Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Side 3

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Side 3
Á leióinni til Betlehem Maður og kona voru á leiðinni til Betlehem til þess að láta skrá- setja sig. Knúin af lagaboði, þótt konan ætti von á barni á hverri stundu. Þau voru af þjóð, sem laut erlendu valdi. Tilgangur skrásetningarinnar var að krefja fólk um meiri og hærri skatta til tjandsamlegs valds. Sagan er okkur kunn. Við höfum heyrt hana oft. Þetta var ekki för, sem þau höfðu hlakkað til. Það hvíldi myrkur yfir þessari löngu leið. . Þau reyndu að fá inni á gisti- húsunum í Betlehem. en hvergi var pláss fyrir þau. Það var þar, sem Frelsari heimsins fæddist. Nú erum við á aðventunni að undirbúa komu Frelsarans. Það er eins og að vera á ferðalagi til staðar, sem okkur langar að koma til. Og við erum með hugmyndir um hvers við væntum á leiðarenda. Stundum er för okkar sama merki brennd og för Maríu og Jósefs til Betlehem fyrir næstum 2000 árunt, þ.e.a.s. að myrkur hvíli yfir förinni. En aðrar ferðir búa yfir fyrirheitum, fylla okkur til- hlökkun og gleði. Séra Bragi Skúlason Á þessari aðventu erum við á leiðinni til Betlehem, þar sem við væntum þess að finna Frelsarann. Við hlökkum til að komast á leiðarenda, ólíkt Maríu og Jósef. Á milli þeirra og okkar eru atburðir, sem breyttu mannkynssögunni. Við erum á för, sem felur í sér ntargvísleg fyrirheit. Hátíðin er framundan. Og hún er þó aðeins skuggi þess, sem verða mun við endi tímanna. Frelsarinn, Jesús Kristur, er ekki bara í Betlehem á þessum jólum. Hann er hér hjá okkur. Og þótt ferðalög heimsins bjóði upp á margvíslegt myrkur, þá getur myrkrið ekki slökkt Ijós jólanna. En undirbúningurinn undir komu Frelsarans bendir okkur á það, að víða er myrkur í þessum heimi, bæði innra með fólki og umhverfis það. Margir berjast, eru hungraðir, heimilis- lausir, skortir brýnustu nauðsynjar. Á ferðalögum um heiminn sjáum við þessa minnstu bræður og systur, og við sjáum þau á íslandi líka, þótt við viljum oft gleyma þeim. Hátíðin bendir á andstæður: það halda ekki allir menn og konur í heiminum gleðileg jól. En Jesús fæddist vegna okkar allra. Hann spyr ekki urn hörundslit, efna- hag, verðleika, aldur, en Hann spyr um trú. Og þess vegna er ferðin til jólanna fyllt af fyrir- heitum Guðs. Guð mun eiga síðasta orðið í heimi, sem svo oft felur sig í myrkrinu. Gleðileg Jól! Sr. Bragi Skúlason. 3 x>-n O — ö>i— cd>—i>t:co

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.