem hann keypti í jafnlangan
tíma. Þess má geta að söluhagnaðuraf íbúð-
arhúsnæði er ekki skattskyldur hafi seljandi
átt það lengur en í tvö ár. Þetta hefur það
í för með sér að ef seljendur bújarða festa
kaup á íbúðarhúsnæði og búa þar í tvö ár
eftir kaupdag, fellur skattlagning á sölu-
hagnað af ófyrnanlegum náttúruauðæfum
og kvótanum niður.
Bændur hafa eins og aðrir rekstraraðilar
heimild til að fresta skattlagningu á sölu-
hagnað af fyrnanlegum eignum um tvenn
áramót. Þeir eiga þess kost að festa kaup á
eignum sem heimilt er að fyrna og færa sölu-
hagnaðinn til lækkunar á stofnverði keyptu
eignarinnar. Eflaust er það frekar sjaldgæft
að bændur fari í annan atvinnurekstur.
LOKAORÐ
Það er að mörgu að hyggja við sölu á
bújörð. Bóndi hefur heimild til frestunar
og getur jafnvel komið stórum hluta hagn-
aðarins fyrir í fjárfestingum sem verða til
þess að skattkvöðin fellur að hluta til nið-
ur. Ástæðan fyrir þessu er sú að skattalög
heimila að telja helming söluverðs ófyrnan-
legra eigna til skattskyldra tekna í stað
söluhagnaðar. Framleiðsluréttur, land og
hlunnindi teljast til ófyrnanlegra eigna og
því getur verið um háar fjárhæðir að ræða.
Þetta hvetur óneitanlega til þess að búta
jörðina niður í parta fyrir sölu. Þeir sem
flytjast burt og kaupa íbúðarhúsnæði eiga
auðveldast með að koma fyrir skattskyldum
söluhagnaði ófyrnanlegra eigna. Enda má
segja að til þess sé leikurinn gerður, þar sem
skattprósenta er það há í samanburði við
annan atvinnurekstur.
FREYR 11 2006